Körfubolti

Tindastóll staðfestir að Gurley sé farinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Anthony Gurley hefur spilað sinn síðasta leik með Tindastóli eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi. Það er staðfest í tilkynningu Tindastóls sem Feykir.is birtir.

Gurley var fenginn sem hrein viðbót við lið Tindastóls fyrr í vetur en liðið hafði áður samið við miðherjann Myron Dempsey.

Áætlunin var að þeir myndu skipta með sér mínútum enda liðum aðeins heimilt að tefla fram einum erlendi leikmanni í einu. En Gurley var samkvæmt heimildum Vísis orðinn ósáttur við hlutverk sitt.

Sjá einnig: Gurley á förum frá Stólunum

Gurley lék í tæpar fimm mínútur í sigri Tindastóls á Haukum á miðvikudag en hafði fram að því spilað í 15-20 mínútur hvern leik. Í alls tólf leikjum skoraði hann að meðaltali 12,8 stig í leik.

„Eftir langt og gott spjall formanns körfuknattleiksdeildar og Anthony töldu báðir aðilar að það væri félaginu fyrir bestu að Anthony myndi hætta að leika fyrir félagið. Vill stjórnin koma fram sýnu besta þakklæti til Anthony og um leið óska honum alls hið besta um komandi framtíð,“ segir í tilkynningu Tindastóls.

Haukar og Tindastóll eigast við á Ásvöllum klukkan 17.00 á morgun en staðan í rimmunni er 1-1.


Tengdar fréttir

Gurley á förum frá Stólunum

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá er Bandaríkjamaðurinn Anthony Isaiah Gurley á förum frá Tindastóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×