Körfubolti

Pétur dýrkar að spila með Viðari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson.
Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson.
Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson eru jafnaldrar (fæddir 1996) og æskuvinir en þeir eru báðir byrjunarliðsmenn í liði Tindastóls sem er komið í undanúrslit Domino´s deildar karla í körfubolta.

„Hann er mánuði eldri en ég. Hann á afmæli 3. janúar en ég 20. febrúar. „Ég átti heima fyrir neðan hann og við erum búnir að vera bestu vinir síðan við vorum litlir,“ segir Pétur um félaga sinn sem er loksins að fá verðskuldaða athygli fyrir spilamennsku sína á báðum endum vallarins.

„Það er alltaf tekið meira eftir sókninni en vörninni en núna er hann farinn að gera sig gildandi í sóknarleiknum. Vörnin hefur alltaf verið til staðar en núna er hann farinn að skora, kallinn,“ sagði Pétur sem nýtur þess að spila með vini sínum.

„Ég dýrka að spila með honum. Hann segir kannski ekki mikið á vellinum en hann er baráttuhundur og maður veit að hann skilar alltaf sínu," sagði Pétur.

Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson voru saman með 23,5 stig, 10,3 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×