Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð Bjarki Ármannsson skrifar 11. apríl 2016 09:13 "Valdamestir á eftir forsætisráðherranum á Íslandi eru einmitt náunginn sem sér um fiskinn, brennivínsráðherra, álfar og hver sem á lopapeysu og er í stjórnmálastuði.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var til umfjöllunar í nýjasta þætti breska háðfuglsins John Oliver, sem reglulega tekur fyrir málefni líðandi stundar á sprenghlægilegan hátt. Sigmundur hefur sem kunnugt er verið í kastljósi fjölmiðla ekki aðeins hér á landi heldur um heim allan í kjölfar þess að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem lýsti yfir rúmlega 500 milljóna kröfu í föllnu bankana. Fór svo að Sigmundur sagði af sér sem forsætisráðherra í síðustu viku. Oliver gerir sér sérstaklega mat úr viðtali sænska fréttamannsins Sven Bergman við Sigmund, sem öðlast hefur heimsfrægð frá því að umfjöllun um Panama-skjölin svokölluðu hófst. Í raun þarf Oliver að gera lítið annað að en að sýna áhorfendum sínum viðtalið til þess að uppskera hlátur. „Holy shit,“ stynur Oliver upp úr sér þegar viðtalið, sem þykir heldur vandræðalegt fyrir Sigmund, hefur verið sýnt. „Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt, eða eins og þeir segja á Íslandi ... bílslys sýnt hægt. En ekki hvað, það eru bílar á Íslandi.“ Oliver sýnir svo frá fjölmennum mótmælum á Austurvelli í vikunni, þar sem matvælum á borð við eggjum og bönunum var grýtt í Alþingishúsið. „Vá, egg og bananar,“ spaugast Oliver. „Þau eru annað hvort brjáluð út í forsætisráðherrann eða vilja koma honum á Paleo-kúrinn.“ Oliver þykir sömuleiðis ekkert lítið fyndið að sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi tekið við af forsætisráðherranum. „Valdamestir á eftir forsætisráðherranum á Íslandi eru einmitt náunginn sem sér um fiskinn, brennivínsráðherra, álfar og hver sem á lopapeysu og er í stjórnmálastuði.“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta. Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði Franskur fréttamaður telur ljóst að ríkisstjórnin ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur. 8. apríl 2016 09:47 Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00 Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands Ríkisráðsfundi lauk rétt fyrir fjögur í dag. 7. apríl 2016 15:50 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var til umfjöllunar í nýjasta þætti breska háðfuglsins John Oliver, sem reglulega tekur fyrir málefni líðandi stundar á sprenghlægilegan hátt. Sigmundur hefur sem kunnugt er verið í kastljósi fjölmiðla ekki aðeins hér á landi heldur um heim allan í kjölfar þess að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem lýsti yfir rúmlega 500 milljóna kröfu í föllnu bankana. Fór svo að Sigmundur sagði af sér sem forsætisráðherra í síðustu viku. Oliver gerir sér sérstaklega mat úr viðtali sænska fréttamannsins Sven Bergman við Sigmund, sem öðlast hefur heimsfrægð frá því að umfjöllun um Panama-skjölin svokölluðu hófst. Í raun þarf Oliver að gera lítið annað að en að sýna áhorfendum sínum viðtalið til þess að uppskera hlátur. „Holy shit,“ stynur Oliver upp úr sér þegar viðtalið, sem þykir heldur vandræðalegt fyrir Sigmund, hefur verið sýnt. „Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt, eða eins og þeir segja á Íslandi ... bílslys sýnt hægt. En ekki hvað, það eru bílar á Íslandi.“ Oliver sýnir svo frá fjölmennum mótmælum á Austurvelli í vikunni, þar sem matvælum á borð við eggjum og bönunum var grýtt í Alþingishúsið. „Vá, egg og bananar,“ spaugast Oliver. „Þau eru annað hvort brjáluð út í forsætisráðherrann eða vilja koma honum á Paleo-kúrinn.“ Oliver þykir sömuleiðis ekkert lítið fyndið að sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi tekið við af forsætisráðherranum. „Valdamestir á eftir forsætisráðherranum á Íslandi eru einmitt náunginn sem sér um fiskinn, brennivínsráðherra, álfar og hver sem á lopapeysu og er í stjórnmálastuði.“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði Franskur fréttamaður telur ljóst að ríkisstjórnin ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur. 8. apríl 2016 09:47 Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00 Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands Ríkisráðsfundi lauk rétt fyrir fjögur í dag. 7. apríl 2016 15:50 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira
Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði Franskur fréttamaður telur ljóst að ríkisstjórnin ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur. 8. apríl 2016 09:47
Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00
Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands Ríkisráðsfundi lauk rétt fyrir fjögur í dag. 7. apríl 2016 15:50