Porsche malar gull fyrir Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 14:27 Porsche Macan. Porsche hagnaðist um 25% meira á síðasta ári en árið á undan og salan jókst um 14%. Alls hagnaðist Porsche um 495 milljarða króna og veltan nam 2.815 milljörðum króna. Því er hagnaður af veltu 17,6% og vart hægt að finna hærra hlutfall á meðal bílaframleiðenda. Stór ástæða fyrir þessu frábæra söluári Porsche í fyrra var tilkoma Porsche Macan jepplingsins sem seldist eins og heitar lummur um allan heim. Porsche á ekki von á jafn miklum vexti í ár og í fyrra, en góðum vexti samt. Porsche malar svo sannarlega gull fyrir móðurfélag sitt, Volkswagen, en það gerir Audi líka og skilar Audi reyndar enn meiri hagnaði til samstæðunnar en Porsche. Samt er hagnaður af veltu hærri hjá Porsche og reksturinn því enn arðbærari. Tilkoma nýs Porsche Cayenne Turbo í janúar á þessu ári mun hjálpa Porsche í ár og áframhaldandi góð sala í Macan. Porsche 911 heldur áfram að seljast vel og andlitslyftir Boxster og Cayman í apríl á þessu ári með nýrri fjögurra strokka vél og lægra verði gæti líka lyft sölunni í nýjar hæðir. Söluhæsti bíll Porsche í fyrra var Macan með 80.000 eintök seld. Þar á eftir kemur Cayenne með 73.119 eintök.Porsche Cayenne er næst söluhæsta bílgerð Porsche á eftir Macan. Breyttir tímar hjá sportbílaframleiðandanum.GVA Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent
Porsche hagnaðist um 25% meira á síðasta ári en árið á undan og salan jókst um 14%. Alls hagnaðist Porsche um 495 milljarða króna og veltan nam 2.815 milljörðum króna. Því er hagnaður af veltu 17,6% og vart hægt að finna hærra hlutfall á meðal bílaframleiðenda. Stór ástæða fyrir þessu frábæra söluári Porsche í fyrra var tilkoma Porsche Macan jepplingsins sem seldist eins og heitar lummur um allan heim. Porsche á ekki von á jafn miklum vexti í ár og í fyrra, en góðum vexti samt. Porsche malar svo sannarlega gull fyrir móðurfélag sitt, Volkswagen, en það gerir Audi líka og skilar Audi reyndar enn meiri hagnaði til samstæðunnar en Porsche. Samt er hagnaður af veltu hærri hjá Porsche og reksturinn því enn arðbærari. Tilkoma nýs Porsche Cayenne Turbo í janúar á þessu ári mun hjálpa Porsche í ár og áframhaldandi góð sala í Macan. Porsche 911 heldur áfram að seljast vel og andlitslyftir Boxster og Cayman í apríl á þessu ári með nýrri fjögurra strokka vél og lægra verði gæti líka lyft sölunni í nýjar hæðir. Söluhæsti bíll Porsche í fyrra var Macan með 80.000 eintök seld. Þar á eftir kemur Cayenne með 73.119 eintök.Porsche Cayenne er næst söluhæsta bílgerð Porsche á eftir Macan. Breyttir tímar hjá sportbílaframleiðandanum.GVA
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent