Þögnin langa Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. mars 2016 07:00 Það getur verið gott að þegja. Til dæmis þegar að þér er sótt úr fleiri en einni átt og þú hefur ekki svörin á reiðum höndum. Stundum er hins vegar betra að upplýsa um hluti fyrirfram og svara öllum spurningum. Til dæmis þegar konan þín á kröfur í slitabú fallinna banka og þú situr í ríkisstjórn sem hefur það helsta verkefni að leysa vanda sem tengist þessum bönkum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra stígur fram í fyrsta sinn í þessu blaði í dag og útskýrir hvers vegna hann og eiginkona hans upplýstu ekki um félagið Wintris Inc. en félagið, sem er í eigu konu hans, lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna. „Það var ekki til staðar nein slík formleg skylda, samkvæmt þeim reglum sem við höfum rætt, né heldur siðferðisleg skylda, því siðferðisleg skylda hjá mér sem stjórnmálamanni snýst um skyldur mínar við samfélagið og að hámarka árangur minn fyrir það,“ segir Sigmundur meðal annars í viðtalinu um þá staðreynd að hann greindi ekki frá tilvist félagsins. Ef erlendar eignir eiginkonu forsætisráðherra í Wintris Inc. eru séreignir hennar en ekki hjúskapareignir koma þær ekki til skiptanna í skilnaði. Séu þær séreignir er engin skylda á forsætisráðherra að upplýsa um eignirnar í hagsmunaskráningu. Í prinsippinu á það ekki að skipta máli hvort forsætisráðherrann sé efnaður eða ekki. Hins vegar getur það verið kostur að forsætisráðherrann og maki hans eigi nóg af peningum. Það dregur úr líkum á því að hægt sé að hafa áhrif á ráðherrann og útilokar að hann sé fjárhagslega háður öðrum. Að þessu sögðu er hins vegar mjög skrýtið að forsætisráðherra hafi ekki upplýst um félagið og þá staðreynd að það lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna. Það er erfitt að glöggva sig á hvaða hvatar réðu því að forsætisráðherra ákvað að segja ekkert fyrr. Forsætisráðherra undirritaði ekki innherjayfirlýsingu eins og stýrinefnd og framkvæmdahópur um afnám hafta gerðu því málið var á forræði fjármálaráðherra. Forsætisráðherra átti hins vegar tvo fulltrúa í stýrinefnd og náinn trúnaðarvinur hans var í framkvæmdahópnum. Í þessu sambandi skiptir varla máli þótt forsætisráðherra hafi aldrei beitt sér í þágu annars en íslenskra hagsmuna og niðurstaðan sem náðist er fordæmalaus á heimsvísu, líkt og Lee Buchheit áréttaði. Forsætisráðherra má vera stoltur af mörgu. Hann stóð bjargfast í lappirnar í Icesave-málinu meðan flestir aðrir stjórnmálamenn voru meðvirkir með AGS eða létu Breta og Hollendinga kúga sig til hlýðni. Og Seðlabankinn í tíð Svein Harald Øygard sagði þjóðinni ósatt um áhættuna af Icesave I og hefur aldrei beðist afsökunar á því. Forsætisráðherra tókst líka að keyra í gegn kosningamál um skuldaleiðréttingu þrátt fyrir efasemdir á öllum stigum og mikla andstöðu í þinginu. Hann ætti í raun að geisla af sjálfstrausti alla daga í stað þess að vera viðkvæmur og óöruggur eins og hann virðist svo oft. Það breytir því ekki að það var mjög skrýtið af hans hálfu að halda tilvist Wintris Inc. leyndri fyrir samstarfsfólki sínu í ríkisstjórn og íslensku þjóðinni. Það var óeðlilegt, sama hvernig á málið er litið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun
Það getur verið gott að þegja. Til dæmis þegar að þér er sótt úr fleiri en einni átt og þú hefur ekki svörin á reiðum höndum. Stundum er hins vegar betra að upplýsa um hluti fyrirfram og svara öllum spurningum. Til dæmis þegar konan þín á kröfur í slitabú fallinna banka og þú situr í ríkisstjórn sem hefur það helsta verkefni að leysa vanda sem tengist þessum bönkum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra stígur fram í fyrsta sinn í þessu blaði í dag og útskýrir hvers vegna hann og eiginkona hans upplýstu ekki um félagið Wintris Inc. en félagið, sem er í eigu konu hans, lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna. „Það var ekki til staðar nein slík formleg skylda, samkvæmt þeim reglum sem við höfum rætt, né heldur siðferðisleg skylda, því siðferðisleg skylda hjá mér sem stjórnmálamanni snýst um skyldur mínar við samfélagið og að hámarka árangur minn fyrir það,“ segir Sigmundur meðal annars í viðtalinu um þá staðreynd að hann greindi ekki frá tilvist félagsins. Ef erlendar eignir eiginkonu forsætisráðherra í Wintris Inc. eru séreignir hennar en ekki hjúskapareignir koma þær ekki til skiptanna í skilnaði. Séu þær séreignir er engin skylda á forsætisráðherra að upplýsa um eignirnar í hagsmunaskráningu. Í prinsippinu á það ekki að skipta máli hvort forsætisráðherrann sé efnaður eða ekki. Hins vegar getur það verið kostur að forsætisráðherrann og maki hans eigi nóg af peningum. Það dregur úr líkum á því að hægt sé að hafa áhrif á ráðherrann og útilokar að hann sé fjárhagslega háður öðrum. Að þessu sögðu er hins vegar mjög skrýtið að forsætisráðherra hafi ekki upplýst um félagið og þá staðreynd að það lýsti kröfum í slitabú föllnu bankanna. Það er erfitt að glöggva sig á hvaða hvatar réðu því að forsætisráðherra ákvað að segja ekkert fyrr. Forsætisráðherra undirritaði ekki innherjayfirlýsingu eins og stýrinefnd og framkvæmdahópur um afnám hafta gerðu því málið var á forræði fjármálaráðherra. Forsætisráðherra átti hins vegar tvo fulltrúa í stýrinefnd og náinn trúnaðarvinur hans var í framkvæmdahópnum. Í þessu sambandi skiptir varla máli þótt forsætisráðherra hafi aldrei beitt sér í þágu annars en íslenskra hagsmuna og niðurstaðan sem náðist er fordæmalaus á heimsvísu, líkt og Lee Buchheit áréttaði. Forsætisráðherra má vera stoltur af mörgu. Hann stóð bjargfast í lappirnar í Icesave-málinu meðan flestir aðrir stjórnmálamenn voru meðvirkir með AGS eða létu Breta og Hollendinga kúga sig til hlýðni. Og Seðlabankinn í tíð Svein Harald Øygard sagði þjóðinni ósatt um áhættuna af Icesave I og hefur aldrei beðist afsökunar á því. Forsætisráðherra tókst líka að keyra í gegn kosningamál um skuldaleiðréttingu þrátt fyrir efasemdir á öllum stigum og mikla andstöðu í þinginu. Hann ætti í raun að geisla af sjálfstrausti alla daga í stað þess að vera viðkvæmur og óöruggur eins og hann virðist svo oft. Það breytir því ekki að það var mjög skrýtið af hans hálfu að halda tilvist Wintris Inc. leyndri fyrir samstarfsfólki sínu í ríkisstjórn og íslensku þjóðinni. Það var óeðlilegt, sama hvernig á málið er litið.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun