Top Gear sækir um leyfi til að drifta Mustang yfir London Tower Bridge Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 14:16 London Tower Bridge. Núna standa yfir tökur á nýjum Top Gear bílaþáttum og framleiðendum þar er greinilega fátt heilagt, sem fyrr. Þeir hafa sótt um leyfi til borgaryfirvalda í London að fá að drifta Ford Mustang bíl yfir London Tower Bridge á laugardaginn næstkomandi. Svo virðist sem leyfi til þess hafi fengist. Ástæða þess að þetta lak út er að íbúar í nágrenni brúarinnar frægu hafa fengið bréf þar sem látið er vita af þeim hávaða sem þessu mun fylgja en til þess að bíllinn nái tilætluðum hraða þarf að leggja af stað á Mustang bílnum nálægt heimili fólks. Einhver íbúi þar sendi Jalopnik bílavefnum bréfið og má sjá það hér að neðan. Nú er svo bara að bíða eftir að sýningar á þáttunum hefjist aftur, en talsvert er síðan að síðustu Top Gear þættir voru sýndir á BBC með þríeykinu sem nú framleiða bílaþætti fyrir Amazon. Það er kominn tími á nýja þætti.Bréfið sem íbúum í nágrenninu hefur verið sent og varar við hávaða á laugardaginn. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent
Núna standa yfir tökur á nýjum Top Gear bílaþáttum og framleiðendum þar er greinilega fátt heilagt, sem fyrr. Þeir hafa sótt um leyfi til borgaryfirvalda í London að fá að drifta Ford Mustang bíl yfir London Tower Bridge á laugardaginn næstkomandi. Svo virðist sem leyfi til þess hafi fengist. Ástæða þess að þetta lak út er að íbúar í nágrenni brúarinnar frægu hafa fengið bréf þar sem látið er vita af þeim hávaða sem þessu mun fylgja en til þess að bíllinn nái tilætluðum hraða þarf að leggja af stað á Mustang bílnum nálægt heimili fólks. Einhver íbúi þar sendi Jalopnik bílavefnum bréfið og má sjá það hér að neðan. Nú er svo bara að bíða eftir að sýningar á þáttunum hefjist aftur, en talsvert er síðan að síðustu Top Gear þættir voru sýndir á BBC með þríeykinu sem nú framleiða bílaþætti fyrir Amazon. Það er kominn tími á nýja þætti.Bréfið sem íbúum í nágrenninu hefur verið sent og varar við hávaða á laugardaginn.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent