Glugginn er galopinn Þorvaldur Gylfason skrifar 14. apríl 2016 07:00 Reynslan utan úr heimi bendir til að kreppur séu kjörlendi nýrra stjórnarskráa. Hitt gerist sjaldan að þjóðir komi sér upp nýrri stjórnarskrá af engu sérstöku tilefni, en það getur þó gerzt og hefur gerzt, t.d. í Svíþjóð 1974 og Kanada 1982. Hitt er þó miklu algengara að kreppur eða sambærileg atvik, t.d. byltingar eða stríð, þurfi til að fá menn til að setja sér nýja stjórnarskrá.Skuggi skandalanna Ísland fellur vel að þessari mynd. Bankahrunið 2008 kallaði á uppgjör og þá um leið nýja stjórnarskrá. Alþingi setti málið í farveg sem var í einu og öllu til fyrirmyndar og hefur vakið athygli og aðdáun um allan heim. Þjóðfundurinn 2010 og Stjórnlagaráð 2011 skiluðu öllu sem ætlazt var til af þeim innan settra tímamarka og í friði og spekt. Allir flokkar á þingi studdu ferlið framan af, þ.m.t. Framsóknarflokkurinn sem gerði nýja stjórnarskrá ritaða af kjörnum fulltrúum fólksins beinlínis að skilyrði fyrir stuðningi við minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna 2009. Sjálfstæðisflokkurinn studdi ferlið einnig og átti t.d. frumkvæði á Alþingi að þjóðfundinum. Efnahagsástandið var svo ótryggt að enginn vissi hversu djúp kreppan yrði eða hversu lengi hún myndi vara. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn dró upp neyðaráætlun um hagstjórn í samráði við ríkisstjórnina. Stjórnmálastéttin var í þröngri stöðu, með bakið uppi við vegg. Smám saman kom í ljós að bjargráð AGS studd lánsfé frá Norðurlöndum og Póllandi auk sjóðsins sjálfs myndu skila meiri árangri en menn höfðu þorað að vona í upphafi. Kreppan virtist því ætla að verða grynnri og styttri en menn höfðu óttazt í fyrstu. Skuggi skandalanna sem hrintu Íslandi fram af bjargbrúninni 2008 virtist vera að styttast. Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum sem báru höfuðábyrgð á hruninu, m.a. með spilltri einkavæðingu bankanna 1998-2003, óx því kjarkur á ný. Þeim fannst staðan ekki vera eins þröng og áður. Þetta gerðist í áföngum. Hæstiréttur eða réttar sagt sex dómarar í réttinum, þar af fimm skipaðir af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins, tóku í ársbyrjun 2011 ranga og beinlínis ólöglega ákvörðun um að ógilda stjórnlagaþingskosninguna; sú ákvörðun er eitt grófasta hneykslið í sögu réttarins frá 1920 og þótt víðar væri leitað. Lögleysuna má ráða af því að Öryrkjabandalagið lagði árið eftir fram hliðstæða kæru vegna forsetakjörsins 2012 til að knýja Hæstarétt til að líta í spegil, kæru sem Hæstiréttur vísaði réttilega frá sér á þeim grundvelli að meintir annmarkar hefðu engin áhrif getað haft á úrslitin. Hertir af lögleysu Hæstaréttar snerust þingmenn Sjálfstæðisflokksins nú gegn stjórnarskrármálinu og síðan einnig þingmenn Framsóknarflokksins. Auðmýktin frá því fyrst eftir hrun var nú rokin út í veður og vind. Ef kreppunni slotaði, hlyti nýju stjórnarskrána að daga uppi eftir þeirri reglu að kreppur eru kjörlendi nýrra stjórnarskráa. Glugginn var að lokast, héldu þingmenn núverandi stjórnarflokka. Upp hófst einhver voðalegasta smánarganga þeirra á Alþingi frá öndverðu eins og t.d. Jóhanna Sigurðardóttir fv. forsætisráðherra, og þingmennirnir Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari og Þráinn Bertelsson hafa öll vitnað um opinberlega úr návígi.Sómi Alþingis Kreppunni er ekki lokið. Efnahagslífið hefur að vísu rétt úr kútnum. En hrunið snerist ekki aðeins um efnahagsmál eins og sjá má af því að Hæstiréttur hefur dæmt bankamenn og aðra til fangavistar sem nemur 60 mannárum fyrir afbrot tengd hruninu og eiga mörg mál þó enn eftir að koma til kasta réttarins. Við bætast nú Panama-skjölin sem sýna að fjöldi aflandsfyrirtækja í eigu Íslendinga er 60 sinnum meiri miðað við mannfjölda en fjöldi slíkra fyrirtækja í eigu Norðmanna. Skjölin afhjúpa spillingu og hagsmunaárekstra á æðstu stöðum víða um heim og hafa nú þegar leitt til stjórnarskipta hér heima, en þó aðeins til málamynda enn sem komið er. Af þessari atvikarás má ráða að uppgjöri Íslendinga við hrunið er hvergi nærri lokið. Af þessu má einnig ráða að tilefnið sem hrunið 2008 gaf þjóðinni til að setja sér nýja stjórnarskrá er enn til staðar. Ætla má að nýtt Alþingi sjái í ljósi alls sem á undan er gengið sóma sinn í að staðfesta loksins þjóðarviljann eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána 20. október 2012. Stjórnarskrármálið er efst á stefnuskrá Pírata, langstærsta stjórnmálaflokksins skv. öllum skoðanakönnunum. Nægur er hann orðinn nú þegar skaðinn sem töf gildistöku nýju stjórnarskrárinnar hefur valdið. Glugginn er galopinn.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Reynslan utan úr heimi bendir til að kreppur séu kjörlendi nýrra stjórnarskráa. Hitt gerist sjaldan að þjóðir komi sér upp nýrri stjórnarskrá af engu sérstöku tilefni, en það getur þó gerzt og hefur gerzt, t.d. í Svíþjóð 1974 og Kanada 1982. Hitt er þó miklu algengara að kreppur eða sambærileg atvik, t.d. byltingar eða stríð, þurfi til að fá menn til að setja sér nýja stjórnarskrá.Skuggi skandalanna Ísland fellur vel að þessari mynd. Bankahrunið 2008 kallaði á uppgjör og þá um leið nýja stjórnarskrá. Alþingi setti málið í farveg sem var í einu og öllu til fyrirmyndar og hefur vakið athygli og aðdáun um allan heim. Þjóðfundurinn 2010 og Stjórnlagaráð 2011 skiluðu öllu sem ætlazt var til af þeim innan settra tímamarka og í friði og spekt. Allir flokkar á þingi studdu ferlið framan af, þ.m.t. Framsóknarflokkurinn sem gerði nýja stjórnarskrá ritaða af kjörnum fulltrúum fólksins beinlínis að skilyrði fyrir stuðningi við minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna 2009. Sjálfstæðisflokkurinn studdi ferlið einnig og átti t.d. frumkvæði á Alþingi að þjóðfundinum. Efnahagsástandið var svo ótryggt að enginn vissi hversu djúp kreppan yrði eða hversu lengi hún myndi vara. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn dró upp neyðaráætlun um hagstjórn í samráði við ríkisstjórnina. Stjórnmálastéttin var í þröngri stöðu, með bakið uppi við vegg. Smám saman kom í ljós að bjargráð AGS studd lánsfé frá Norðurlöndum og Póllandi auk sjóðsins sjálfs myndu skila meiri árangri en menn höfðu þorað að vona í upphafi. Kreppan virtist því ætla að verða grynnri og styttri en menn höfðu óttazt í fyrstu. Skuggi skandalanna sem hrintu Íslandi fram af bjargbrúninni 2008 virtist vera að styttast. Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum sem báru höfuðábyrgð á hruninu, m.a. með spilltri einkavæðingu bankanna 1998-2003, óx því kjarkur á ný. Þeim fannst staðan ekki vera eins þröng og áður. Þetta gerðist í áföngum. Hæstiréttur eða réttar sagt sex dómarar í réttinum, þar af fimm skipaðir af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins, tóku í ársbyrjun 2011 ranga og beinlínis ólöglega ákvörðun um að ógilda stjórnlagaþingskosninguna; sú ákvörðun er eitt grófasta hneykslið í sögu réttarins frá 1920 og þótt víðar væri leitað. Lögleysuna má ráða af því að Öryrkjabandalagið lagði árið eftir fram hliðstæða kæru vegna forsetakjörsins 2012 til að knýja Hæstarétt til að líta í spegil, kæru sem Hæstiréttur vísaði réttilega frá sér á þeim grundvelli að meintir annmarkar hefðu engin áhrif getað haft á úrslitin. Hertir af lögleysu Hæstaréttar snerust þingmenn Sjálfstæðisflokksins nú gegn stjórnarskrármálinu og síðan einnig þingmenn Framsóknarflokksins. Auðmýktin frá því fyrst eftir hrun var nú rokin út í veður og vind. Ef kreppunni slotaði, hlyti nýju stjórnarskrána að daga uppi eftir þeirri reglu að kreppur eru kjörlendi nýrra stjórnarskráa. Glugginn var að lokast, héldu þingmenn núverandi stjórnarflokka. Upp hófst einhver voðalegasta smánarganga þeirra á Alþingi frá öndverðu eins og t.d. Jóhanna Sigurðardóttir fv. forsætisráðherra, og þingmennirnir Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari og Þráinn Bertelsson hafa öll vitnað um opinberlega úr návígi.Sómi Alþingis Kreppunni er ekki lokið. Efnahagslífið hefur að vísu rétt úr kútnum. En hrunið snerist ekki aðeins um efnahagsmál eins og sjá má af því að Hæstiréttur hefur dæmt bankamenn og aðra til fangavistar sem nemur 60 mannárum fyrir afbrot tengd hruninu og eiga mörg mál þó enn eftir að koma til kasta réttarins. Við bætast nú Panama-skjölin sem sýna að fjöldi aflandsfyrirtækja í eigu Íslendinga er 60 sinnum meiri miðað við mannfjölda en fjöldi slíkra fyrirtækja í eigu Norðmanna. Skjölin afhjúpa spillingu og hagsmunaárekstra á æðstu stöðum víða um heim og hafa nú þegar leitt til stjórnarskipta hér heima, en þó aðeins til málamynda enn sem komið er. Af þessari atvikarás má ráða að uppgjöri Íslendinga við hrunið er hvergi nærri lokið. Af þessu má einnig ráða að tilefnið sem hrunið 2008 gaf þjóðinni til að setja sér nýja stjórnarskrá er enn til staðar. Ætla má að nýtt Alþingi sjái í ljósi alls sem á undan er gengið sóma sinn í að staðfesta loksins þjóðarviljann eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána 20. október 2012. Stjórnarskrármálið er efst á stefnuskrá Pírata, langstærsta stjórnmálaflokksins skv. öllum skoðanakönnunum. Nægur er hann orðinn nú þegar skaðinn sem töf gildistöku nýju stjórnarskrárinnar hefur valdið. Glugginn er galopinn.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun