Flóknar og stórar spurningar um orsök og afleiðingu 31. mars 2016 11:00 Bjartmar Þórðarson leikstjóri verksins Djúp spor sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld. Fréttablaðið/Pjetur Slys af völdum ölvunaraksturs marka oftar en ekki djúp spor í líf þeirra sem fyrir verður sem og gerenda og allra aðstandenda. En í kvöld verður frumsýnt í Tjarnarbíói íslenska heimildarleikritið Djúp spor eftir þau Jennýju Láru Arnórsdóttur og Jóel Sæmundsson en þau fara jafnframt með hlutverkin í sýningunni sem er í leikstjórn Bjartmars Þórðarsonar. Ævilangar afleiðingar Bjartmar segir að Jenný Lára og Jóel hafi einkum unnið verkið upp úr viðtölum við fólk sem tengist raunverulegum málum þar sem einhver hefur látið lífið af völdum ölvunaraksturs. „Þau leitast við að vinna þetta frá öllum hliðum. Frá stöðu gerenda sem aðstandenda þeirra sem létu lífið. Það voru áveðin mál sem þau horfðu til í grunninn. Bæði banaslyss sem varð fyrir ekki svo löngu og svo viðtals við ungan mann sem hafði orðið manneskju að bana en hið síðarnefnda er eldra mál. Þessi gerandi hafði aldrei jafnað sig á afleiðingum þess að vera valdur að banaslysi með ölvunarakstri og var stöðugt að reyna að vinna í þessu og að takast á við að hafa orðið valdur að þessu. Þetta er í senn spennandi viðfangsefni og þarft samfélagslegt málefni til þess að skoða á leiksviði. Markmiðið var líka að taka ekki afstöðu heldur að skoða afleiðingar svona atburða frá fleiri en einni hlið. Því þó svo að það sé vissulega einn ákveðinn gerandi í slíkum málum þá hefur þetta áhrif á svo mörgum stöðum og svo víða.“ Látleysi umfram drama Bjartmar segir að fyrir hann sem leikhúsmann þá sé óneitanlega öðruvísi að vinna með þessa heimildarnálgun en að njóta alfarið þess frelsis sem er að finna í skáldskapnum. „Þetta er í raun allt öðruvísi. Maður einhvern veginn vinnur öðruvísi með eitthvað sem er byggt alfarið á sannleika. Maður vill til að mynda leyfa því sem er komið beint upp úr viðtölum og veruleika fólks að njóta sín án þess að vera að leika sér mikið með það á sviðinu. Ég kýs að nálgast þetta efni af meira látleysi í þessu tilviki að minnsta kosti. Það að hluti textans sé tekinn beint upp úr viðtölum gefur textanum ákveðna dínamík sem gerir það að verkum að maður gætir þess að vera ekki að hlaða ofan á það sem þar er að finna heldur leyfir textanum að tala sínu máli á þeim köflum.“ Samfélagsleg venja Mál af þessu tagi eru oftar en ekki hlaðin tilfinningaþunga en Bjartmar segir að þau hafi leitast við að taka ekki afstöðu í viðkomandi málum. „Við höfum markvisst reynt að gera það ekki, að minnsta kosti ekki þannig að maður sé predikandi um það hverjir séu vont fólk og hverjir ekki. Það sem við erum líka talsvert að skoða í þessari sýningu er að oft á tíðum er um að ræða fólk sem hefur gengið inn í einhvers konar samfélagssáttmála um að þetta sé í lagi. Að ölvunarakstur sé normið. Oft snýst þetta um einstaklinga sem eru búnir að fá sér nokkra en ákveða samt að setjast undir stýri enda búnir að sjá fjölmarga gera slíkt hið sama án afleiðinga. Síðan verður allt í einu atvik sem hefur gríðarlegar afleiðingar í för með sér og við erum líka svolítið að skoða hvernig fólk skellir skuldinni alfarið á einn geranda fremur en að horfa til hinnar viðteknu venju samfélagsins. Hluti af sökinni liggur líka þar, í þessu samfélagslega normi. Deila gerandinn og samþykki annarra í raun sökinni í málum sem þessum? Þetta er meðal þess sem við erum að skoða en þetta eru flóknar og stórar spurningar um orsök og afleiðingu.“ Líka skáldskapur Bjartmar bendir á að í sýningunni sé farin sú leið að vinna með eina sögu til grundvallar. „Við vinnum með sögu pars sem er að hittast að nýju fimm árum eftir að sér átti stað atburður sem breytti lífi þeirra. Við fáum að kynnast þeim í endurliti en þau eiga ákveðið uppgjör þegar þau hittast þarna að nýju og þar erum við að treysta á ákveðin þemu úr viðtölum en það er líka skáldskapur í bland. Þannig að þetta er ekki hundrað prósent heimildarleikhús en unnið út frá því formi engu að síður. Uppbyggingin er brotakennd en að baki henni liggur lína, þannig að þetta er svona eins og gengur og gerist í lífinu.“ Jóel Sæmundsson og Jenný Lára Arnórsdóttir eru bæði höfundar verksins og leikendur. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Slys af völdum ölvunaraksturs marka oftar en ekki djúp spor í líf þeirra sem fyrir verður sem og gerenda og allra aðstandenda. En í kvöld verður frumsýnt í Tjarnarbíói íslenska heimildarleikritið Djúp spor eftir þau Jennýju Láru Arnórsdóttur og Jóel Sæmundsson en þau fara jafnframt með hlutverkin í sýningunni sem er í leikstjórn Bjartmars Þórðarsonar. Ævilangar afleiðingar Bjartmar segir að Jenný Lára og Jóel hafi einkum unnið verkið upp úr viðtölum við fólk sem tengist raunverulegum málum þar sem einhver hefur látið lífið af völdum ölvunaraksturs. „Þau leitast við að vinna þetta frá öllum hliðum. Frá stöðu gerenda sem aðstandenda þeirra sem létu lífið. Það voru áveðin mál sem þau horfðu til í grunninn. Bæði banaslyss sem varð fyrir ekki svo löngu og svo viðtals við ungan mann sem hafði orðið manneskju að bana en hið síðarnefnda er eldra mál. Þessi gerandi hafði aldrei jafnað sig á afleiðingum þess að vera valdur að banaslysi með ölvunarakstri og var stöðugt að reyna að vinna í þessu og að takast á við að hafa orðið valdur að þessu. Þetta er í senn spennandi viðfangsefni og þarft samfélagslegt málefni til þess að skoða á leiksviði. Markmiðið var líka að taka ekki afstöðu heldur að skoða afleiðingar svona atburða frá fleiri en einni hlið. Því þó svo að það sé vissulega einn ákveðinn gerandi í slíkum málum þá hefur þetta áhrif á svo mörgum stöðum og svo víða.“ Látleysi umfram drama Bjartmar segir að fyrir hann sem leikhúsmann þá sé óneitanlega öðruvísi að vinna með þessa heimildarnálgun en að njóta alfarið þess frelsis sem er að finna í skáldskapnum. „Þetta er í raun allt öðruvísi. Maður einhvern veginn vinnur öðruvísi með eitthvað sem er byggt alfarið á sannleika. Maður vill til að mynda leyfa því sem er komið beint upp úr viðtölum og veruleika fólks að njóta sín án þess að vera að leika sér mikið með það á sviðinu. Ég kýs að nálgast þetta efni af meira látleysi í þessu tilviki að minnsta kosti. Það að hluti textans sé tekinn beint upp úr viðtölum gefur textanum ákveðna dínamík sem gerir það að verkum að maður gætir þess að vera ekki að hlaða ofan á það sem þar er að finna heldur leyfir textanum að tala sínu máli á þeim köflum.“ Samfélagsleg venja Mál af þessu tagi eru oftar en ekki hlaðin tilfinningaþunga en Bjartmar segir að þau hafi leitast við að taka ekki afstöðu í viðkomandi málum. „Við höfum markvisst reynt að gera það ekki, að minnsta kosti ekki þannig að maður sé predikandi um það hverjir séu vont fólk og hverjir ekki. Það sem við erum líka talsvert að skoða í þessari sýningu er að oft á tíðum er um að ræða fólk sem hefur gengið inn í einhvers konar samfélagssáttmála um að þetta sé í lagi. Að ölvunarakstur sé normið. Oft snýst þetta um einstaklinga sem eru búnir að fá sér nokkra en ákveða samt að setjast undir stýri enda búnir að sjá fjölmarga gera slíkt hið sama án afleiðinga. Síðan verður allt í einu atvik sem hefur gríðarlegar afleiðingar í för með sér og við erum líka svolítið að skoða hvernig fólk skellir skuldinni alfarið á einn geranda fremur en að horfa til hinnar viðteknu venju samfélagsins. Hluti af sökinni liggur líka þar, í þessu samfélagslega normi. Deila gerandinn og samþykki annarra í raun sökinni í málum sem þessum? Þetta er meðal þess sem við erum að skoða en þetta eru flóknar og stórar spurningar um orsök og afleiðingu.“ Líka skáldskapur Bjartmar bendir á að í sýningunni sé farin sú leið að vinna með eina sögu til grundvallar. „Við vinnum með sögu pars sem er að hittast að nýju fimm árum eftir að sér átti stað atburður sem breytti lífi þeirra. Við fáum að kynnast þeim í endurliti en þau eiga ákveðið uppgjör þegar þau hittast þarna að nýju og þar erum við að treysta á ákveðin þemu úr viðtölum en það er líka skáldskapur í bland. Þannig að þetta er ekki hundrað prósent heimildarleikhús en unnið út frá því formi engu að síður. Uppbyggingin er brotakennd en að baki henni liggur lína, þannig að þetta er svona eins og gengur og gerist í lífinu.“ Jóel Sæmundsson og Jenný Lára Arnórsdóttir eru bæði höfundar verksins og leikendur.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira