Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Snæfell 88-82 | Hólmarar komnir í sumarfrí Stefán Árni Pálsson í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn skrifar 10. mars 2016 20:45 Ragnar Nathanaelsson, leikmaður Þórs. vísir/stefán Þór Þorlákshöfn vann Snæfell, 88-82, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld og sendu því Snæfellinga í sumarfrí. Grindvíkingar unnu nefnilega Njarðvík í Grindavík. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 12-5. Snæfellingar voru á hælunum og lítið gekk upp sóknarlega í upphafi leiksins. Þeir unnu sig fljótlega í takt við leikinn og breyttu stöðunni í 17-12 sér í vil á mjög stuttum tíma. Snæfell skoraði 14 stig í röð á Þórsara og hrukku bara allt í einu í gang. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var því 21-15 fyrir Snæfell. Þórsarar fóru í gang í öðrum leikhluta og það tók þá aðeins fimm mínútur að komast yfir 30-29. Gestirnir úr Stykkishólmi voru samt sem áður ekki á því að hleypa heimamönnum langt fram úr sér og náði fljótlega aftur að komast yfir. Staðan í hálfleik var 44-41 og maður hefur séð betri sóknarleik en sást í Þorlákshöfn í fyrri hálfleiknum í kvöld. Það var greinilegt á leik Snæfellinga í upphafi síðari hálfleiksins að leikmenn liðsins langaði að fara í úrslitakeppnina. Þeir börðust eins og ljón og höfðu þeir allir fengið þær fréttir í hálfleik að Grindvíkingar væru að vinna Njarðvíkinga sannfærandi í Grindavík. Sigurður Þorsteinsson leikmaður Snæfells sýndi sitt rétta Hólmarahjarta í kvöld og leiddi sína menn áfram í baráttunni. Vance Michael Hall er aftur á móti í liði Þórs og var hann magnaður í þriðja leikhlutanum og hélt Þór svo sannarlega inn í leiknum. Staðan eftir þrjá leikhluta var 72-70 fyrir gestina. Þórsarar komust yfir í upphafi fjórða leikhlutans og þá fór um Snæfellinga. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum voru Þórsarar með fjögurra stig forskot 80-76. Í fjórða leikhlutanum fóru Snæfellingar einfaldlega á taugum og gerðu allt of mörg mistök. Það vantaði nokkur ár í reynslu hjá ákveðnum leikmönnum liðsins og Þórsarar voru of stór biti. Því miður fyrir þá, þá unnu Grindvíkingar sinn leik og eru Hólmarar komnir í sumarfrí. Leiknum lauk með sigri Þórs 88-82 og hafna Snæfellingar því í níunda sæti deildarinnar. Þórsarar enda tímabilið í fimmta sætinu. Þórsarar mæta því Haukum í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar.Þór Þ.-Snæfell 88-82 (15-21, 26-23, 29-28, 18-10)Þór Þ.: Vance Michael Hall 27/5 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 14, Ragnar Örn Bragason 10, Emil Karel Einarsson 9, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 8/22 fráköst/3 varin skot, Grétar Ingi Erlendsson 8/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Magnús Breki Þórðason 6, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 29/15 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 23/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 15/7 fráköst, Ólafur Torfason 7/8 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 4/4 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 2, Jón Páll Gunnarsson 2, Baldur Þorleifsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0/4 fráköst Svekktur Ingi Þór: Skil ekki Njarðvíkinga að fara með fjögur töp á bakinu inn í úrslitakeppninaIngi Þór Steinþórsson.Vísir/Anton„Mér líður bara mjög einkennilega og er með blendnar tilfinningar,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið. „Fyrst og fremst er ég stoltur af liðinu, hvernig það er búið að standa sig í vetur. Þetta var alveg hrikalega skrítin vetur og það voru alltaf allir tilbúnir að leggja sig 100% fram. Markmiðið var alltaf að halda liðinu í deildinni en við vorum alveg svakalega nálægt því að ná inn í úrslitakeppnina.“ Ingi áttar sig ekki á úrslitunum í Grindavík. „Ég skil ekki Njarðvíkingana að ætla mæta með fjögur töp á bakinu inn í úrslitakeppnina. En við getum auðvitað ekki verið að treysta á neina aðra en okkur sjálfa. Mér fannst við spila vel í kvöld og sérstaklega varnarlega.“ Hann segir að núna taki við hvíld og undir búningur fyrir næsta tímabil. „Ég skora bara á unga leikmenn að koma í Hólminn og taka slaginn með okkur. Þetta er frábær staður fyrir unga menn að fá mínútur og spila körfubolta. Við vonumst til að halda þessum leikmannahóp fyrir næsta tímabil og bara bæta í.“ Einar: Haukar eru með næst heitasta liðið í dag, á eftir Golden State„Það er fínt að fara inn í úrslitakeppnina þennan sigur á bakinu, en ég er samt ekkert sérstaklega ánægður með okkar frammistöðu í kvöld,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir sigurinn í kvöld. „Það sást kannski í kvöld að þeir voru að berjast fyrir sæti í úrslitakeppnina en ég er ánægður með að við náðum að koma okkur í gírinn í síðari hálfleiknum. Þá var sóknarleikur okkar mjög góður og við náðum að stöðva þá í vörninni.“ Þórsarar mæta sjóðandi heitum Haukamönnum í 8-liða úrslitum en þeir hafa núna unnið átta leiki í röð. „Ég held að þetta sé bara næst heitasta liðið í dag, á eftir Golden State [Warriors] og eru gríðarlega sterkir. Þeir rassskelltu okkur fyrir stuttu síðan og þetta verður mjög erfitt einvígi.“ Hann segir að liðið þurfi að spila miklu betur en í kvöld til að eiga möguleika í Haukana. Raggi Nat: Við virðumst vera á niðurleið rétt fyrir úrslitakeppnina„Við teljum okkur vera klára í úrslitakeppnina en við sýndum það því miður ekki í kvöld,“ segir Ragnar Nathanaelsson, eftir sigurinn í kvöld. „Þó við náum að vinna þennan leik þá vorum við bara slakir í sókn og vörn. Við höfum ekki verið nægilega góðir í undanförnum tveimur leikjum. Við þurfum heldur betur að taka til í hausnum á okkur til að mæta Haukunum.“ Ragnar segir að liðið þurfi að ná fram miklu meira jafnvægi í sóknarleiknum til að eiga möguleika í Hauka. „Við virðumst bara vera á einhverri niðurleið fyrir úrslitakeppnina sem er algjör rugl og sérstaklega þegar maður er að mæta eins sterku liði eins og Haukum.“Bein lýsing: Þór Þ. - SnæfellTweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Þór Þorlákshöfn vann Snæfell, 88-82, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld og sendu því Snæfellinga í sumarfrí. Grindvíkingar unnu nefnilega Njarðvík í Grindavík. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 12-5. Snæfellingar voru á hælunum og lítið gekk upp sóknarlega í upphafi leiksins. Þeir unnu sig fljótlega í takt við leikinn og breyttu stöðunni í 17-12 sér í vil á mjög stuttum tíma. Snæfell skoraði 14 stig í röð á Þórsara og hrukku bara allt í einu í gang. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var því 21-15 fyrir Snæfell. Þórsarar fóru í gang í öðrum leikhluta og það tók þá aðeins fimm mínútur að komast yfir 30-29. Gestirnir úr Stykkishólmi voru samt sem áður ekki á því að hleypa heimamönnum langt fram úr sér og náði fljótlega aftur að komast yfir. Staðan í hálfleik var 44-41 og maður hefur séð betri sóknarleik en sást í Þorlákshöfn í fyrri hálfleiknum í kvöld. Það var greinilegt á leik Snæfellinga í upphafi síðari hálfleiksins að leikmenn liðsins langaði að fara í úrslitakeppnina. Þeir börðust eins og ljón og höfðu þeir allir fengið þær fréttir í hálfleik að Grindvíkingar væru að vinna Njarðvíkinga sannfærandi í Grindavík. Sigurður Þorsteinsson leikmaður Snæfells sýndi sitt rétta Hólmarahjarta í kvöld og leiddi sína menn áfram í baráttunni. Vance Michael Hall er aftur á móti í liði Þórs og var hann magnaður í þriðja leikhlutanum og hélt Þór svo sannarlega inn í leiknum. Staðan eftir þrjá leikhluta var 72-70 fyrir gestina. Þórsarar komust yfir í upphafi fjórða leikhlutans og þá fór um Snæfellinga. