Lífið

Ólafía Hrönn: Í mörg ár var ég alltaf að leika síðasta hlutverkið

Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa
Leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í sérstakri páskaútgáfu föstudagsviðtalsins þessa vikuna, sem hægt er að hlusta á hér að ofan.

Í viðtalinu ræðir Ólafía allt milli himins og jarðar, uppvöxtinn og æskuna, þegar hún tók sér frí frá leiklistinni til að ferðast um heiminn með manni sem hún heldur að sé öfgamúslimi, frægðina á Íslandi þegar hún lék í Vöktunum og nýja verkefnið, Auglýsingu ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson þar sem hún leikur lesbíu - sem henni finnst mjög skemmtilegt hlutverk. 

Ólafía Hrönn fer líka í gegnum ferilinn, segir Kvikmyndasjóð bara styrkja myndir um miðaldra karlmenn í krísu og kallar eftir því að menningar- og menntamálaráðherra breyti sjóðnum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.