Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2016 19:00 Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. Þar með verða báðir sérleyfishóparnir komnir af stað í olíuleitina. Fyrsti olíuleitarleiðangurinn á vegum sérleyfishafa lagði upp á frá Reyðarfirði í byrjun septembermánaðar í fyrra. Þá sigldi rannsóknarskip ásamt aðstoðarskipi í fjögurra vikna leiðangur en tilgangurinn var að leita merkja um olíu á Drekasvæðinu með bergmálsmælingum. Drekasvæðið er djúpt norðaustur af Langanesi, tveir hópar hafa þar sérleyfi til olíuleitar, en leiðangurinn í haust var á vegum hópsins sem kínverska ríkisolíufélagið CNOOC fer fyrir. En nú er hinn hópurinn einnig að fara af stað, hópur undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, en sérleyfi hans er norðar á svæðinu og nær alveg að lögsögumörkunum við Jan Mayen. Norska ríkisolíufélagið Petoro er fjórðungshluthafi í báðum leyfum en íslenskir aðilar, báðir á vegum Eykons Energy, eru einnig meðeigendur. Búist er við að rannsóknarskipið Harrier Explorer, í eigu norska félagsins Seabird Exploration, verði sent á Drekasvæðið fyrri hluta sumars, en Seabird tilkynnti nýlega að það hefði tekið að sér að gera þar tvívíðar bergmálsmælingar. Fram kom í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir að leiðangurinn taki tvær til þrjár vikur og að honum ljúki fyrir lok júnímánaðar. Ithaca var raunar ekki nefnt í tilkynningunni en ljóst má vera að kanadíska félagið er kaupandi rannsóknargagnanna, vegna skuldbindinga sem sérleyfið felur í sér. Sérleyfið, sem íslensk stjórnvöld veittu, felur nefnilega ekki aðeins í sér rétt til að leita að olíu og vinna hana, heldur einnig skyldu til að framkvæma ákveðnar grunnrannsóknir og afhenda íslenskum stjórnvöldum niðurstöðurnar fyrir tilskilin tímamörk, í tilviki Ithaca fyrir næstu áramót. Skuldbindingarnar knýja kanadíska félagið því til standa fyrir mörghundruð milljóna króna leiðangri í sumar til að rannsaka Drekasvæðið. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið var úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. Þar með verða báðir sérleyfishóparnir komnir af stað í olíuleitina. Fyrsti olíuleitarleiðangurinn á vegum sérleyfishafa lagði upp á frá Reyðarfirði í byrjun septembermánaðar í fyrra. Þá sigldi rannsóknarskip ásamt aðstoðarskipi í fjögurra vikna leiðangur en tilgangurinn var að leita merkja um olíu á Drekasvæðinu með bergmálsmælingum. Drekasvæðið er djúpt norðaustur af Langanesi, tveir hópar hafa þar sérleyfi til olíuleitar, en leiðangurinn í haust var á vegum hópsins sem kínverska ríkisolíufélagið CNOOC fer fyrir. En nú er hinn hópurinn einnig að fara af stað, hópur undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, en sérleyfi hans er norðar á svæðinu og nær alveg að lögsögumörkunum við Jan Mayen. Norska ríkisolíufélagið Petoro er fjórðungshluthafi í báðum leyfum en íslenskir aðilar, báðir á vegum Eykons Energy, eru einnig meðeigendur. Búist er við að rannsóknarskipið Harrier Explorer, í eigu norska félagsins Seabird Exploration, verði sent á Drekasvæðið fyrri hluta sumars, en Seabird tilkynnti nýlega að það hefði tekið að sér að gera þar tvívíðar bergmálsmælingar. Fram kom í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir að leiðangurinn taki tvær til þrjár vikur og að honum ljúki fyrir lok júnímánaðar. Ithaca var raunar ekki nefnt í tilkynningunni en ljóst má vera að kanadíska félagið er kaupandi rannsóknargagnanna, vegna skuldbindinga sem sérleyfið felur í sér. Sérleyfið, sem íslensk stjórnvöld veittu, felur nefnilega ekki aðeins í sér rétt til að leita að olíu og vinna hana, heldur einnig skyldu til að framkvæma ákveðnar grunnrannsóknir og afhenda íslenskum stjórnvöldum niðurstöðurnar fyrir tilskilin tímamörk, í tilviki Ithaca fyrir næstu áramót. Skuldbindingarnar knýja kanadíska félagið því til standa fyrir mörghundruð milljóna króna leiðangri í sumar til að rannsaka Drekasvæðið. Fyrstu sérleyfum á Drekasvæðið var úthlutað í Ráðherrabústaðnum fyrir þremur árum.Vísir/Stefán.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15
Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45