Stokkbólginn Logi tekur verkjalyf fyrir leiki: „Reyni að hjálpa eins og ég get“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2016 11:00 Logi Gunnarsson átti stórleik fyrir Njarðvík þegar Ljónin komumst áfram eftir sigur í oddaleik gegn Stjörnunni í Ásgarði, 79-75, í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Logi, sem handarbrotnaði fyrir þremur vikum, er með plötu og skrúfur í skothöndinni hægra megin og spilaði stokkbólginn. Hann skoraði ellefu stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en það var varnarleikur hans á Justin Shouse vakti mesta athygli. „Ég tek mikið af verkjalyfjum fyrir leikina sem deyfir aðeins sársaukann en mér fannst stundum erfitt að grípa fasta bolta. Skotið mitt er heldur ekki alveg eins og ég vil hafa það, en ég get spilað vörn. Maður reynir að hjálpa eins og maður getur,“ sagði Logi í settinu hjá Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leikinn. „Ég gerði þetta í samráði við frábæran lækni sem setti plötu og skrúfur í höndina á mér. Illugi Fanndal heitir hann. Hann sagði við mig að menn væru að byrja aftur fimm vikum eftir aðgerð en ég byrjaði eftir þrjár. Það er bara hann greinilega sem er einhver meistari. Hann gaf mér grænt ljós þannig ég ákvað að láta á reyna.“ Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, vildi vita hvernig Logi kæmi inn í þessa leiki vitandi að hann gæti ekki beitt sér að fullu, en þegar Logi er alveg heill er hann einn af lang bestu leikmönnum landsins. „Ég verð 35 ára á þessu ári þannig ég hef ekki sömu orku og alltaf. Þá reynir maður að vera svolítið klár og pælir í hvenær maður á að pressa Justin og hvenær maður á að stoppa,“ sagði Logi. „Teitur var kenna mér að stoppa og anda bara þegar boltinn var stopp en ekki vera alltaf á fleygiferð. Þannig sparaði ég orkuna svolítið.“ „Ég verð að segja að ég hef spilað í ellefu ár í atvinnumennsku á móti mörgum góðum liðum en ég hef aldrei mætt strák eins og Justin sem gefst aldrei upp. Ég verð bara að gefa honum hrós. Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir svona keppnismenn,“ sagði Logi Gunnarsson. Allt viðtalið og brot úr leiknum þar sem Logi fer yfir það sem er að gerast með strákunum í Körfuboltakvöldi má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar Sjá meira
Logi Gunnarsson átti stórleik fyrir Njarðvík þegar Ljónin komumst áfram eftir sigur í oddaleik gegn Stjörnunni í Ásgarði, 79-75, í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Logi, sem handarbrotnaði fyrir þremur vikum, er með plötu og skrúfur í skothöndinni hægra megin og spilaði stokkbólginn. Hann skoraði ellefu stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en það var varnarleikur hans á Justin Shouse vakti mesta athygli. „Ég tek mikið af verkjalyfjum fyrir leikina sem deyfir aðeins sársaukann en mér fannst stundum erfitt að grípa fasta bolta. Skotið mitt er heldur ekki alveg eins og ég vil hafa það, en ég get spilað vörn. Maður reynir að hjálpa eins og maður getur,“ sagði Logi í settinu hjá Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leikinn. „Ég gerði þetta í samráði við frábæran lækni sem setti plötu og skrúfur í höndina á mér. Illugi Fanndal heitir hann. Hann sagði við mig að menn væru að byrja aftur fimm vikum eftir aðgerð en ég byrjaði eftir þrjár. Það er bara hann greinilega sem er einhver meistari. Hann gaf mér grænt ljós þannig ég ákvað að láta á reyna.“ Hermann Hauksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, vildi vita hvernig Logi kæmi inn í þessa leiki vitandi að hann gæti ekki beitt sér að fullu, en þegar Logi er alveg heill er hann einn af lang bestu leikmönnum landsins. „Ég verð 35 ára á þessu ári þannig ég hef ekki sömu orku og alltaf. Þá reynir maður að vera svolítið klár og pælir í hvenær maður á að pressa Justin og hvenær maður á að stoppa,“ sagði Logi. „Teitur var kenna mér að stoppa og anda bara þegar boltinn var stopp en ekki vera alltaf á fleygiferð. Þannig sparaði ég orkuna svolítið.“ „Ég verð að segja að ég hef spilað í ellefu ár í atvinnumennsku á móti mörgum góðum liðum en ég hef aldrei mætt strák eins og Justin sem gefst aldrei upp. Ég verð bara að gefa honum hrós. Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir svona keppnismenn,“ sagði Logi Gunnarsson. Allt viðtalið og brot úr leiknum þar sem Logi fer yfir það sem er að gerast með strákunum í Körfuboltakvöldi má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar Sjá meira
Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“ | Myndband Rögnvaldur Hreiðarsson, dómari, gerði stór mistök á ögurstundu í oddaleiknum í Ásgarði í gærkvöldi. 1. apríl 2016 09:30