Fyrirtækin hafa vaxið um 15-20 prósent jón hákon halldórsson skrifar 23. mars 2016 12:00 Þór Sigfússon segir lykilinn að farsælli framtíð að ungt fólk vilji taka þátt í greininni; að hanna og markaðssetja nýjar vörur í sjávarútvegi. Fréttablaðið/Anton brink Sjávarklasinn var stofnaður árið 2011 og er fimm ára gamall. Þór Sigfússon er stofnandi klasans. Hann var þá langt kominn með doktorsnám og hafði tekið eftir því að frumkvöðlar sem voru í sjávarútvegstengdum greinum höfðu oft lítið tengslanet í útlöndum. „Það var öðruvísi í greinum sem við bárum okkur saman við, leikjageiranum og öðrum tæknigeirum. Það var svipuð menntun, svipaður aldur en gerólíkt umhverfi. Þeir voru með minna tengslanet,“ segir Þór. Hann segir að Sjávarklasinn sé rekinn eins og hvert annað fyrirtæki. „Við erum fyrst og fremst að byggja upp tengslanet frumkvöðla, fjárfesta og fyrirtækja. Og þeir sem vilja vera með okkur, þeir kaupa af okkur þjónustu við að vera í þessu tengslaneti og byggja það upp,“ segir Þór og bætir við að nú séu um hundrað fyrirtæki í þessum hópi.„Þetta gengur út á það að við erum í fyrsta lagi að efla þetta tengslanet og síðan erum við hluthafar í litlum fyrirtækjum innan klasans. Og erum þá svona eins og lítið fjárfestingafyrirtæki líka,“ segir Þór. Hann bendir á að Sjávarklasinn hafi jafnframt selt eign sína í tveimur fyrirtækjum en þar á meðal var eign í Codland.Fengu lánað húsnæði hjá Brimi Sjö fyrirtæki áttu aðild að Sjávarklasanum þegar hann var stofnaður. „Við fengum lánað húsnæði hjá Guðmundi Kristjánssyni í Brimi. Og við fengum í upphafi styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að ráða til okkar námsmenn í vinnu um sumarið til að koma hlutum af stað. Þeir eru nokkrir í vinnu hér enn þá og eru gríðarlega mikilvægur partur af þessu teymi okkar,“ segir Þór.Hvað hefur áunnist á þessum fimm árum? „Samkvæmt okkar athugunum hafa fyrirtækin í Húsi sjávarklasans vaxið um allt að fimmtán til tuttugu prósent að meðaltali. Við erum gríðarlega ánægð með það,“ segir Þór. Að auki hafi um tíu fyrirtæki orðið til inni í Klasanum. „Þau eru jafn ólík og fullvinnsla afurða, sala á vörum til skemmtiferðaskipa og sala á þurrkbúnaði til útlanda.“ Þór segir það líka vera fagnaðarefni, þótt það hafi ekki verið markmið í sjálfu sér, að umræða í þjóðfélaginu um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í tengslum við sjávarútveg og hafið hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum á Íslandi. „Það held ég að sé það sem við þurfum. Þegar við sjáum nýja kynslóð koma til okkar og segja: Við viljum fara að læra þetta. Ekki af því að við viljum fara á sjó heldur vegna þess að við viljum fara að markaðssetja nýjar vörur, hanna nýjar vörur og þróa þetta áfram. Ef við náum því ekki þá getum við farið að pakka saman. Við verðum að fá nýja kynslóð til að sýna þessu áhuga,“ segir Þór.Hverjir eru hérna, eru þetta stóru sjávarútvegsfyrirtækin eða aðrir? „Þetta hefði aldrei komist á koppinn nema af því að við náðum strax góðu samstarfi við sjö til tíu lykilfyrirtæki í greininni. Þetta voru fyrirtæki eins og Vísir, Þorbjörn, HG og Samherji. Brim Seafood var algjör lykilaðili í upphafi með okkur. Síðan Íslandsbanki, og öflug fyrirtæki eins og Samhentir, Mannvit, Icelandair Cargo, Faxaflóahafnir og fleiri. Þessi hópur hjálpaði okkur að taka fyrstu skrefin,“ segir Þór. Hann segir samt ekki nema tíu sjávarútvegsfyrirtæki vera í samstarfinu. „Og við höfum alltaf byggt á því að vera með þessi fyrirtæki innanborðs, sem við lítum á að séu framúrskarandi í sjávarútvegi og vilji virkilega ná árangri í að byggja upp klasann.“Hvaða verkefni eru fram undan hjá Sjávarklasanum? „Það eru nokkrir þættir. Í fyrsta lagi viljum við leggja áherslu á það að við verðum Silíkondalur sjávarútvegs í heiminum og erum að fara af stað með markaðs- og kynningarefni á erlendum sýningum og víðar með fyrirtækjum okkar til að kynna íslensk fyrirtæki og íslenska þekkingu. Þar munu sameiginleg og sterk skilaboð skipta máli. Í öðru lagi segir Þór að hann vilji byggja upp net húsa í líkingu við Hús sjávarklasans. „Ég ætla ekkert að vera stóryrtur í því og veit ekki hvernig það mun ganga en ég held að svona hús eigi mikið erindi úti í heimi. Og það er gríðarlegur áhugi. Við erum búin að sinna ráðgjöf í nokkrum fylkjum í Bandaríkjunum þar sem áhugi er á því að byggja upp samstarf og klasa; í Alaska, Maine, Louisiana,“ segir Þór. Hann telur að með því að byggja upp net húsa væru aukin tækifæri til þess að ryðja leið fyrir frumkvöðlana inn á markaðinn. „Ég vil að Hús sjávarklasans og neðri hæðin, þegar hún er komin í gagnið, verði tákn um það hvað sé að gera með nýsköpun í sjávarútvegi. Sérstaklega með tegundir sem við þekkjum; hvítfiskinn og uppsjávarfiskinn,“ segir Þór.Myndirðu segja að áhuginn erlendis frá kæmi aðallega frá Bandaríkjunum? „Áhuginn hefur líka vaknað mjög víða í Evrópu en ég held að áhugi sendiherranna beggja, þeirra Robs Barber og Geirs Haarde, hafi skipt sköpum varðandi áhugann í Bandaríkjunum. Og það hefur sett ákveðinn kraft í það og tengingarnar þangað,“ segir Þór. Hann segir að Íslendingar eigi mikla samleið með Bandaríkjunum. „Við erum það litlir að þeim finnst gaman að sjá hvernig svona smáþjóð getur náð svona góðum árangri,“ segir Þór. „Að mörgu leyti skilji þeir ekki hvernig við getum náð svona miklum árangri svona lítil. Okkar athuganir benda til þess að þjóðirnar í kringum okkur séu að ná um 50 prósenta nýtingu á fiskinum hingað til á meðan við erum í 70-85 prósentum. Þannig að það er himinn og haf þarna á milli,“ segir Þór.Mörg verkefni fram undan „Við erum með lista yfir sjötíu frumkvöðlafyrirtæki sem eru í mjög fjölbreyttri starfsemi. Það er mjög gaman að sjá ný fyrirtæki verða til í tækninni – tækni í vinnslubúnaði um borð í skipum. Við sjáum líftæknifyrirtæki mörg verða mjög öflug,“ segir Þór. Þar nefnir hann fyrirtækið Lipid sem vinnur að framleiðslu lyfja úr lýsi, Kerecis og Zymetech sem er nýselt til Svíþjóðar. Hann nefnir líka fyrirtæki sem vinnur prótein eins og Iceprótein. „Það sem mér finnst líka áhugavert er að núna er að verða meiri skilningur á tækifærum í öllum matvælageiranum og hvernig tengingar þurfa að verða milli þeirra,“ segir hann. Þór segir að í öllum þessum greinum hafi stofnanir eins og Matís leikið stórt hlutverk. Hlutverk Sjávarklasans sé svo að taka við þessum aðilum og hjálpa þeim að verða að fyrirtækjum og tengjast fjárfestum. „Við ætlum ekkert að verða sérfræðingar í sjávarlíffræði. Við ætlum hins vegar að vera í hinu, stofna fyrirtækin, sem er ekki hlutverk hins opinbera.