Það eina sem hann þurfti að gera var að mæta niður í Skaftahlíð og nudda Rikka G, dagskrástjóra FM957, í fimm mínútur. Þegar Kjartan Atli Kjartansson og Ríkharð byrjuðu að tala um keppnina í útvarpinu í morgun vissu þeir allan tímann að langflestir myndu halda að um 1. aprílgabb væri að ræða.
Svo var aftur á móti ekki og því mætti Davíð Þór í hljóðverið, nuddaði Rikka vel og fór út með tvo flugmiða til Spánar. Hér að neðan má hlusta á hljóðbrot úr þættinum í morgun.