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum voru Þórsarar með fjögurra stig forskot 80-76. Í fjórða leikhlutanum fóru Snæfellingar einfaldlega á taugum og gerðu allt of mörg mistök. Það vantaði nokkur ár í reynslu hjá ákveðnum leikmönnum liðsins og Þórsarar voru of stór biti. Því miður fyrir þá, þá unnu Grindvíkingar sinn leik og eru Hólmarar komnir í sumarfrí. Leiknum lauk með sigri Þórs 88-82 og hafna Snæfellingar því í níunda sæti deildarinnar. Þórsarar enda tímabilið í fimmta sætinu. Þórsarar mæta því Haukum í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar.Þór Þ.-Snæfell 88-82 (15-21, 26-23, 29-28, 18-10)Þór Þ.: Vance Michael Hall 27/5 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 14, Ragnar Örn Bragason 10, Emil Karel Einarsson 9, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 8/22 fráköst/3 varin skot, Grétar Ingi Erlendsson 8/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Magnús Breki Þórðason 6, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 29/15 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 23/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 15/7 fráköst, Ólafur Torfason 7/8 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 4/4 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 2, Jón Páll Gunnarsson 2, Baldur Þorleifsson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0/4 fráköst Svekktur Ingi Þór: Skil ekki Njarðvíkinga að fara með fjögur töp á bakinu inn í úrslitakeppninaIngi Þór Steinþórsson.Vísir/Anton„Mér líður bara mjög einkennilega og er með blendnar tilfinningar,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið. „Fyrst og fremst er ég stoltur af liðinu, hvernig það er búið að standa sig í vetur. Þetta var alveg hrikalega skrítin vetur og það voru alltaf allir tilbúnir að leggja sig 100% fram. Markmiðið var alltaf að halda liðinu í deildinni en við vorum alveg svakalega nálægt því að ná inn í úrslitakeppnina.“ Ingi áttar sig ekki á úrslitunum í Grindavík. „Ég skil ekki Njarðvíkingana að ætla mæta með fjögur töp á bakinu inn í úrslitakeppnina. En við getum auðvitað ekki verið að treysta á neina aðra en okkur sjálfa. Mér fannst við spila vel í kvöld og sérstaklega varnarlega.“ Hann segir að núna taki við hvíld og undir búningur fyrir næsta tímabil. „Ég skora bara á unga leikmenn að koma í Hólminn og taka slaginn með okkur. Þetta er frábær staður fyrir unga menn að fá mínútur og spila körfubolta. Við vonumst til að halda þessum leikmannahóp fyrir næsta tímabil og bara bæta í.“ Einar: Haukar eru með næst heitasta liðið í dag, á eftir Golden State„Það er fínt að fara inn í úrslitakeppnina þennan sigur á bakinu, en ég er samt ekkert sérstaklega ánægður með okkar frammistöðu í kvöld,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir sigurinn í kvöld. „Það sást kannski í kvöld að þeir voru að berjast fyrir sæti í úrslitakeppnina en ég er ánægður með að við náðum að koma okkur í gírinn í síðari hálfleiknum. Þá var sóknarleikur okkar mjög góður og við náðum að stöðva þá í vörninni.“ Þórsarar mæta sjóðandi heitum Haukamönnum í 8-liða úrslitum en þeir hafa núna unnið átta leiki í röð. „Ég held að þetta sé bara næst heitasta liðið í dag, á eftir Golden State [Warriors] og eru gríðarlega sterkir. Þeir rassskelltu okkur fyrir stuttu síðan og þetta verður mjög erfitt einvígi.“ Hann segir að liðið þurfi að spila miklu betur en í kvöld til að eiga möguleika í Haukana. Raggi Nat: Við virðumst vera á niðurleið rétt fyrir úrslitakeppnina„Við teljum okkur vera klára í úrslitakeppnina en við sýndum það því miður ekki í kvöld,“ segir Ragnar Nathanaelsson, eftir sigurinn í kvöld. „Þó við náum að vinna þennan leik þá vorum við bara slakir í sókn og vörn. Við höfum ekki verið nægilega góðir í undanförnum tveimur leikjum. Við þurfum heldur betur að taka til í hausnum á okkur til að mæta Haukunum.“ Ragnar segir að liðið þurfi að ná fram miklu meira jafnvægi í sóknarleiknum til að eiga möguleika í Hauka. „Við virðumst bara vera á einhverri niðurleið fyrir úrslitakeppnina sem er algjör rugl og sérstaklega þegar maður er að mæta eins sterku liði eins og Haukum.“Bein lýsing: Þór Þ. - SnæfellTweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti