Handbolti

Halldór Stefán næsti þjálfari Volda í Noregi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Stefán Haraldsson.
Halldór Stefán Haraldsson. Vísir/Valli
Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari Fylkis í Olís-deild kvenna, verður næsti þjálfari norska kvennaliðsins Volda samkvæmt frétt í norska miðlunum smp.no.

Fylkiskonur hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni undir stjórn Halldórs Stefáns en liðið spilar lokaleik sinn í deildarkeppninni í kvöld.

„Halldór mun heimsækja okkur um helgina og skoða aðstæður. Við höfum fengið góð meðmæli með honum þótt að hann sé bara 26 ára," sagði Arild Bakke, stjórnarformaður Volda Handball.

Volda Handball átti skelfilegt tímabil en liðið hefur aðeins unnið 1 af 21 deildarleik og er þegar fallið í C-deildina. Halldór Stefán mun sjá síðasta leik liðsins á tímabilinu sem er á móti Gjerpen um helgina.

Halldóri Stefáni er ætlað að byggja upp nýtt lið hjá Volda.Halldór Stefán verður ekki fyrsti íslenski þjálfarinn hjá félaginu því Alfreð Örn Finnsson þjálfaði liðið frá 2010 til 2014 og landi hans Kristinn Guðmundsson þjálfaði Volda frá 2013 til 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×