Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 77-91 | KR komið í 2-0 Stefán Árni Pálsson í Mustad-Höllinni í Grindavík skrifar 20. mars 2016 21:30 Jóhann Árni Ólafsson í baráttunni við Helga Má Magnússon. vísir/ernir KR er komið í 2-0, í einvíginu gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla en liðið bar sigur úr býtum gegn þeim gulu í Röstinni, 91-77, í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn nokkuð vel og var allt annað sjá til liðsins alveg frá fyrstu mínútu. Þeir náðu hverju frákastinu á fætur öðru og fengu oft á tíðum nokkur tækifæri í hverri sókn. Þetta skilaði þeim ágætum árangri en KR-ingar leiddu samt með sex stigum, 19-13, eftir fyrsta leikhlutann. Það var samt annað að sjá til heimamanna en frá því á fimmtudagskvöldið. Í upphafi annars leikhluta hrukku KR-ingar í gírinn og keyrðu upp hraðan. Það leið ekki langur tíma þar til munurinn var kominn upp í tíu stig, 19-29, og var Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, í miklu stuði í fjórðungnum. Grindvíkingar hleyptu KR-ingum ekki of langt í burtu frá sér í fyrri hálfleiknum og var staðan 43-33 eftir tuttugu mínútna leik. Grindvíkingar sýndu í það minnsta gríðarlega baráttu í fyrri hálfleiknum og var leikurinn alveg opinn fyrir þann síðari. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu fljótlega 14 stig forskoti, 52-38. Sóknar leikur Grindvíkinga var vandræðalegur og það sama má segja um varnarleikinn. KR-ingar virtust geta skorað að vild og bara þegar þeim hentaði. KR-ingar juku bara við forskot sitt og var staðan 66-44 fyrir gestina þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum. Þá var leikurinn í raun búinn. Í fjórða leikhlutanum náðu Grindvíkingar nokkuð fínu áhlaupi og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 76-69 fyrir KR. Þorleifur Ólafsson skaut Grindavík aftur inn í leikinn og var hann að hitta virkilega vel á tíma. Leikmenn liðsins byrjuðu að berjast aftur eins og ljón og það skilaði sér. Þegar um tvær mínútur voru eftir var staðan 77-82 og leikurinn allt í einu orðinn æsispennandi. KR-ingar voru aftur á móti sterkari á parketinu undir lok leiksins og höfðu betri taugar. Liðið vann að lokum góðan sigur, 91-77, og er liðið komið í 2-0 í einvíginu.Grindavík-KR77-91 (13-19, 20-24, 20-26, 24-22)Grindavík: Þorleifur Ólafsson 20, Charles Wayne Garcia Jr. 19/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 11/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10/8 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/10 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3.KR: Michael Craion 26/7 fráköst, Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Helgi Már Magnússon 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Pavel Ermolinskij 10/11 fráköst/10 stoðsendingar/3 varin skot, Snorri Hrafnkelsson 4, Björn Kristjánsson 4/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 1/4 fráköst. Pavel: Við klárum þetta í næsta leik„Við erum bara komnir í lykilstöðu í þessu einvígi, þetta er nokkuð einföld stærðfræði,“ segir Pavel Ermolinskij, eftir sigurinn í kvöld. „Það var rosalega mikilvægt að vinna þennan leik og þetta er bara spurning um að halda áfram fyrir okkur. Við erum búnir að vera mjög svipaðir í þessum fyrstu tveimur leikjum, hörku varnarleikur og skynsamir í sókninni.“ Pavel segir að Grindvíkingar hafi verið sterkari í kvöld en í síðasta leik. „Ef við höldum þessu áfram, og hittum ekki á einhvern skelfilegan dag, þá eigum við að klára þetta í næsta leik.“ Það kom Pavel ekki á óvart að þeir hafi minnkað muninn undir lokin. „Þetta lið er alltaf með stórskotaskyttur og það breytist aldrei. Það kom manni ekki á óvart að þeir komi til baka. Maður áttu alltaf von á því og urðum ekkert sérstaklega stressaðir.“ Finnur Freyr: Heilt yfir flott frammistaða„Heilt yfir var þetta bara flott frammistaða,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn. „Við náðum að byggja upp fínt forskot í fyrri hálfleiknum og juku við það í upphafi síðari hálfleiksins. Við gáfum þeim færi til að komast inn í leikinn undir lokin og Grindavík þáði það með þökum og gerðu það vel.“ Finnur segir það vera eðlilegt að menn detta stundum aðeins niður á hælana. „Það er samt fúlt að vera komnir með góða forystu og missa það niður í fimm stig. Það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða saman.“ Hann segir að fyrri 35 mínúturnar í leiknum hafi skilað þessum sigri hjá KR. „Við förum í alla leiki til að vinna og við ætlum að klára þetta einvígi á miðvikudaginn.“ Jóhann: Get ekki verið annað en sáttur með mína menn „Við hittum bara ekki nægilega vel í kvöld. KR-ingar voru með yfir 50% nýtingu,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Við erum rétt að slefa í 30% nýtingu. Þarna liggur leikurinn. Þeir setja opin skot, við ekki. Ég get samt ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn hérna í kvöld. Það var kraftur í okkur á báðum endum.“ Jóhann segir að einbeitingaskortur hafi orðið liðinu að falli. „Ef við hefðum haldið skipulagi og verið alltaf á tánum þá hefði þetta kannski farið öðruvísi. Ef maður er ekki einbeittur þá setja KR-ingar bara 12-15 stig í andlitið á þér.“ Þjálfarinn segir að nú taki liðið bara einn leik í einu og sjái síðan til hvað það skili þeim. Þorleifur: Þetta er ekkert búið„Skotin voru að detta hjá mér í kvöld,“ segir Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn, en hann gerði tuttugu stig í kvöld. Nokkuð umdeilt atvik átti sér stað þegar rúmlega ein mínúta var eftir af leiknum þegar Þorleifur fékk dæmda á sig villu en vildi fá dæmdan ruðning á leikmann KR. „Þetta var algjör ruðningur og við vorum þarna í miklum séns að komast inn í leikinn. Það munaði aðeins fimm stigum á liðunum og leikurinn galopinn. Við töpum samt ekkert leiknum á þessu atviki, en ég vona að dómararnir skoði þetta.“ Þorleifur segir að liðið hafi farið út úr sínum leikskipulagi og þess vegna hafi KR náð 22 stiga forskoti í leiknum. „Þetta einvígið er ekkert búið og við ætlum okkur að vinna KR í næsta leik. Það er enginn pressa á okkur og hefur ekki verið allt einvígið.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
KR er komið í 2-0, í einvíginu gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla en liðið bar sigur úr býtum gegn þeim gulu í Röstinni, 91-77, í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn nokkuð vel og var allt annað sjá til liðsins alveg frá fyrstu mínútu. Þeir náðu hverju frákastinu á fætur öðru og fengu oft á tíðum nokkur tækifæri í hverri sókn. Þetta skilaði þeim ágætum árangri en KR-ingar leiddu samt með sex stigum, 19-13, eftir fyrsta leikhlutann. Það var samt annað að sjá til heimamanna en frá því á fimmtudagskvöldið. Í upphafi annars leikhluta hrukku KR-ingar í gírinn og keyrðu upp hraðan. Það leið ekki langur tíma þar til munurinn var kominn upp í tíu stig, 19-29, og var Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, í miklu stuði í fjórðungnum. Grindvíkingar hleyptu KR-ingum ekki of langt í burtu frá sér í fyrri hálfleiknum og var staðan 43-33 eftir tuttugu mínútna leik. Grindvíkingar sýndu í það minnsta gríðarlega baráttu í fyrri hálfleiknum og var leikurinn alveg opinn fyrir þann síðari. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu fljótlega 14 stig forskoti, 52-38. Sóknar leikur Grindvíkinga var vandræðalegur og það sama má segja um varnarleikinn. KR-ingar virtust geta skorað að vild og bara þegar þeim hentaði. KR-ingar juku bara við forskot sitt og var staðan 66-44 fyrir gestina þegar lítið var eftir af þriðja leikhlutanum. Þá var leikurinn í raun búinn. Í fjórða leikhlutanum náðu Grindvíkingar nokkuð fínu áhlaupi og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 76-69 fyrir KR. Þorleifur Ólafsson skaut Grindavík aftur inn í leikinn og var hann að hitta virkilega vel á tíma. Leikmenn liðsins byrjuðu að berjast aftur eins og ljón og það skilaði sér. Þegar um tvær mínútur voru eftir var staðan 77-82 og leikurinn allt í einu orðinn æsispennandi. KR-ingar voru aftur á móti sterkari á parketinu undir lok leiksins og höfðu betri taugar. Liðið vann að lokum góðan sigur, 91-77, og er liðið komið í 2-0 í einvíginu.Grindavík-KR77-91 (13-19, 20-24, 20-26, 24-22)Grindavík: Þorleifur Ólafsson 20, Charles Wayne Garcia Jr. 19/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 11/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10/8 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/10 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3.KR: Michael Craion 26/7 fráköst, Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Helgi Már Magnússon 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Pavel Ermolinskij 10/11 fráköst/10 stoðsendingar/3 varin skot, Snorri Hrafnkelsson 4, Björn Kristjánsson 4/5 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 1/4 fráköst. Pavel: Við klárum þetta í næsta leik„Við erum bara komnir í lykilstöðu í þessu einvígi, þetta er nokkuð einföld stærðfræði,“ segir Pavel Ermolinskij, eftir sigurinn í kvöld. „Það var rosalega mikilvægt að vinna þennan leik og þetta er bara spurning um að halda áfram fyrir okkur. Við erum búnir að vera mjög svipaðir í þessum fyrstu tveimur leikjum, hörku varnarleikur og skynsamir í sókninni.“ Pavel segir að Grindvíkingar hafi verið sterkari í kvöld en í síðasta leik. „Ef við höldum þessu áfram, og hittum ekki á einhvern skelfilegan dag, þá eigum við að klára þetta í næsta leik.“ Það kom Pavel ekki á óvart að þeir hafi minnkað muninn undir lokin. „Þetta lið er alltaf með stórskotaskyttur og það breytist aldrei. Það kom manni ekki á óvart að þeir komi til baka. Maður áttu alltaf von á því og urðum ekkert sérstaklega stressaðir.“ Finnur Freyr: Heilt yfir flott frammistaða„Heilt yfir var þetta bara flott frammistaða,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn. „Við náðum að byggja upp fínt forskot í fyrri hálfleiknum og juku við það í upphafi síðari hálfleiksins. Við gáfum þeim færi til að komast inn í leikinn undir lokin og Grindavík þáði það með þökum og gerðu það vel.“ Finnur segir það vera eðlilegt að menn detta stundum aðeins niður á hælana. „Það er samt fúlt að vera komnir með góða forystu og missa það niður í fimm stig. Það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða saman.“ Hann segir að fyrri 35 mínúturnar í leiknum hafi skilað þessum sigri hjá KR. „Við förum í alla leiki til að vinna og við ætlum að klára þetta einvígi á miðvikudaginn.“ Jóhann: Get ekki verið annað en sáttur með mína menn „Við hittum bara ekki nægilega vel í kvöld. KR-ingar voru með yfir 50% nýtingu,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Við erum rétt að slefa í 30% nýtingu. Þarna liggur leikurinn. Þeir setja opin skot, við ekki. Ég get samt ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn hérna í kvöld. Það var kraftur í okkur á báðum endum.“ Jóhann segir að einbeitingaskortur hafi orðið liðinu að falli. „Ef við hefðum haldið skipulagi og verið alltaf á tánum þá hefði þetta kannski farið öðruvísi. Ef maður er ekki einbeittur þá setja KR-ingar bara 12-15 stig í andlitið á þér.“ Þjálfarinn segir að nú taki liðið bara einn leik í einu og sjái síðan til hvað það skili þeim. Þorleifur: Þetta er ekkert búið„Skotin voru að detta hjá mér í kvöld,“ segir Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir leikinn, en hann gerði tuttugu stig í kvöld. Nokkuð umdeilt atvik átti sér stað þegar rúmlega ein mínúta var eftir af leiknum þegar Þorleifur fékk dæmda á sig villu en vildi fá dæmdan ruðning á leikmann KR. „Þetta var algjör ruðningur og við vorum þarna í miklum séns að komast inn í leikinn. Það munaði aðeins fimm stigum á liðunum og leikurinn galopinn. Við töpum samt ekkert leiknum á þessu atviki, en ég vona að dómararnir skoði þetta.“ Þorleifur segir að liðið hafi farið út úr sínum leikskipulagi og þess vegna hafi KR náð 22 stiga forskoti í leiknum. „Þetta einvígið er ekkert búið og við ætlum okkur að vinna KR í næsta leik. Það er enginn pressa á okkur og hefur ekki verið allt einvígið.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira