Kvalarsæla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 07:00 Einhvern tímann vorum við afi að ræða hvað það væri móðins að fara út að hlaupa. Þá sagði afi mér að ef einhver hefði hlaupið úti á götu fyrir fimmtíu árum síðan án þess að vera að fara neitt sérstakt, hefði hann verið lokaður inni á Kleppi. Mér varð hugsað til þessa þar sem ég gekk sjálfviljug í ískaldri rigningu í blautum snjó og brjáluðu roki á laugardagsmorgni. Bara af því bara. Ég sá ekki handa minna skil, hvað þá útsýnið. Ég sökk ofan í drulluna. Það minnti mig á hestinn í Never ending story. Sem er fyrsta hryllingsminning mín úr sjónvarpi. Ég finn enn fyrir ísköldum stingnum þegar ég áttaði mig á því að hann myndi raunverulega deyja. Og hvílíkur dauðdagi. Nei, ég meina. Í alvöru talað! Já, ég var í þessum pælingum uppi á fjöllum. Klædd ull og skel og goretex. Eina ánægjan á tímabili var samviskulaust snickers-át. Svo hætti ég að finna fyrir kulda og þreytu. Elti hugsunarlaust næsta rass á undan. Eins og rolla í júlí. Hugsaði ekki um vinnuna. Ekki um börnin. Ekki um sumarfrí. Ekki um reikninga. Þegar ég var komin í sófann minn um kvöldið var allt orðið gott. Heimilið mitt var griðastaður. Nammið í skálinni voru hamingjudropar. Sængin mín var mjúkur faðmur kærleikans. Ég grét eins og smábarn yfir amerískri bíómynd. Skelin var jafn aum og vöðvarnir. Það var akkúrat þarna sem ég ákvað að fara í aðra fjallgöngu. Bara sem allra fyrst. Ég skráði mig í tvær. Þetta er undarleg hegðun. (Svolítið eins og að vera æst í annað barn eftir þrjátíu tíma fæðingu á frumburðinum). Tilfinningin eftir á er bara svo góð. Jafn góð og þegar hesturinn lifnaði við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun
Einhvern tímann vorum við afi að ræða hvað það væri móðins að fara út að hlaupa. Þá sagði afi mér að ef einhver hefði hlaupið úti á götu fyrir fimmtíu árum síðan án þess að vera að fara neitt sérstakt, hefði hann verið lokaður inni á Kleppi. Mér varð hugsað til þessa þar sem ég gekk sjálfviljug í ískaldri rigningu í blautum snjó og brjáluðu roki á laugardagsmorgni. Bara af því bara. Ég sá ekki handa minna skil, hvað þá útsýnið. Ég sökk ofan í drulluna. Það minnti mig á hestinn í Never ending story. Sem er fyrsta hryllingsminning mín úr sjónvarpi. Ég finn enn fyrir ísköldum stingnum þegar ég áttaði mig á því að hann myndi raunverulega deyja. Og hvílíkur dauðdagi. Nei, ég meina. Í alvöru talað! Já, ég var í þessum pælingum uppi á fjöllum. Klædd ull og skel og goretex. Eina ánægjan á tímabili var samviskulaust snickers-át. Svo hætti ég að finna fyrir kulda og þreytu. Elti hugsunarlaust næsta rass á undan. Eins og rolla í júlí. Hugsaði ekki um vinnuna. Ekki um börnin. Ekki um sumarfrí. Ekki um reikninga. Þegar ég var komin í sófann minn um kvöldið var allt orðið gott. Heimilið mitt var griðastaður. Nammið í skálinni voru hamingjudropar. Sængin mín var mjúkur faðmur kærleikans. Ég grét eins og smábarn yfir amerískri bíómynd. Skelin var jafn aum og vöðvarnir. Það var akkúrat þarna sem ég ákvað að fara í aðra fjallgöngu. Bara sem allra fyrst. Ég skráði mig í tvær. Þetta er undarleg hegðun. (Svolítið eins og að vera æst í annað barn eftir þrjátíu tíma fæðingu á frumburðinum). Tilfinningin eftir á er bara svo góð. Jafn góð og þegar hesturinn lifnaði við.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun