Stjórnmál og ofbeldi Bergur Ebbi skrifar 15. apríl 2016 07:00 Þeir sem stjórna landinu eru ekki ofbeldismenn. Á Íslandi láta menn ekki drepa pólitíska andstæðinga sína eða hóta fjölskyldum þeirra lífláti. Mér finnst ég þurfa að taka þetta fram til að sýna að ég er ekki heiftúðugur. Ég held að við áorkum litlu með því að líkja íslenskum stjórnmálamönnum við Pútín eða Stalín en ég vil samt velta fyrir mér stórum hugtökum í tengslum við það stjórnarfar sem við búum við. Ég vil velta fram spurningu. Er landinu okkar stjórnað með ofbeldi? Þetta er reyndar góð og gild lögspekispurning og stutta svarið er já. Vald ríkisins er tryggt með einkarétti þess á setningu og framfylgd laga. Valdi sem er framfylgt með refsingu. Þetta er skólabókarsvarið og lítið spennandi við það. Spurningin er frekar. Koma stjórnmálamenn á Íslandi fram við þegna sína eins og eigendur þessa valds eða þjónar þess?Hvers vegna þessi harka? Á öllum sviðum samfélagsins höfum við á undanförnum árum þurft að endurskoða hvað við teljum ofbeldi. Fyrir aðeins fáum áratugum taldist það vart nauðgun nema að marblettir sæjust vikum saman og aðeins konur voru þolendur slíkra glæpa. Þannig skilgreindi samfélagið þesskonar ofbeldi. Fyrir aðeins nokkrum áratugum var einelti kallað stríðni, gerendurnir „hrekkjusvín“ og fórnarlömbin voru eiginlega ekki til. Þau voru bara vofurnar sem sigldu í gegnum lífið með lamað sjálfstraust og höfðu þess vegna lítið til málanna að leggja. Í dag getur ofbeldi verið falið í orðum, útilokun eða kerfisbundinni niðurlægingu þó að engir sjáist marblettirnir. Sumir kalla þetta aumingjavæðingu eða tepruskap. Ofbeldi skal skilgreint sem, spörk, stungur og högg. Þannig eru línurnar hreinar, skilin skörp, ákvarðanir skýrar. Þannig er andrúmsloft hörkunnar. Með eða á móti, að duga eða drepast, að stinga eða vera stunginn. Ég held að fáir hugsi svona. Ég held að flestir búi yfir mýkt til að skynja að enginn vill lifa þannig lífi. Því miður er ofbeldi ekki jafn skýrt og klippt hugtak og harkan útheimtir. Það er hægt að beita fólk ofbeldi með orðum, með því að skilja útundan, með því að tala niður til þess. Ég held að í öllum lögum samfélagsins sé byrjað að úthýsa þessari hörku og farið að gefa henni nafn ofbeldis. Nema í stjórnmálum.Kerfisbundin útilokun Í stjórnmálum virðist það dyggðugt að skilja útundan og leyfa ekki þegnunum að fylgjast með. Alla mína ævi hefur fréttaflutningur af stjórnmálum, sem á köflum er æsilegur, snúist um að taka viðtal við kalla sem eru annaðhvort á leiðinni inn á fundi eða nýbúnir á fundum. Og alltaf er viðkvæðið það sama. Föðurlegur vandlætingarsvipur, menn stífir af ánægju yfir því að búa yfir upplýsingum sem aðrir, fjölmiðlar og þegnar landsins, vilja fá. Hver var niðurstaða fundarins? „Það kemur í ljós.” Hvað viltu segja okkur um samstarfið? „Hér hefur margt verið rætt.“ Er ég að aumingjavæða samfélagið ef ég kalla þetta ofbeldisfullt fyrirkomulag? Er ég aktivisti, kommúnisti eða bara ekki nógu gáfaður til að skilja stjórnmál? Eða er ég bara að reyna að finna einhverja leið – einhverja smugu – til að orða á nýjan hátt það sem stjórnmálastéttin virðist ekki skilja. Að í öllum öðrum lögum samfélagsins lætur fólk ekki bjóða sér svona viðmót. Ekki á vinnustöðum, ekki innan fjölskyldna, ekki í skólastofum.Þegar landið var tekið í gíslingu Ég tel að þessi þjóð hafi raunar haft gott af því sem gerðist hér á Íslandi dagana 3. til 5. apríl þegar fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar sýndi okkur hvar lokavígin liggja. Þau liggja nefnilega ekki í regluverkinu. Það voru hvorki lög né stjórnarskrá sem stoppuðu ráðherrann frá því að halda völdum. Á endanum var það bara kjötfjall fréttamanna sem nánast hindraði honum inngöngu í ráðherrabílinn, mannmergðin fyrir utan vinnustaðinn og pressan sem fylgir því að leika einleik gegn meirihluta þjóðar. Það var kjötlykt af þessu – þetta var andrúmsloft aflsmuna, vöðva og ofbeldis. Nú getum við hætt að tipla á tám þegar talað er um valdabaráttuna milli almennings og stjórnvalda. Hún er raunveruleg, hún er áþreifanleg og almenningur er mun vopnaðri en hann hefur áður talið. Og til að gæta sanngirni, þá tel ég að hluta hörkunnar megi rekja til einmitt þess. Almenningur hefur sannarlega skilað skömminni af vondu stjórnarfari þangað sem hún á heima. Stjórnmálamenn eru uppnefndir, úthrópaðir, taldir heimskir, ruglaðir, geðveikir, klikkaðir og asnalegir. Mjúka fólkið er flest horfið úr stjórnmálum– hinir sitja eftir og láta skammirnar dynja á sér. Álagið eykst, svefninn minnkar, ræðurnar verða harðari, árásirnar grimmari. „No comment,“ segja þeir og strunsa á næsta fund og eru svo áfram skammaðir og mímaðir á netinu og sagðir skrítnir í framan, í ljótum fötum, með ömurlegt hár, skegg eða rödd. Þetta er aðferð margra til að takast á við bjargarleysið – vonleysið – sem fylgir því að vera útilokaður. En auðvitað skilar þetta engu nema aukinni hörku.Orrustan vannst, stríð er óþarft Ég veit sjálfur hvernig mitt hjarta slær. Ég tel verulega hallað á hagsmuni almennings í stjórnfari Íslands og mér hefur lengi fundist það. En að þessu sinni, í fyrsta skipti líklega, tel ég ekki þörf á að kenna neinum um það. Mér finnst eins og allir aðilar séu nú búnir að hnykla vöðvana nóg og að það sé kominn tími á að stjórna þessu landi með vitsmunum í stað aflsmuna. Hin leiðin er komin í þrot og stjórnmálamenn ættu líka að vita að ef aflsmunir einir ráða för þá tapa þeir alltaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Þeir sem stjórna landinu eru ekki ofbeldismenn. Á Íslandi láta menn ekki drepa pólitíska andstæðinga sína eða hóta fjölskyldum þeirra lífláti. Mér finnst ég þurfa að taka þetta fram til að sýna að ég er ekki heiftúðugur. Ég held að við áorkum litlu með því að líkja íslenskum stjórnmálamönnum við Pútín eða Stalín en ég vil samt velta fyrir mér stórum hugtökum í tengslum við það stjórnarfar sem við búum við. Ég vil velta fram spurningu. Er landinu okkar stjórnað með ofbeldi? Þetta er reyndar góð og gild lögspekispurning og stutta svarið er já. Vald ríkisins er tryggt með einkarétti þess á setningu og framfylgd laga. Valdi sem er framfylgt með refsingu. Þetta er skólabókarsvarið og lítið spennandi við það. Spurningin er frekar. Koma stjórnmálamenn á Íslandi fram við þegna sína eins og eigendur þessa valds eða þjónar þess?Hvers vegna þessi harka? Á öllum sviðum samfélagsins höfum við á undanförnum árum þurft að endurskoða hvað við teljum ofbeldi. Fyrir aðeins fáum áratugum taldist það vart nauðgun nema að marblettir sæjust vikum saman og aðeins konur voru þolendur slíkra glæpa. Þannig skilgreindi samfélagið þesskonar ofbeldi. Fyrir aðeins nokkrum áratugum var einelti kallað stríðni, gerendurnir „hrekkjusvín“ og fórnarlömbin voru eiginlega ekki til. Þau voru bara vofurnar sem sigldu í gegnum lífið með lamað sjálfstraust og höfðu þess vegna lítið til málanna að leggja. Í dag getur ofbeldi verið falið í orðum, útilokun eða kerfisbundinni niðurlægingu þó að engir sjáist marblettirnir. Sumir kalla þetta aumingjavæðingu eða tepruskap. Ofbeldi skal skilgreint sem, spörk, stungur og högg. Þannig eru línurnar hreinar, skilin skörp, ákvarðanir skýrar. Þannig er andrúmsloft hörkunnar. Með eða á móti, að duga eða drepast, að stinga eða vera stunginn. Ég held að fáir hugsi svona. Ég held að flestir búi yfir mýkt til að skynja að enginn vill lifa þannig lífi. Því miður er ofbeldi ekki jafn skýrt og klippt hugtak og harkan útheimtir. Það er hægt að beita fólk ofbeldi með orðum, með því að skilja útundan, með því að tala niður til þess. Ég held að í öllum lögum samfélagsins sé byrjað að úthýsa þessari hörku og farið að gefa henni nafn ofbeldis. Nema í stjórnmálum.Kerfisbundin útilokun Í stjórnmálum virðist það dyggðugt að skilja útundan og leyfa ekki þegnunum að fylgjast með. Alla mína ævi hefur fréttaflutningur af stjórnmálum, sem á köflum er æsilegur, snúist um að taka viðtal við kalla sem eru annaðhvort á leiðinni inn á fundi eða nýbúnir á fundum. Og alltaf er viðkvæðið það sama. Föðurlegur vandlætingarsvipur, menn stífir af ánægju yfir því að búa yfir upplýsingum sem aðrir, fjölmiðlar og þegnar landsins, vilja fá. Hver var niðurstaða fundarins? „Það kemur í ljós.” Hvað viltu segja okkur um samstarfið? „Hér hefur margt verið rætt.“ Er ég að aumingjavæða samfélagið ef ég kalla þetta ofbeldisfullt fyrirkomulag? Er ég aktivisti, kommúnisti eða bara ekki nógu gáfaður til að skilja stjórnmál? Eða er ég bara að reyna að finna einhverja leið – einhverja smugu – til að orða á nýjan hátt það sem stjórnmálastéttin virðist ekki skilja. Að í öllum öðrum lögum samfélagsins lætur fólk ekki bjóða sér svona viðmót. Ekki á vinnustöðum, ekki innan fjölskyldna, ekki í skólastofum.Þegar landið var tekið í gíslingu Ég tel að þessi þjóð hafi raunar haft gott af því sem gerðist hér á Íslandi dagana 3. til 5. apríl þegar fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar sýndi okkur hvar lokavígin liggja. Þau liggja nefnilega ekki í regluverkinu. Það voru hvorki lög né stjórnarskrá sem stoppuðu ráðherrann frá því að halda völdum. Á endanum var það bara kjötfjall fréttamanna sem nánast hindraði honum inngöngu í ráðherrabílinn, mannmergðin fyrir utan vinnustaðinn og pressan sem fylgir því að leika einleik gegn meirihluta þjóðar. Það var kjötlykt af þessu – þetta var andrúmsloft aflsmuna, vöðva og ofbeldis. Nú getum við hætt að tipla á tám þegar talað er um valdabaráttuna milli almennings og stjórnvalda. Hún er raunveruleg, hún er áþreifanleg og almenningur er mun vopnaðri en hann hefur áður talið. Og til að gæta sanngirni, þá tel ég að hluta hörkunnar megi rekja til einmitt þess. Almenningur hefur sannarlega skilað skömminni af vondu stjórnarfari þangað sem hún á heima. Stjórnmálamenn eru uppnefndir, úthrópaðir, taldir heimskir, ruglaðir, geðveikir, klikkaðir og asnalegir. Mjúka fólkið er flest horfið úr stjórnmálum– hinir sitja eftir og láta skammirnar dynja á sér. Álagið eykst, svefninn minnkar, ræðurnar verða harðari, árásirnar grimmari. „No comment,“ segja þeir og strunsa á næsta fund og eru svo áfram skammaðir og mímaðir á netinu og sagðir skrítnir í framan, í ljótum fötum, með ömurlegt hár, skegg eða rödd. Þetta er aðferð margra til að takast á við bjargarleysið – vonleysið – sem fylgir því að vera útilokaður. En auðvitað skilar þetta engu nema aukinni hörku.Orrustan vannst, stríð er óþarft Ég veit sjálfur hvernig mitt hjarta slær. Ég tel verulega hallað á hagsmuni almennings í stjórnfari Íslands og mér hefur lengi fundist það. En að þessu sinni, í fyrsta skipti líklega, tel ég ekki þörf á að kenna neinum um það. Mér finnst eins og allir aðilar séu nú búnir að hnykla vöðvana nóg og að það sé kominn tími á að stjórna þessu landi með vitsmunum í stað aflsmuna. Hin leiðin er komin í þrot og stjórnmálamenn ættu líka að vita að ef aflsmunir einir ráða för þá tapa þeir alltaf.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun