Ratchet og Clank snúa aftur Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2016 10:00 Ratchet og Clank mæta óvinum sínum á nokkrum plánetum. Mynd/InsomniacGames Hið geysivinsæla tvíeyki Ratchet og Clank hafa snúið aftur. Þeir félagar þurfa að koma sólkerfinu aftur til bjargar í skemmtilegum ævintýraleik. Nýjasti leikurinn um þá var gefinn út á dögunum en um er að ræða endurgerð á upprunalega Ratchet and Clank frá 2002. Seinna í mánuðinum verður svo gefin út kvikmynd, sem byggir á sama söguþræði og leikurinn. Það er ekki oft sem eldri leikir eru endurgerðir á þennan hátt, en ekki bara uppfærðir og óhætt er að segja að það komi ágætlega út. Ratchet er vélvirki sem dreymir um að ganga til liðs við varðmenn sólkerfisins og ferðast um geiminn. Clank er gallað stríðsvélmenni sem brotlendir á plánetu Ratchet. Saman þurfa þeir svo að koma heiminum til bjargar. Í gegnum ferðalag þeirra félaga safna Rathcet og Clank byssum og græjum sem gera þeim betur kleift að berjast við óvini sína. Vopn leiksins er hægt að betrumbæta og þróa. Það er þó alltaf hægt að grípa til gamla og góða skiptilykilsins til að lumbra á vondu körlunum. Leikurinn er mjög fjölskylduvænn og býður upp á mjög fjölbreytta spilun. Allt frá því að fljúga geimskipi, leysa þrautir, berjast við óvini eða keppa á svifbretti. Hann lítur mjög vel út, talsetning er skemmtileg og samtöl karaktera eru full af bröndurum fyrir bæði börn og fullorðna. Þá geta spilarar safnað ýmsum hlutum eins og sérstökum boltum úr gulli og spilum. Þannig er fólk hvatt til að snúa aftur til plánetna sem búið er að fara yfir til að leysa þrautir sem ekki var hægt að fara í gegnum áður. Allt í allt er um að ræða um 15 klukkustundir af spilun. Nýi Ratchet and Clank ætti ekki að valda gömlum aðdáendum vonbrigðum auk þess að afla fjölda nýrra. Leikurinn er eins og áður segir byggður á upprunalega leiknum, en hann er gerður upp á nýtt frá grunni. Það kemur vel út og lífgar hressilega upp á einn af helstu tölvuleikjakarakterum síðasta áratugar. Samúel Karl Ólason Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Hið geysivinsæla tvíeyki Ratchet og Clank hafa snúið aftur. Þeir félagar þurfa að koma sólkerfinu aftur til bjargar í skemmtilegum ævintýraleik. Nýjasti leikurinn um þá var gefinn út á dögunum en um er að ræða endurgerð á upprunalega Ratchet and Clank frá 2002. Seinna í mánuðinum verður svo gefin út kvikmynd, sem byggir á sama söguþræði og leikurinn. Það er ekki oft sem eldri leikir eru endurgerðir á þennan hátt, en ekki bara uppfærðir og óhætt er að segja að það komi ágætlega út. Ratchet er vélvirki sem dreymir um að ganga til liðs við varðmenn sólkerfisins og ferðast um geiminn. Clank er gallað stríðsvélmenni sem brotlendir á plánetu Ratchet. Saman þurfa þeir svo að koma heiminum til bjargar. Í gegnum ferðalag þeirra félaga safna Rathcet og Clank byssum og græjum sem gera þeim betur kleift að berjast við óvini sína. Vopn leiksins er hægt að betrumbæta og þróa. Það er þó alltaf hægt að grípa til gamla og góða skiptilykilsins til að lumbra á vondu körlunum. Leikurinn er mjög fjölskylduvænn og býður upp á mjög fjölbreytta spilun. Allt frá því að fljúga geimskipi, leysa þrautir, berjast við óvini eða keppa á svifbretti. Hann lítur mjög vel út, talsetning er skemmtileg og samtöl karaktera eru full af bröndurum fyrir bæði börn og fullorðna. Þá geta spilarar safnað ýmsum hlutum eins og sérstökum boltum úr gulli og spilum. Þannig er fólk hvatt til að snúa aftur til plánetna sem búið er að fara yfir til að leysa þrautir sem ekki var hægt að fara í gegnum áður. Allt í allt er um að ræða um 15 klukkustundir af spilun. Nýi Ratchet and Clank ætti ekki að valda gömlum aðdáendum vonbrigðum auk þess að afla fjölda nýrra. Leikurinn er eins og áður segir byggður á upprunalega leiknum, en hann er gerður upp á nýtt frá grunni. Það kemur vel út og lífgar hressilega upp á einn af helstu tölvuleikjakarakterum síðasta áratugar. Samúel Karl Ólason
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira