Lífið

Strákarnir í FM95BLÖ verða aftur á Þjóðhátíð og nú hefur bæst við í hópinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stemningin á Þjóðhátíð í Eyjum í fyrra náði hámarki þegar snillingarnir í FM95Blö stigu á svið og gjörsamlega trylltu brekkuna. Það var því mikið forgangsatriði fyrir Þjóðhátíðarnefnd að bóka þá drengi aftur í ár og hefur hún nú gert það.

Auddi, Steindi Jr, Egill Einarsson, Ágúst Bent, Sverrir Bergmann, Friðrik Dór og sérlegur leynigestur mæta aftur á stóra sviðið á Þjóðhátíð í Eyjum. FM95Blö koma fram á laugardagskvöldinu í ár, bæði á kvöldvökunni og á ballinu seinna um kvöldið þannig að allir Þjóðhátíðargestir geti upplifað einstaka stemninguna og sungið hástöfum með þessum mögnuðu skemmtikröftum.

Í tilefni af þessum fréttum þá henti hirðskáld FM95Blö, stórsöngvarinn Sverrir Bergmann, í sérstaka órafmagnaða útgáfu af hinu gríðarlega vinsæla Þjóðhátíðarlagi þeirra félaga - Ég fer á Þjóðhátíð. Hlusta má á lagið hér að ofan. Hér að neðan má sjá síðan sjá þegar þeir gjörsamlega settu Dalinn á hliðina á síðasta ári og einnig tónlistarmyndband sem þeir félagarnir gerðu við lagið í fyrra.

Dagskráin á Þjóðhátíð í Eyjum hefur aldrei verið glæsilegri og nú þegar er búið að tilkynna Quarashi, Emmsjé Gauta, Agent Fresco, Úlf Úlf, Retro Stefson, Sturla Atlas, GKR, Herra Hnetusmjör, Júníus Meyvant ásamt því að Sverrir Bergmann, Friðrik Dór og hljómsveitin Albatross sem Halldór Gunnar Pálsson stýrir munu flytja Þjóðhátíðarlagið í ár. FM95BLÖ mun hugsanlega gefa út annað þjóðhátíðarlag en það hefur ekki fengist staðfest að svo stöddu.Forsala á Þjóðhátíð er í fullum gangi á dalurinn.is.

FM95BLÖ setti Herjólfsdal á hliðina





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.