Körfubolti

Úrslitakeppnin hefst í Vesturbænum og í Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslandsmeistarar KR spila fyrsta leik úrslitakeppninnar í ár.
Íslandsmeistarar KR spila fyrsta leik úrslitakeppninnar í ár. Vísir/Ernir
Stefán Þór Borgþórsson, mótastjóri KKÍ, hefur sent frá sér leikjadagskrá úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en í gær varð það ljóst hvaða lið munu mætast í átta liða úrslitunum.

Úrslitakeppnin í ár hefst fimmtudagskvöldið 17. mars og fyrstu leikirnir verða í Vesturbænum og í Keflavík.

Kvöldið eftir hefjast síðan hin einvígin á Ásvöllum og í Garðabænum.

Páskarnir koma inn í átta liða úrslitin sem þýðir að það verður fimm daga hlé í miðjum seríum á milli leiks þrjú og leiks fjögur.

Liðin þurfa því ekki að hafa mikla áhyggjur af því að álagið verði of mikið vitandi af þessu fimm daga páskafríi.

Undanúrslitin eiga síðan að hefjast sunnudaginn 3. apríl og lokaúrslitin eiga byrja þriðjudaginn 19. apríl og mögulegur oddaleikur um titilinn fer fram laugardaginn 30. apríl.



Dagsetningar úrslitakeppni Domino´s deildar karla 2015-16

Hér eru leikdagar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla. Svo fyrir neðar eru einnig leikdagar í undan- og úrslitum.

Átta liða úrslit:

Viðureign 1: KR-Grindavík

Leikur 1 fimmtudagur 17. mars KR-Grindavík kl. 19.15

Leikur 2 sunnudagur 20. mars Grindavík-KR kl. 19.15

Leikur 3 miðvikudagur 23. mars KR-Grindavík kl. 19.15

Leikur 4 mánudagur 28. mars – annar í páskum ef þarf Grindavík-KR kl. 19.15

Leikur 5 fimmtudagur 31. mars – ef þarf KR-Grindavík kl. 19.15

Viðureign 2: Stjarnan-Njarðvík

Leikur 1 föstudagur 18. mars Stjarnan-Njarðvík kl. 19.15

Leikur 2 mánudagur 21. mars Njarðvík-Stjarnan kl. 19.15

Leikur 3 fimmtudagur 24. mars – skírdagur Stjarnan-Njarðvík kl. 19.15

Leikur 4 þriðjudagur 29. mars – ef þarf Njarðvík-Stjarnan kl. 19.15

Leikur 5 fimmtudagur 31. mars – ef þarf Stjarnan-Njarðvík kl. 19.15

 

Viðureign 3: Keflavík-Tindastóll

Leikur 1 fimmtudagur 17. mars Keflavík-Tindastóll kl. 19.15

Leikur 2 sunnudagur 20. mars Tindastóll-Keflavík kl. 19.15

Leikur 3 miðvikudagur 23. mars Keflavík-Tindastóll kl. 19.15

Leikur 4 mánudagur 28. mars – annar í páskum ef þarf Tindastóll-Keflavík kl. 19.15

Leikur 5 fimmtudagur 31. mars – ef þarf Keflavík-Tindastóll kl. 19.15

 

Viðureign 4: Haukar – Þór Þ.

Leikur 1 föstudagur 18. mars Haukar-Þór Þ. kl. 19.15

Leikur 2 mánudagur 21. mars Þór Þ.-Haukar kl. 19.15

Leikur 3 fimmtudagur 24. mars – skírdagur Haukar-Þór Þ. kl. 19.15

Leikur 4 þriðjudagur 29. mars – ef þarf Þór Þ.-Haukar kl. 19.15

Leikur 5 fimmtudagur 31. mars – ef þarf Haukar-Þór Þ. kl. 19.15

 

Undanúrslit:

Viðureign 5

Leikur 1 sunnudagur 3. apríl

Leikur 2 miðvikudagur 6. apríl

Leikur 3 laugardagur 9. apríl

Leikur 4 þriðjudagur 12. apríl – ef þarf

Leikur 5 föstudagur 15. apríl – ef þarf

 

Viðureign 6

Leikur 1 mánudagur 4. apríl

Leikur 2 fimmtudagur 7. apríl

Leikur 3 sunnudagur 10. apríl

Leikur 4 miðvikudagur 13. apríl – ef þarf

Leikur 5 föstudagur 15. apríl – ef þarf

 

Lokaúrslit:



Viðureign 7

Leikur 1 þriðjudagur 19. apríl

Leikur 2 föstudagur 22. apríl

Leikur 3 mánudagur 25. apríl

Leikur 4 fimmtudagur 28. apríl – ef þarf

Leikur 5 laugardagur 30. apríl – ef þarf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×