“Sjávarútvegurinn er ekki lengur mest gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þjóðarinnar. Heldurðu að ykkar starf muni skipta sköpum við að ná þeirri stöðu aftur? „Það skiptir auðvitað engu máli hver er númer eitt í röðinni ef allir þokast í rétta átt. Og kannski er þetta bara ágætt fyrir sjávarútveginn. Það sem vakti mikla athygli mína þegar ég byrjaði með klasann og fór yfir umfjöllun um sjávarútveg á Íslandi og bar hana saman við umfjöllun á Írlandi, í Noregi og í nokkrum löndum, var að ég áttaði mig á, að því verri sem afkoma sjávarútvegarins var, því betri var umfjöllunin,“ segir Þór. Hann segir þó að oft virðist sem aðilar í sjávarútvegi séu búnir að ákveða að fólk sé ekki hrifið af atvinnugreininni og telji að hún mæti tortryggni. „En þegar við byrjuðum að kynna frumkvöðlana og nýjungarnar og starf allra þessara fyrirtækja, þá fundum við fyrir allt öðru. Við fundum fyrir miklum áhuga,“ segir ÞórMarkmiðið að hámarka nýtingu Þór bendir á að eitt af markmiðunum sem nú sé unnið að innan greinarinnar sé að hámarka nýtingu fisksins. Þar sé meðal annars verið að þróa heilsuvörur og jafnvel lyf. Hann er sannfærður um að þetta muni gerast í auknum mæli og það muni auka tekjumöguleika greinarinnar. „Ég er hins vegar alls ekki á því að það muni endilega verða útgerðirnar sjálfar sem muni gera það þó þær muni spila hlutverk. Útgerðirnar eru góðar í allt öðru. Þær eiga ekkert endilega að segjast ætla að verða lyfjafyrirtæki. Það vantar nýja kynslóð sem stígur inn og tekur við þessum afurðum og þróar þær áfram,“ segir Þór. Þetta sé eitt af því sem starfsemi Sjávarklasans snúist um. „En það góða er að við erum ekki einir um það. Þetta var löngu byrjað áður en við stofnuðum Klasann,“ segir Þór.Þú sættir rannsókn sérstaks saksóknara vegna Sjóvármálsins í fimm og hálft ár og sú rannsókn var í gangi þegar þú settir þetta á laggirnar. Hafði það áhrif? „Auðvitað hafði það áhrif. En sem betur fer voru nokkrir traustir einstaklingar í öflugum og framsýnum fyrirtækjum sem voru tilbúnir að koma með mér í þessa vegferð. Ég átti nokkra erfiðari fundi með öðrum sem ég mun aldrei gleyma. En ég er ekkert að erfa það við nokkurn mann. Það eru bjartir tímar fram undan hér,“ segir Þór. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sjávarklasinn var stofnaður árið 2011 og er fimm ára gamall. Þór Sigfússon er stofnandi klasans. Hann var þá langt kominn með doktorsnám og hafði tekið eftir því að frumkvöðlar sem voru í sjávarútvegstengdum greinum höfðu oft lítið tengslanet í útlöndum. „Það var öðruvísi í greinum sem við bárum okkur saman við, leikjageiranum og öðrum tæknigeirum. Það var svipuð menntun, svipaður aldur en gerólíkt umhverfi. Þeir voru með minna tengslanet,“ segir Þór. Hann segir að Sjávarklasinn sé rekinn eins og hvert annað fyrirtæki. „Við erum fyrst og fremst að byggja upp tengslanet frumkvöðla, fjárfesta og fyrirtækja. Og þeir sem vilja vera með okkur, þeir kaupa af okkur þjónustu við að vera í þessu tengslaneti og byggja það upp,“ segir Þór og bætir við að nú séu um hundrað fyrirtæki í þessum hópi.„Þetta gengur út á það að við erum í fyrsta lagi að efla þetta tengslanet og síðan erum við hluthafar í litlum fyrirtækjum innan klasans. Og erum þá svona eins og lítið fjárfestingafyrirtæki líka,“ segir Þór. Hann bendir á að Sjávarklasinn hafi jafnframt selt eign sína í tveimur fyrirtækjum en þar á meðal var eign í Codland.Fengu lánað húsnæði hjá Brimi Sjö fyrirtæki áttu aðild að Sjávarklasanum þegar hann var stofnaður. „Við fengum lánað húsnæði hjá Guðmundi Kristjánssyni í Brimi. Og við fengum í upphafi styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að ráða til okkar námsmenn í vinnu um sumarið til að koma hlutum af stað. Þeir eru nokkrir í vinnu hér enn þá og eru gríðarlega mikilvægur partur af þessu teymi okkar,“ segir Þór.Hvað hefur áunnist á þessum fimm árum? „Samkvæmt okkar athugunum hafa fyrirtækin í Húsi sjávarklasans vaxið um allt að fimmtán til tuttugu prósent að meðaltali. Við erum gríðarlega ánægð með það,“ segir Þór. Að auki hafi um tíu fyrirtæki orðið til inni í Klasanum. „Þau eru jafn ólík og fullvinnsla afurða, sala á vörum til skemmtiferðaskipa og sala á þurrkbúnaði til útlanda.“ Þór segir það líka vera fagnaðarefni, þótt það hafi ekki verið markmið í sjálfu sér, að umræða í þjóðfélaginu um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í tengslum við sjávarútveg og hafið hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum á Íslandi. „Það held ég að sé það sem við þurfum. Þegar við sjáum nýja kynslóð koma til okkar og segja: Við viljum fara að læra þetta. Ekki af því að við viljum fara á sjó heldur vegna þess að við viljum fara að markaðssetja nýjar vörur, hanna nýjar vörur og þróa þetta áfram. Ef við náum því ekki þá getum við farið að pakka saman. Við verðum að fá nýja kynslóð til að sýna þessu áhuga,“ segir Þór.Hverjir eru hérna, eru þetta stóru sjávarútvegsfyrirtækin eða aðrir? „Þetta hefði aldrei komist á koppinn nema af því að við náðum strax góðu samstarfi við sjö til tíu lykilfyrirtæki í greininni. Þetta voru fyrirtæki eins og Vísir, Þorbjörn, HG og Samherji. Brim Seafood var algjör lykilaðili í upphafi með okkur. Síðan Íslandsbanki, og öflug fyrirtæki eins og Samhentir, Mannvit, Icelandair Cargo, Faxaflóahafnir og fleiri. Þessi hópur hjálpaði okkur að taka fyrstu skrefin,“ segir Þór. Hann segir samt ekki nema tíu sjávarútvegsfyrirtæki vera í samstarfinu. „Og við höfum alltaf byggt á því að vera með þessi fyrirtæki innanborðs, sem við lítum á að séu framúrskarandi í sjávarútvegi og vilji virkilega ná árangri í að byggja upp klasann.“Hvaða verkefni eru fram undan hjá Sjávarklasanum? „Það eru nokkrir þættir. Í fyrsta lagi viljum við leggja áherslu á það að við verðum Silíkondalur sjávarútvegs í heiminum og erum að fara af stað með markaðs- og kynningarefni á erlendum sýningum og víðar með fyrirtækjum okkar til að kynna íslensk fyrirtæki og íslenska þekkingu. Þar munu sameiginleg og sterk skilaboð skipta máli. Í öðru lagi segir Þór að hann vilji byggja upp net húsa í líkingu við Hús sjávarklasans. „Ég ætla ekkert að vera stóryrtur í því og veit ekki hvernig það mun ganga en ég held að svona hús eigi mikið erindi úti í heimi. Og það er gríðarlegur áhugi. Við erum búin að sinna ráðgjöf í nokkrum fylkjum í Bandaríkjunum þar sem áhugi er á því að byggja upp samstarf og klasa; í Alaska, Maine, Louisiana,“ segir Þór. Hann telur að með því að byggja upp net húsa væru aukin tækifæri til þess að ryðja leið fyrir frumkvöðlana inn á markaðinn. „Ég vil að Hús sjávarklasans og neðri hæðin, þegar hún er komin í gagnið, verði tákn um það hvað sé að gera með nýsköpun í sjávarútvegi. Sérstaklega með tegundir sem við þekkjum; hvítfiskinn og uppsjávarfiskinn,“ segir Þór.Myndirðu segja að áhuginn erlendis frá kæmi aðallega frá Bandaríkjunum? „Áhuginn hefur líka vaknað mjög víða í Evrópu en ég held að áhugi sendiherranna beggja, þeirra Robs Barber og Geirs Haarde, hafi skipt sköpum varðandi áhugann í Bandaríkjunum. Og það hefur sett ákveðinn kraft í það og tengingarnar þangað,“ segir Þór. Hann segir að Íslendingar eigi mikla samleið með Bandaríkjunum. „Við erum það litlir að þeim finnst gaman að sjá hvernig svona smáþjóð getur náð svona góðum árangri,“ segir Þór. „Að mörgu leyti skilji þeir ekki hvernig við getum náð svona miklum árangri svona lítil. Okkar athuganir benda til þess að þjóðirnar í kringum okkur séu að ná um 50 prósenta nýtingu á fiskinum hingað til á meðan við erum í 70-85 prósentum. Þannig að það er himinn og haf þarna á milli,“ segir Þór.Mörg verkefni fram undan „Við erum með lista yfir sjötíu frumkvöðlafyrirtæki sem eru í mjög fjölbreyttri starfsemi. Það er mjög gaman að sjá ný fyrirtæki verða til í tækninni – tækni í vinnslubúnaði um borð í skipum. Við sjáum líftæknifyrirtæki mörg verða mjög öflug,“ segir Þór. Þar nefnir hann fyrirtækið Lipid sem vinnur að framleiðslu lyfja úr lýsi, Kerecis og Zymetech sem er nýselt til Svíþjóðar. Hann nefnir líka fyrirtæki sem vinnur prótein eins og Iceprótein. „Það sem mér finnst líka áhugavert er að núna er að verða meiri skilningur á tækifærum í öllum matvælageiranum og hvernig tengingar þurfa að verða milli þeirra,“ segir hann. Þór segir að í öllum þessum greinum hafi stofnanir eins og Matís leikið stórt hlutverk. Hlutverk Sjávarklasans sé svo að taka við þessum aðilum og hjálpa þeim að verða að fyrirtækjum og tengjast fjárfestum. „Við ætlum ekkert að verða sérfræðingar í sjávarlíffræði. Við ætlum hins vegar að vera í hinu, stofna fyrirtækin, sem er ekki hlutverk hins opinbera.“Sjávarútvegurinn er ekki lengur mest gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þjóðarinnar. Heldurðu að ykkar starf muni skipta sköpum við að ná þeirri stöðu aftur? „Það skiptir auðvitað engu máli hver er númer eitt í röðinni ef allir þokast í rétta átt. Og kannski er þetta bara ágætt fyrir sjávarútveginn. Það sem vakti mikla athygli mína þegar ég byrjaði með klasann og fór yfir umfjöllun um sjávarútveg á Íslandi og bar hana saman við umfjöllun á Írlandi, í Noregi og í nokkrum löndum, var að ég áttaði mig á, að því verri sem afkoma sjávarútvegarins var, því betri var umfjöllunin,“ segir Þór. Hann segir þó að oft virðist sem aðilar í sjávarútvegi séu búnir að ákveða að fólk sé ekki hrifið af atvinnugreininni og telji að hún mæti tortryggni. „En þegar við byrjuðum að kynna frumkvöðlana og nýjungarnar og starf allra þessara fyrirtækja, þá fundum við fyrir allt öðru. Við fundum fyrir miklum áhuga,“ segir ÞórMarkmiðið að hámarka nýtingu Þór bendir á að eitt af markmiðunum sem nú sé unnið að innan greinarinnar sé að hámarka nýtingu fisksins. Þar sé meðal annars verið að þróa heilsuvörur og jafnvel lyf. Hann er sannfærður um að þetta muni gerast í auknum mæli og það muni auka tekjumöguleika greinarinnar. „Ég er hins vegar alls ekki á því að það muni endilega verða útgerðirnar sjálfar sem muni gera það þó þær muni spila hlutverk. Útgerðirnar eru góðar í allt öðru. Þær eiga ekkert endilega að segjast ætla að verða lyfjafyrirtæki. Það vantar nýja kynslóð sem stígur inn og tekur við þessum afurðum og þróar þær áfram,“ segir Þór. Þetta sé eitt af því sem starfsemi Sjávarklasans snúist um. „En það góða er að við erum ekki einir um það. Þetta var löngu byrjað áður en við stofnuðum Klasann,“ segir Þór.Þú sættir rannsókn sérstaks saksóknara vegna Sjóvármálsins í fimm og hálft ár og sú rannsókn var í gangi þegar þú settir þetta á laggirnar. Hafði það áhrif? „Auðvitað hafði það áhrif. En sem betur fer voru nokkrir traustir einstaklingar í öflugum og framsýnum fyrirtækjum sem voru tilbúnir að koma með mér í þessa vegferð. Ég átti nokkra erfiðari fundi með öðrum sem ég mun aldrei gleyma. En ég er ekkert að erfa það við nokkurn mann. Það eru bjartir tímar fram undan hér,“ segir Þór.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira