Hrafnhildur Hanna búin að ná öllum nema Ramune Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 20:00 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir. Vísir/Stefán Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði tólf mörk í jafntefli Selfoss og ÍBV í Vestmannaeyjum í gær og hefur þar með skorað 217 deildarmörk á tímabilinu. Hrafnhildur Hanna hafði farið yfir tvö marka múrinn í leiknum á undan en hoppaði nú upp um fimm sæti og alla leið upp í annað sæti yfir þær sem hafa skorað flest mörk á einu tímabili undanfarna tvo áratugi. Hrafnhildur Hanna komst upp fyrir þær Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur (3 tímabili) og Pövlu Plaminkovu (1 tímabili) með því að skora þessi tólf mörk í Eyjum í gær. Hrafnhildur Hanna hefur náð öllum nema Ramune Pekarskyte sem skoraði 253 mörk í 25 leikjum tímabilið 2003 til 2004. Ramune var að skora yfir tíu mörk að meðaltali í leik það tímabil. Hrafnhildur Hanna hefur skorað þessi 217 mörk í 23 leikjum sem þýðir að hún hefur skorað 9,4 mörk að meðaltali í leik sem magnað framlag hjá þessari 21 árs gömlu stelpu. Hrafnhildur Hanna varð markadrottning Olís-deildarinnar í fyrra en þá var hún með 159 mörk í 22 leikjum eða 7,2 mörk í leik. Hún hefur því hækkað meðalskor sitt um tvö mörk í leik. Það eru ekki miklar líkur á því að Hrafnhildur Hanna nái markameti Ramune Pekarskyte en til þess þyrfti hún að skora 36 mörk í síðustu þremur leikjum Selfossliðsins sem eru á móti Stjörnunni (heima), HK (úti) og FH (heima). Hrafnhildur Hanna skoraði samtals 27 mörk í fyrri leikjum Selfoss á móti þessum þremur liðum. Hrafnhildur Hanna þarf að skora tólf mörk að meðaltali í leik til að ná meti Ramune sem ætti því að lifa af enn eitt tímabili. Ramune var erlendur leikmaður þegar hún setti metið sitt á sínum tíma og því hefur engin íslensk kona skorað fleiri mörk á einu tímabili en Hrafnhildur Hanna á þessari leiktíð.Flest mörk á einu tímabili í efstu deild kvenna 1995-2016:(Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HSÍ)Ramune Pekarskyte, Haukum 2003-04 - 253 mörkHrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 2015-16 - 217 mörk Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2009-10 - 215 mörk Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2008-09 - 212 mörk Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2002-03 - 210 mörk Pavla Plaminkova, ÍBV 2006-07 - 206 mörk Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, FH 2009-10 - 190 mörk Anna Yakova, ÍBV 2003-04 - 185 mörk Vera Lopes, ÍBV 2013-14 - 185 mörk Halla María Helgadóttir, Víkingur 1997-98 - 183 mörk Olís-deild kvenna Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði tólf mörk í jafntefli Selfoss og ÍBV í Vestmannaeyjum í gær og hefur þar með skorað 217 deildarmörk á tímabilinu. Hrafnhildur Hanna hafði farið yfir tvö marka múrinn í leiknum á undan en hoppaði nú upp um fimm sæti og alla leið upp í annað sæti yfir þær sem hafa skorað flest mörk á einu tímabili undanfarna tvo áratugi. Hrafnhildur Hanna komst upp fyrir þær Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur (3 tímabili) og Pövlu Plaminkovu (1 tímabili) með því að skora þessi tólf mörk í Eyjum í gær. Hrafnhildur Hanna hefur náð öllum nema Ramune Pekarskyte sem skoraði 253 mörk í 25 leikjum tímabilið 2003 til 2004. Ramune var að skora yfir tíu mörk að meðaltali í leik það tímabil. Hrafnhildur Hanna hefur skorað þessi 217 mörk í 23 leikjum sem þýðir að hún hefur skorað 9,4 mörk að meðaltali í leik sem magnað framlag hjá þessari 21 árs gömlu stelpu. Hrafnhildur Hanna varð markadrottning Olís-deildarinnar í fyrra en þá var hún með 159 mörk í 22 leikjum eða 7,2 mörk í leik. Hún hefur því hækkað meðalskor sitt um tvö mörk í leik. Það eru ekki miklar líkur á því að Hrafnhildur Hanna nái markameti Ramune Pekarskyte en til þess þyrfti hún að skora 36 mörk í síðustu þremur leikjum Selfossliðsins sem eru á móti Stjörnunni (heima), HK (úti) og FH (heima). Hrafnhildur Hanna skoraði samtals 27 mörk í fyrri leikjum Selfoss á móti þessum þremur liðum. Hrafnhildur Hanna þarf að skora tólf mörk að meðaltali í leik til að ná meti Ramune sem ætti því að lifa af enn eitt tímabili. Ramune var erlendur leikmaður þegar hún setti metið sitt á sínum tíma og því hefur engin íslensk kona skorað fleiri mörk á einu tímabili en Hrafnhildur Hanna á þessari leiktíð.Flest mörk á einu tímabili í efstu deild kvenna 1995-2016:(Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HSÍ)Ramune Pekarskyte, Haukum 2003-04 - 253 mörkHrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 2015-16 - 217 mörk Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2009-10 - 215 mörk Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2008-09 - 212 mörk Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum 2002-03 - 210 mörk Pavla Plaminkova, ÍBV 2006-07 - 206 mörk Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, FH 2009-10 - 190 mörk Anna Yakova, ÍBV 2003-04 - 185 mörk Vera Lopes, ÍBV 2013-14 - 185 mörk Halla María Helgadóttir, Víkingur 1997-98 - 183 mörk
Olís-deild kvenna Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira