„Þetta er munurinn á minni selfie og þinni,“ segir Gibson í myndbandi sem hann deilir á Instagram-síðu sinni þar sem hann myndar náttúrufegurðina í Mývatnssveit.
„Ísland er svo ekta, það er ótrúlega fallegt hérna,“ segir Gibson.
Tyrese Gibson, einn af aðalleikurunum í Fast 8, er á leiðinni til landsins. Þetta staðfestir hann á Instagram-reikningi sínum.
Upptökur fara þessa dagana fram í Mývatnssveit.
Segist vera eina stjarna myndarinnar sem sé væntanlegur til Íslands.
Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira.
Það gekk mikið á við tökur á Fast 8
1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því.
Upptökur Fast 8 fara fram í Mývatnssveit þessa dagana en einnig verður tekið upp á Akranesi. Nýtt myndband hefur skotið upp kollinum á samskiptamiðlinum Instagram en þar má sjá svakalegan bílaflota keyra á Mývatni og má heyra byssuhvelli í myndbandinu.