Körfubolti

Skotstíllinn sem hefur heillað Bandaríkin | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chantel Osashor er orðin körfuboltastjarna í Bandaríkjunum.
Chantel Osashor er orðin körfuboltastjarna í Bandaríkjunum. Vísir/Getty
Chantel Osahor, leikmaður Washington-háskólans, hefur heillað marga vestanhafs með óvenjulegum skotstíl sínum utan þriggja stiga línunnar.

Osahor spilar sem miðherji en það eru þó ekki fráköstin eða frammistaðan undir körfunni sem hafa vakið athygli, heldur frábær skotnýting hennar utan þriggja stiga línunnar.

Osahor býr yfir afar óvenjulegum skotstíl en ólíkt langflestum öðrum körfuboltamönnum heldur hún fótum sínum á gólfinu þegar hún tekur skotin sín - stökkskot [e. jump shot] án stökksins.

„Mér finnst þetta fallegt skot,“ segir hún. „Og þó svo að ég stökkvi ekki þýðir það ekki að ég sé ekki í góðu formi.“

Chantel Osahor and the amazing set-shot three-pointer

Hello, America! We're so pleased you've become enamored with Chantel Osahor and her amazing set-shot three-pointers.We thought you might like to see that she's been doing this all season long for Washington Huskies Athletics, because she's simply spectacular. #WFinalFour #BackThePac

Posted by Pac-12 Conference on Friday, April 1, 2016
Washington fór alla leið í undanúrslit NCAA-úrslitakeppninnar í fyrsta sinn í sögu skólans í ár og var Osashor þar í lykilhlutverki. Hún skoraði nítján stig, tók sautján fráköst og gaf fimm stoðsendingar í sigri liðsins á Kentucky í 16-liða úrslitunum og fylgdi því eftir með 24 stigum og 18 fráköstum í sigri Washington á Stanford í 8-liða úrslitunum.

Velgengni liðsins þýðir að skotstíll Osashor komst í fréttir um öll Bandaríkin en það kom henni nokkuð á óvart.

„Þetta er það sem ég hef verið að gera síðan ég byrjaði að spila körfubolta. Og það er nokkuð svalt að það sé byrjað að vekja svona mikla athygli.“

Hér fyrir neðan má sjá úttekt ESPN Sport Science á skotstíl Osashor en þar kemur meðal annars fram að hún er jafn fljót og Steph Curry, besta skytta NBA-deildarinnar, að sleppa boltanum í skotunum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×