Ármenningar bikarmeistarar í karla og kvennaflokki Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2016 17:54 Bikarmeistarar karla og kvenna. Bikarmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í dag eftir æsispennandi keppni í bæði kvenna- og karla keppninni. Í kvennakeppninni börðust þrjú félög um titilinn og var það ekki fyrr en í lokaumferðinni sem Ármann tillti sér á toppinn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn annan árið í röð. Í öðru sæti var fimleikafélagið Björk en langt er síðan félagið hefur átt lið í verðlaunasæti í frjálsum æfingum. Í þriðja sæti hafnaði svo Gerpla. Í karlakeppninni stóð baráttan sem fyrr á milli Gerplu og Ármanns og fór svo að Ármenningar vörðu titilinn nokkuð örugglega en Fimleikafélagið Björk hafnaði í þriðja sæti. Helstu fréttir úr karlakeppninni eru einmitt þær að það voru þrjú lið í karlakeppninni en það hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna og því ljóst að fjölgun drengja í greininni er farin að skila sér upp í keppni þeirra bestu. Í kvennakeppninni var Gerpla í fyrsta sæti fyrir lokaumferðina, Björk í öðru sæti og Ármann í því þriðja. Gerpla átti þó erfiðasta áhaldið eftir og því líklegt að það yrði annaðhvort Björk eða Ármann sem hampaði titlinum í lok dag. Lokaáhaldið hjá Ármanni var gólf, þar stigu þær varla feilspor á meðan Bjarkarstelpur voru með nokkur dýr mistök á sínu lokaáhaldi, slá og fór svo að Ármann komst upp fyrir bæði Björk og Gerplu og tryggði sér titilinn. Irina Sazonova og Dominiqa Beláni í lið Ármanns áttu mjög gott mót og eru að öðrum ólöstuðum lykilkonur í sigri Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir, landsliðskona úr Björk var fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla og fann liðið fyrir því en Margrét Lea Kristinsdóttir, sem enn er í unglingaflokki, kom á óvart og varð þriðja stigahæst allra keppenda í kvennaflokki í dag. Agnes Suto, sem tók fimleikabolinn úr hillunni eftir tveggja ára hlé til að aðstoða sitt gamla félag í baráttunni, átti gríðarlega gott mót og varð stigahæst í Gerpluliðinu. Hjá strákunum munaði mest um Jón Sigurð Gunnarsson úr Ármanni en hafði nokkra yfirburði í karlakeppninni en Ármenningar nutu einnig góðs af því að Sigurður Andrés Sigurðarson, fyrrum landsliðsmaður, tók fimleikabolinn úr hillunni. Gerplustrákarnir söknuðu Eyþórs Baldurssonar en Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu varð annar í stigakeppninni en hann keppir enn í unglingaflokki. Fimleikafélagið Björk, var í fyrsta skipti í sögu félagsins með lið í frjálsum æfingum í bikarkeppni. Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
Bikarmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í dag eftir æsispennandi keppni í bæði kvenna- og karla keppninni. Í kvennakeppninni börðust þrjú félög um titilinn og var það ekki fyrr en í lokaumferðinni sem Ármann tillti sér á toppinn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn annan árið í röð. Í öðru sæti var fimleikafélagið Björk en langt er síðan félagið hefur átt lið í verðlaunasæti í frjálsum æfingum. Í þriðja sæti hafnaði svo Gerpla. Í karlakeppninni stóð baráttan sem fyrr á milli Gerplu og Ármanns og fór svo að Ármenningar vörðu titilinn nokkuð örugglega en Fimleikafélagið Björk hafnaði í þriðja sæti. Helstu fréttir úr karlakeppninni eru einmitt þær að það voru þrjú lið í karlakeppninni en það hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna og því ljóst að fjölgun drengja í greininni er farin að skila sér upp í keppni þeirra bestu. Í kvennakeppninni var Gerpla í fyrsta sæti fyrir lokaumferðina, Björk í öðru sæti og Ármann í því þriðja. Gerpla átti þó erfiðasta áhaldið eftir og því líklegt að það yrði annaðhvort Björk eða Ármann sem hampaði titlinum í lok dag. Lokaáhaldið hjá Ármanni var gólf, þar stigu þær varla feilspor á meðan Bjarkarstelpur voru með nokkur dýr mistök á sínu lokaáhaldi, slá og fór svo að Ármann komst upp fyrir bæði Björk og Gerplu og tryggði sér titilinn. Irina Sazonova og Dominiqa Beláni í lið Ármanns áttu mjög gott mót og eru að öðrum ólöstuðum lykilkonur í sigri Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir, landsliðskona úr Björk var fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla og fann liðið fyrir því en Margrét Lea Kristinsdóttir, sem enn er í unglingaflokki, kom á óvart og varð þriðja stigahæst allra keppenda í kvennaflokki í dag. Agnes Suto, sem tók fimleikabolinn úr hillunni eftir tveggja ára hlé til að aðstoða sitt gamla félag í baráttunni, átti gríðarlega gott mót og varð stigahæst í Gerpluliðinu. Hjá strákunum munaði mest um Jón Sigurð Gunnarsson úr Ármanni en hafði nokkra yfirburði í karlakeppninni en Ármenningar nutu einnig góðs af því að Sigurður Andrés Sigurðarson, fyrrum landsliðsmaður, tók fimleikabolinn úr hillunni. Gerplustrákarnir söknuðu Eyþórs Baldurssonar en Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu varð annar í stigakeppninni en hann keppir enn í unglingaflokki. Fimleikafélagið Björk, var í fyrsta skipti í sögu félagsins með lið í frjálsum æfingum í bikarkeppni.
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira