Sport

Tveir belgískir hjólreiðamenn létust á jafnmörgum dögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daan Myngheer var aðeins 22 ára þegar hann lést.
Daan Myngheer var aðeins 22 ára þegar hann lést. vísir/afp
Belgíski hjólreiðamaðurinn Daan Myngheer lést í gærkvöldi, aðeins 22 ára að aldri.

Hann er annar hjólreiðamaðurinn frá Belgíu sem fellur frá á jafnmörgum dögum en á sunnudaginn lést Antoine Demoitié eftir að hafa lent í árekstri við mótorhjól á Gent-Wevelgem mótinu í Belgíu og Frakklandi.

Myngheer þurfti að hætta keppni á fyrri keppnisdegi á Critérium International mótinu á eyjunni Korsíku á laugardaginn. Myngheer fékk hjartaáfall í sjúkrabíl áður en hann var fluttur á sjúkrahús í Ajaccio þar sem hann lést svo í gær.

Myngheer keppti fyrir lið Roubaix Metropole Lille en hann gerðist atvinnumaður í fyrra.

Demoitié lenti í árekstri við mótorhjól í Saint-Marie-Cappel í norðurhluta Frakklands þegar hann átti um 115 kílómetra eftir í mark. Demoitié lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í Lille á sunnudaginn. Hann var 25 ára gamall.

Alþjóðahjólreiðasambandið ætlar að rannsaka dauða Demoitié.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×