Lífið

Google Translate sneri á Edward Snowden

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lekamálið er það umfangsmesta nokkru sinni. Snowden er sjálfur í útlegð frá Bandaríkjunum vegna umfangsmikils leka.
Lekamálið er það umfangsmesta nokkru sinni. Snowden er sjálfur í útlegð frá Bandaríkjunum vegna umfangsmikils leka. Vísir/Getty
Einn frægasti uppljóstrari allra tíma fór aðeins fram úr sér í kvöld þegar hann dreifði út þeim óstaðfestu fréttum á Twitter að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, væri búinn að segja af sér.

Hann fjarlægði tístið nokkru síðar þegar honum bárust ábendingar um að þýðingaforritið Google Translate hefði brugðið fæti fyrir hann.

Tístið sem Snowden fjarlægði.
Jóhanna Sigurðardóttir, sem gegndi stöðu forsætisráðherra á undan Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, kallar eftir því að Sigmundur Davíð segi af sér og ríkisstjórnin fari í heild sinni frá. Orðrétt skrifaði hún á Facebook-síðu sína í kvöld:

„Forsætisráðherra verður strax að segja af sér og ríkisstjórnin öll að fara frá“

Ef þessi orð eru sett inn í Google Translate verður niðurstaðan:

„The Prime Minister will immediately resign and the government all to leave“

Snowden sem er með tæplega tvær milljónir fylgjenda á Twitter dró tístið sitt til baka og gerði í kjölfarið grín að öllu saman.

Snowden hætti hins vegar ekki að velta íslenska forsætisráðherranum fyrir sér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×