Lífið

Quarashi endurtekur leikinn í dalnum

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Hér má sjá upprunalega meðlimi sveitarinnar, þá Höskuld, Ómar, Sölva og Steinar.
Hér má sjá upprunalega meðlimi sveitarinnar, þá Höskuld, Ómar, Sölva og Steinar.
Rappsveitin Quarashi mun troða upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár.

Sveitin átti eftirminnilega endurkomu á hátíðinni árið 2014 og endurtekur nú leikinn en á sviðinu verða upprunalegir meðlimir sveitarinnar, þeir Sölvi Blöndal, Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted og Ómar Hauksson, auk þess sem Egill Thorarensen, gjarnan kallaður Tiny, mun einnig stíga á svið en hann gekk til liðs við Quarashi þegar Höskuldur yfirgaf sveitina árið 2002.

Sveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 1996 og gaf út fimm breiðskífur á ferlinum og naut mikillar velgengni erlendis um og upp úr árinu 2000. „Við erum gríðarlega ánægð með að geta boðið upp á Quarashi á Þjóðhátíð 2016,“ segir Hörður Óli Grettisson sem á sæti í Þjóðhátíðarnefndinni.

Sjálfur er hann aðdáandi sveitarinnar og segir tónleika Quarashi í dalnum árið 2014 hafa verið með eftirminnilegustu atriðum hátíðarinnar frá upphafi og því hafi það kitlað skipuleggjendur að endurtaka leikinn. „Þá, sem voru þarna árið 2014, langar örugglega að upplifa þessa stemningu sem var í dalnum aftur og þeir sem voru á staðnum held ég að sleppi ekki þessu tækifæri.“

Í ár koma fram Emmsjé Gauti, Agent Fresco, Úlfur Úlfur, Retro Stefson, GKR, Herra Hnetusmjör, Sturla Atlas og Júníus Meyvant, auk þess sem Sverrir Bergmann, Friðrik Dór og hljómsveitin Albatross sem Halldór Gunnar Pálsson stýrir munu flytja Þjóðhátíðarlagið í ár. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.