Nýr tónn Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ítrekaði hugmyndir sínar um auðlindasjóð á ársfundi Landsvirkjunar í gær. Hann kynnti hugmyndina upphaflega á sama vettvangi fyrir ári en skýrði nánari útfærslur og stöðu málsins á fundinum í gær. Í grófum dráttum er um að ræða sjóð sem hluti tekna af orkuauðlindum þjóðarinnar myndi renna í þegar vel árar en hægt væri að nýta fjármunina þegar illa áraði. Nokkurs konar varasjóður. Fyrirmynd norska olíusjóðsins gefur fögur fyrirheit. Bjarni er raunar ekki að finna upp hjólið. Stofnun slíks sjóðs hefur oft verið lögð til af ýmsum nefndum, forseta Íslands, einstökum þingmönnum og mýmörgum fleirum. Í ræðu sinni sagði Bjarni að hann fyndi fyrir breiðum stuðningi á þingi við málið og að hann hefði lagt til að skipaðir verði hópar til að semja lagafrumvarp um sjóðinn. „Þetta er mál sem allir flokkar á Alþingi geta sameinast um og verið stoltir af að leggja grunn að fyrir komandi kynslóðir. Mál sem þetta verður að lifa ríkisstjórnir og byggja á sameiginlegum skilningi á því að hugsað er til langs tíma,“ sagði Bjarni. Í ræðu fjármálaráðherrans kvað almennt við nokkuð breyttan tón. Bjarna var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa til langs tíma þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda, mikilvægi þess að fylgja þeirri umgjörð sem mótuð hefur verið með lögum og byggist á rammaáætlun og mati á umhverfisáhrifum og að ýtarleg umræða fari fram um þessi atriði til að stuðla að víðtækri sátt um skipan þessara mála. Hann sagði tilfinningarök hafa þótt léttvæg í umræðunni, en mikilvægt væri að slíkur hugsanaháttur verði ríkari. Hann sagði menn fara í skotgrafir en að langtímahugsun þurfi að verða mönnum eðlislægari. Þannig vandaði hann um fyrir bæði mönnum í hans eigin herbúðum sem teljast til virkjanasinna, sem og annarra sem flokka sig sem náttúruverndarsinna. Nýting auðlinda og náttúruvernd eru mál sem snerta okkur öll. Löggjöfin um rammaáætlun byggist jú á grunni, þar sem nýtingar- og verndunarkostir eru flokkaðir með faglegum hætti og það ætti ekki að vera stjórnmálanna að skipta sér af því ferli. Auk þess sagði Bjarni að samstaða væri um verndun hálendisins og benti á að aðrir kostir væru í boði til að byggja upp flutningsraforkukerfið en Sprengisandslína, sem komi fyrst til skoðunar. Fréttir af því að auðlindasjóður hafi verið í undirbúningi um nokkurra mánaða skeið, pólitíska samstöðu og frumvarp handan við hornið eru gleðiefni. Slíkur sjóður, sem væri sérstaklega ætlaður til að jafna út sveiflur og styrkja efnahagslega stöðu landsins, er ekki aðeins góð hugmynd heldur nauðsynleg og skynsamleg. Von um frekari samstöðu þegar kemur að álitaefnum tengdum rammaáætlun er einnig gleðileg, sem og yfirlýsingum um að leitað verði allra leiða til að vernda hálendið. Ræða fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins í gær var hvorki stóryrt né hávær. En hún var samt sem áður merkingaþrungin og full fagurra fyrirheita.Greinin birtist fyrst i Fréttablaðinu 15. apríl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ítrekaði hugmyndir sínar um auðlindasjóð á ársfundi Landsvirkjunar í gær. Hann kynnti hugmyndina upphaflega á sama vettvangi fyrir ári en skýrði nánari útfærslur og stöðu málsins á fundinum í gær. Í grófum dráttum er um að ræða sjóð sem hluti tekna af orkuauðlindum þjóðarinnar myndi renna í þegar vel árar en hægt væri að nýta fjármunina þegar illa áraði. Nokkurs konar varasjóður. Fyrirmynd norska olíusjóðsins gefur fögur fyrirheit. Bjarni er raunar ekki að finna upp hjólið. Stofnun slíks sjóðs hefur oft verið lögð til af ýmsum nefndum, forseta Íslands, einstökum þingmönnum og mýmörgum fleirum. Í ræðu sinni sagði Bjarni að hann fyndi fyrir breiðum stuðningi á þingi við málið og að hann hefði lagt til að skipaðir verði hópar til að semja lagafrumvarp um sjóðinn. „Þetta er mál sem allir flokkar á Alþingi geta sameinast um og verið stoltir af að leggja grunn að fyrir komandi kynslóðir. Mál sem þetta verður að lifa ríkisstjórnir og byggja á sameiginlegum skilningi á því að hugsað er til langs tíma,“ sagði Bjarni. Í ræðu fjármálaráðherrans kvað almennt við nokkuð breyttan tón. Bjarna var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa til langs tíma þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda, mikilvægi þess að fylgja þeirri umgjörð sem mótuð hefur verið með lögum og byggist á rammaáætlun og mati á umhverfisáhrifum og að ýtarleg umræða fari fram um þessi atriði til að stuðla að víðtækri sátt um skipan þessara mála. Hann sagði tilfinningarök hafa þótt léttvæg í umræðunni, en mikilvægt væri að slíkur hugsanaháttur verði ríkari. Hann sagði menn fara í skotgrafir en að langtímahugsun þurfi að verða mönnum eðlislægari. Þannig vandaði hann um fyrir bæði mönnum í hans eigin herbúðum sem teljast til virkjanasinna, sem og annarra sem flokka sig sem náttúruverndarsinna. Nýting auðlinda og náttúruvernd eru mál sem snerta okkur öll. Löggjöfin um rammaáætlun byggist jú á grunni, þar sem nýtingar- og verndunarkostir eru flokkaðir með faglegum hætti og það ætti ekki að vera stjórnmálanna að skipta sér af því ferli. Auk þess sagði Bjarni að samstaða væri um verndun hálendisins og benti á að aðrir kostir væru í boði til að byggja upp flutningsraforkukerfið en Sprengisandslína, sem komi fyrst til skoðunar. Fréttir af því að auðlindasjóður hafi verið í undirbúningi um nokkurra mánaða skeið, pólitíska samstöðu og frumvarp handan við hornið eru gleðiefni. Slíkur sjóður, sem væri sérstaklega ætlaður til að jafna út sveiflur og styrkja efnahagslega stöðu landsins, er ekki aðeins góð hugmynd heldur nauðsynleg og skynsamleg. Von um frekari samstöðu þegar kemur að álitaefnum tengdum rammaáætlun er einnig gleðileg, sem og yfirlýsingum um að leitað verði allra leiða til að vernda hálendið. Ræða fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins í gær var hvorki stóryrt né hávær. En hún var samt sem áður merkingaþrungin og full fagurra fyrirheita.Greinin birtist fyrst i Fréttablaðinu 15. apríl
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun