100.000 væntanlegar pantanir í Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2016 09:26 Hulunni verður svipt af Tesla Model 3 eftir tvo daga og í leiðinni opnað fyrir pantanir í bílinn. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun opna fyrir pantanir í Tesla Model 3 bíl sinn þann 31. mars, eða eftir 2 daga. Búist er við allt að 100.000 pöntunum í þessa næstu framleiðslugerð Tesla, eingöngu á fyrsta sólarhringnum. Tesla Model 3 á ekki að kosta meira en 35.000 dollara og verða mun ódýrari bíll er fyrri smíðagerðir, þ.e. Tesla Model S og Model X. Opnað verður fyrir pantanir í bílinn á sama tíma og hann verður fyrst sýndur þeim 800 heppnu einstaklingum sem boðið hefur verið á frumsýningu bílsins í Hawthorne í Kaliforníu. Ef að Tesla fær 100.000 pantanir í Model 3 bílinn mun það samsvara meira en ársframleiðslu, en Tesla framleiddi og seldi ríflega 50.000 bíla í fyrra, en þó af dýrari og vandaðir gerð en Model 3. Heyrst hefur að hollenska fyrirtækið MisterGreen ætli að panta 1.000 bíla, en það leigir nú þegar út vænan flota af Tesla Model S bílum í Hollandi og Belgíu. Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla mun opna fyrir pantanir í Tesla Model 3 bíl sinn þann 31. mars, eða eftir 2 daga. Búist er við allt að 100.000 pöntunum í þessa næstu framleiðslugerð Tesla, eingöngu á fyrsta sólarhringnum. Tesla Model 3 á ekki að kosta meira en 35.000 dollara og verða mun ódýrari bíll er fyrri smíðagerðir, þ.e. Tesla Model S og Model X. Opnað verður fyrir pantanir í bílinn á sama tíma og hann verður fyrst sýndur þeim 800 heppnu einstaklingum sem boðið hefur verið á frumsýningu bílsins í Hawthorne í Kaliforníu. Ef að Tesla fær 100.000 pantanir í Model 3 bílinn mun það samsvara meira en ársframleiðslu, en Tesla framleiddi og seldi ríflega 50.000 bíla í fyrra, en þó af dýrari og vandaðir gerð en Model 3. Heyrst hefur að hollenska fyrirtækið MisterGreen ætli að panta 1.000 bíla, en það leigir nú þegar út vænan flota af Tesla Model S bílum í Hollandi og Belgíu.
Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent