Viðskipti innlent

Guðbrandur ráðinn til Heimavalla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbrandur Sigurðsson.
Guðbrandur Sigurðsson.
Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri leigufélagsins Heimavalla og mun hann hefja störf föstudaginn 1. apríl 2016.

Guðbrandur var nú síðast framkvæmdastjóri hjá PwC á Íslandi frá árinu 2013. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Plastprents frá 2010-2012, samhliða því að reka félag sitt Nýland, sem stofnað var árið 2008 og sinnir útflutningsverkefnum og ráðgjöf.

Guðbrandur var einnig forstjóri Mjólkursamsölunnar árin 2005-2008 og framkvæmdastjóri ÚA á Akureyri, síðar Brims, á árunum 1996-2004.

Heimavellir hafa auglýst leiguíbúðir sínar fyrir einstaklinga og fjölskyldur til langtímaleigu á hinum almenna markaði. Félagið á fasteignir víðsvegar um landið, á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum og heilu fjölbýlishúsin í Borgarnesi, á Akranesi, Selfossi og Þorlákshöfn. Heimavellir byggja á gömlum grunni, en félagið myndaðist úr sameiningum nokkurra smærri fasteignafélaga samhliða hlutafjáraukningu. Hluti af uppruna félagsins kom út frá kaupum af Íbúðalánasjóði en félagið hefur einnig verið að kaupa á markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×