Reynir vissi ekki að hann ætti félag á Tortóla Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. apríl 2016 18:30 Landsbankinn er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem voru virkastir við að beina viðskiptavinum á aflandsreikninga. Stofnandi Creditinfo sem var viðskiptavinur Landsbankans í Lúxemborg segir að hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en áratug síðar að hann ætti félag á Tortóla sem Landsbankinn keypti fyrir hann. Í gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca sem Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna hafa undir höndum hafa fundist um 800 aflandsfélög sem tengjast 600 Íslendingum.Í níunda sæti í heimi yfir flest aflandsfélög Landsbankinn í Lúxemborg er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem höfðu milligöngu um stofnun flestra aflandsfélaga fyrir viðskiptavini sína en bankinn kom að stofnun 404 slíkra félaga fyrir viðskiptavini samkvæmt samantekt Wall Street Journal. Það eru nær eingöngu alþjóðlegir stórbankar fyrir ofan Landsbankann á þessum lista. Reynir Grétarsson stofnandi og forstjóri Creditinfo Group er á meðal þeirra sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg árið 2006 og áttaði sig ekki á því fyrr en áratug síðar að hann hefði verið skráður fyrir aflandsfélagi á Tortóla. Hann vissi af tilvist félagsins en ekki að skráningu þess hefði verið hagað með þessum hætti enda taldi hann að félagið væri skráð í Lúxemborg. Þess skal getið að félagið hefur nú verið lagt niður. „Ég var reyndar bara einu sinni í viðskiptum við þennan banka og það var vegna níu milljóna króna fjárfestingu í nokkra mánuði á árinu 2006. Bankinn vildi halda utan um þetta í einhvers konar félagi, væntanlega til að geta tekið til sín verkefnið ef illa gengi. Svo hætti ég í þessu verkefni nokkrum mánuðum síðar á sama ári. Svo þegar þessi umræða kom upp núna þá fór ég að skoða þetta félag. Þá sé ég að þetta er skráð á Tortóla á Bresku-Jómfrúreyjum,“ segir Reynir. Hann segist hafa gefið sér að um væri að ræða félag í Lúxemborg enda kom ekkert fram um Jómfrúreyjar á neinum skjölum.Í sömu stöðu og Bjarni Ben Reynir er því í sömu stöðu og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sem hefur sagt að hann hafi ekki vitað að félagið Falson & Co., sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði fyrir viðskiptafélaga hans um kaup á fasteign í Dubai, hafi verið skráð á Seychelles-eyjum. „Ég allavega trúi því sem Bjarni segir um að hann hafi ekki áttað sig á þessu. Ég er lögfræðingur eins og hann og þokkalega upplýstur um fyrirtækjarekstur. Það hvarflaði ekkert að manni að fara að skoða hvað bankinn væri að gera í þessu,“ segir Reynir. Hann segist telja að mjög margir fyrrverandi viðskiptavinir Landsbankans í Lúxemborg séu í sömu sporum. Seychelleseyjar Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Landsbankinn er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem voru virkastir við að beina viðskiptavinum á aflandsreikninga. Stofnandi Creditinfo sem var viðskiptavinur Landsbankans í Lúxemborg segir að hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en áratug síðar að hann ætti félag á Tortóla sem Landsbankinn keypti fyrir hann. Í gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca sem Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna hafa undir höndum hafa fundist um 800 aflandsfélög sem tengjast 600 Íslendingum.Í níunda sæti í heimi yfir flest aflandsfélög Landsbankinn í Lúxemborg er í níunda sæti í heiminum yfir þá banka sem höfðu milligöngu um stofnun flestra aflandsfélaga fyrir viðskiptavini sína en bankinn kom að stofnun 404 slíkra félaga fyrir viðskiptavini samkvæmt samantekt Wall Street Journal. Það eru nær eingöngu alþjóðlegir stórbankar fyrir ofan Landsbankann á þessum lista. Reynir Grétarsson stofnandi og forstjóri Creditinfo Group er á meðal þeirra sem voru í viðskiptum við Landsbankann í Lúxemborg árið 2006 og áttaði sig ekki á því fyrr en áratug síðar að hann hefði verið skráður fyrir aflandsfélagi á Tortóla. Hann vissi af tilvist félagsins en ekki að skráningu þess hefði verið hagað með þessum hætti enda taldi hann að félagið væri skráð í Lúxemborg. Þess skal getið að félagið hefur nú verið lagt niður. „Ég var reyndar bara einu sinni í viðskiptum við þennan banka og það var vegna níu milljóna króna fjárfestingu í nokkra mánuði á árinu 2006. Bankinn vildi halda utan um þetta í einhvers konar félagi, væntanlega til að geta tekið til sín verkefnið ef illa gengi. Svo hætti ég í þessu verkefni nokkrum mánuðum síðar á sama ári. Svo þegar þessi umræða kom upp núna þá fór ég að skoða þetta félag. Þá sé ég að þetta er skráð á Tortóla á Bresku-Jómfrúreyjum,“ segir Reynir. Hann segist hafa gefið sér að um væri að ræða félag í Lúxemborg enda kom ekkert fram um Jómfrúreyjar á neinum skjölum.Í sömu stöðu og Bjarni Ben Reynir er því í sömu stöðu og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sem hefur sagt að hann hafi ekki vitað að félagið Falson & Co., sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði fyrir viðskiptafélaga hans um kaup á fasteign í Dubai, hafi verið skráð á Seychelles-eyjum. „Ég allavega trúi því sem Bjarni segir um að hann hafi ekki áttað sig á þessu. Ég er lögfræðingur eins og hann og þokkalega upplýstur um fyrirtækjarekstur. Það hvarflaði ekkert að manni að fara að skoða hvað bankinn væri að gera í þessu,“ segir Reynir. Hann segist telja að mjög margir fyrrverandi viðskiptavinir Landsbankans í Lúxemborg séu í sömu sporum.
Seychelleseyjar Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira