Lífið

Jóhann Alfreð reyndist sannspár

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Grínhópurinn Mið-Ísland.
Grínhópurinn Mið-Ísland. mynd/elvar sigurgeirssom
Grínistinn Jóhann Alfreð Kristinsson spáði rétt fyrir um atburðarás forsetakosninganna í uppistandi sínu með Mið-Ísland hópnum í febrúar. Þar sagðist hann fullviss um að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi bjóða sig fram að nýju – þrátt fyrir að Ólafur hafi áður gefið það til kynna að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri.

Jóhann gerði forsetakosningarnar að umtalsefni í uppistandinu og sagði meðal annars að „kallinn kæmi aftur í lok maí.“

Mið-Ísland hópurinn deildi uppistandinu á Facebook-síðu sinni og segir Jóhann Alfreð koma til með að lesa upp lottótölur næsta laugardags og jafnframt tilkynna um úrslit komandi helgar í enska boltanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×