Jaguar rafmagnsjepplingur árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2016 11:15 Svona gæti Jaguar E-Pace jepplingurinn litið út. Fáir bílaframleiðendur hafa ekki uppi áform um smíði bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Breski bílasmiðurinn Jaguar er engin undantekning þar á. Jaguar virðist raunar komið langt í þróun slíks bíls því þar á bæ hefur verið haft eftir forsvarsmönnum að von sé á rafmagnsbíl strax eftir tvö ár, eða 2018. Framleiðsla á honum mun reyndar hefjast seint á næsta ári. Líklega verður þessi bíll nefndur Jaguar E-Pace, er jepplingur og verður smíðaður hjá Magna Steyr í Austurríki. Hann á að hafa drægni uppá 500 kílómetra og með því slá við drægni Tesla Model X jepplingsins, en verða á pari við Audi Q6 e-tron, sem einnig mun líta dagsljósið árið 2018. Þessi rafmagnsbíll Jaguar verður þó ekki sá eini því Jaguar hefur einnig uppi áform um að bjóða XE, XF og F-Type fólksbíla sína með rafmagnsdrifrás. Það er því rafmögnuð veröld framundan hjá Jaguar, líkt og hjá mörgum öðrum bílaframleiðaandanum. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Fáir bílaframleiðendur hafa ekki uppi áform um smíði bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Breski bílasmiðurinn Jaguar er engin undantekning þar á. Jaguar virðist raunar komið langt í þróun slíks bíls því þar á bæ hefur verið haft eftir forsvarsmönnum að von sé á rafmagnsbíl strax eftir tvö ár, eða 2018. Framleiðsla á honum mun reyndar hefjast seint á næsta ári. Líklega verður þessi bíll nefndur Jaguar E-Pace, er jepplingur og verður smíðaður hjá Magna Steyr í Austurríki. Hann á að hafa drægni uppá 500 kílómetra og með því slá við drægni Tesla Model X jepplingsins, en verða á pari við Audi Q6 e-tron, sem einnig mun líta dagsljósið árið 2018. Þessi rafmagnsbíll Jaguar verður þó ekki sá eini því Jaguar hefur einnig uppi áform um að bjóða XE, XF og F-Type fólksbíla sína með rafmagnsdrifrás. Það er því rafmögnuð veröld framundan hjá Jaguar, líkt og hjá mörgum öðrum bílaframleiðaandanum.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent