Rihanna er um þessar mundir á tónleikaferð um heiminn og er hún að fylgja eftir nýrri plötu sinni, ANTI.
Jay var staddur alveg við sviðið þegar hún rétti honum hljóðnemann í miðjum flutningi á laginu FourFiveSeconds.
Hann var ekki lengi að átta sig og tók við. Það sem kom stórkostlega á óvart var að maðurinn syngur alveg eins og engill og var henni mjög brugðið þegar hún heyrði röddina. Hún leyfði því honum að taka aðra línu í laginu og salurinn gjörsamlega trylltist.
Hér að neðan má sjá myndbönd frá atvikinu og einnig fallegan flutning frá Terah Jay af laginu I´m gonna find Another you.
they both snatched me LAWD pic.twitter.com/U0ECKnW6Z6
— pose bitch (@classifiedhoe) March 20, 2016