Lífið

Tvífarar dagsins: Björgólfur Thor og Conor McGregor sláandi líkir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkuð líkir.
Nokkuð líkir.
Björgólfur Thor Björgólfsson er eini Íslendingurinn á Forbes listanum yfir ríkustu einstaklingana í heiminum, en hann er í 1121. sæti.

Ein allra stærsta stjarnan í UFC-heiminum í dag er Írinn Conor McGregor sem er í raun að verða ein stærsta íþróttastjarnan í heiminum. Vinsældir hans eru ótrúlegar og þykir hann mjög skemmtilegur karakter og nokkuð litskrúðugur.

Á aðdáendasíðu McGregor á Facebook er honum líkt við Björgólf Thor og þar má sjá skemmtilega mynd sem hefur verið deild af þeim tveimur saman.

Þar er spurt: „Ísland, hver er þessi maður?“

Færsluna má sjá hér að neðan.

Ef lesendur Lífsins vita um fleiri skemmtileg dæmi um tvífara mega þeir endilega senda myndir á stefanp@365.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.