Secret Solstice fær alþjóðlegan gæðastimpil: Allt rafmagn á hátíðarsvæðinu keyrt á grænum aflgjafa Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2016 16:39 Hér er framleidd græn orka á Hellisheiði. vísir/solstice Að vera tónlistarhátíð á heimsmælikvarða og að vera umhverfisvænn viðburður helst oft ekki í hendur. Margir stærstu viðburðir heimsins eru þekktir fyrir að vera óhagkvæmir þegar það kemur að orkunotkun og jafnvel skaðlegir umhverfi sínu. Tónlistarhátíðin Secret Solstice leggur hinsvegar ríka áherslu á umhverfismál og hefur nú hlotið hinn alþjóðlega CarbonNeutral® gæðastimpil sem þýðir að allt CO2 sem verður til af völdum hátíðarinnar auk alls úrgangs verður jafnað út með hágæða kolefnisjafnara sem að tónlistarhátíðin hefur fjárfest í frá regnskógarverndunarstofnun í Madagaskar. Nú mun hátíðin leggja sitt að mörkum í að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið og stuðla að sjálfbærni hátíðarinnar. Skipuleggjendur leggja mikla áherslu á umhverfismál. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að hátíðin ætli ekki að stoppa með kolefnisjafnaranum heldur sé ógrynni annarra verkefna sem hátíðin vinnur nú að til þess að gera hana umhverfisvænni. Ísland hefur að geyma meðal virkustu eldstöðva í heimi og framleiðir gífurlegt magn af endurnýjanlegum jarðvarma. Secret Solstice ætlar sér að virkja þessa náttúruauðlind og verður allt rafmagn á hátíðarsvæðinu keyrt á þessum græna aflgjafa. Framleiðslustjóri Secret Solstice 2016, Giles Bristow hefur starfað fyrir sumar af stærstu tónlistarhátíðum heims í gegnum fyrirtækið Acute Audio Productions en hann telur Secret Solstice vera einstakt dæmi í notkun endurnýjanlegrar orku. ,,Öll orka sem notuð hefur verið til þess knýja Secret Solstice síðustu tvö ár hefur verið jarðhitarafmagn sem framleitt var á staðnum,’’ segir Bristow. ,,Þetta voru fyrstu útiviðburðir sem ég hef framleitt þar sem ekki einn dropi af díselolíu var notaður til þess að keyra hvorki hljóðkerfi, sviðslýsingu né neina sviðsframleiðslu.’’ Tónlistarhátíðin hefur einnig hafið svokallað ‘grænt’ samstarf við Toyota á Íslandi þar sem bílaframleiðandinn, sem er mjög framarlega á sviði umhverfismála, mun veita hátíðinni aðgang að sínum nýjustu ‘hybrid’ bílum í níu mánaða skeið til þess að minnka kolefnisfótspor hátíðarinnar enn frekar. Þegar það kemur að endurvinnslu þá mun Secret Solstice skipuleggja allsherjar svæðisáætlun hvað varðar úrgang á hátíðinni, með það efst í huga að nýta öll þau efni sem að verða notuð í fremsta magni. Samstarfsaðili hátíðarinnar Icelandic Glacial munu einnig útvega hátíðinni hundruðir af sérstökum ruslafötum sem að brotna niður í náttúrunni. „Vitandi að við séum að láta gott af okkur leiða í að lágmarka áhrif Secret Solstice á jörðinni er stórt mál fyrir okkur," segir framkvæmdarstjóri Secret Solstice, Friðrik Ólafsson. „Við erum stolt af því að hafa Natural Capital Partners um borð til að hjálpa okkur að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda okkar í fyrsta skipti til að gera hátíðina á þessu ári eins umhverfisvæna og við mögulega getum.” Secret Solstice hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 16. - 19. júní í Reykjavík. Hljómsveitir á borð við Radiohead, Deftones, Of Monsters And Men, Die Antwooed munu koma fram ásamt fjölda annarra listamanna. Miðaverð á hátíðina er 24.900 og hægt að nálgast miða á www.tix.is. Aðstandendur benda einnig áhugasömum á að nú sé opið fyrir umsóknir varðandi sjálfboðastörf í tengslum við hátíðina inn á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um hátíðina eru hvattir til þess að fylgja henni á Snapchat undir notendanafninu SecretSolstice þar sem birtar eru fyrstu fréttir af komandi hljómsveitum og nýjungum á hátíðinni áður en þær birtast á öðrum miðlum. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Að vera tónlistarhátíð á heimsmælikvarða og að vera umhverfisvænn viðburður helst oft ekki í hendur. Margir stærstu viðburðir heimsins eru þekktir fyrir að vera óhagkvæmir þegar það kemur að orkunotkun og jafnvel skaðlegir umhverfi sínu. Tónlistarhátíðin Secret Solstice leggur hinsvegar ríka áherslu á umhverfismál og hefur nú hlotið hinn alþjóðlega CarbonNeutral® gæðastimpil sem þýðir að allt CO2 sem verður til af völdum hátíðarinnar auk alls úrgangs verður jafnað út með hágæða kolefnisjafnara sem að tónlistarhátíðin hefur fjárfest í frá regnskógarverndunarstofnun í Madagaskar. Nú mun hátíðin leggja sitt að mörkum í að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið og stuðla að sjálfbærni hátíðarinnar. Skipuleggjendur leggja mikla áherslu á umhverfismál. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að hátíðin ætli ekki að stoppa með kolefnisjafnaranum heldur sé ógrynni annarra verkefna sem hátíðin vinnur nú að til þess að gera hana umhverfisvænni. Ísland hefur að geyma meðal virkustu eldstöðva í heimi og framleiðir gífurlegt magn af endurnýjanlegum jarðvarma. Secret Solstice ætlar sér að virkja þessa náttúruauðlind og verður allt rafmagn á hátíðarsvæðinu keyrt á þessum græna aflgjafa. Framleiðslustjóri Secret Solstice 2016, Giles Bristow hefur starfað fyrir sumar af stærstu tónlistarhátíðum heims í gegnum fyrirtækið Acute Audio Productions en hann telur Secret Solstice vera einstakt dæmi í notkun endurnýjanlegrar orku. ,,Öll orka sem notuð hefur verið til þess knýja Secret Solstice síðustu tvö ár hefur verið jarðhitarafmagn sem framleitt var á staðnum,’’ segir Bristow. ,,Þetta voru fyrstu útiviðburðir sem ég hef framleitt þar sem ekki einn dropi af díselolíu var notaður til þess að keyra hvorki hljóðkerfi, sviðslýsingu né neina sviðsframleiðslu.’’ Tónlistarhátíðin hefur einnig hafið svokallað ‘grænt’ samstarf við Toyota á Íslandi þar sem bílaframleiðandinn, sem er mjög framarlega á sviði umhverfismála, mun veita hátíðinni aðgang að sínum nýjustu ‘hybrid’ bílum í níu mánaða skeið til þess að minnka kolefnisfótspor hátíðarinnar enn frekar. Þegar það kemur að endurvinnslu þá mun Secret Solstice skipuleggja allsherjar svæðisáætlun hvað varðar úrgang á hátíðinni, með það efst í huga að nýta öll þau efni sem að verða notuð í fremsta magni. Samstarfsaðili hátíðarinnar Icelandic Glacial munu einnig útvega hátíðinni hundruðir af sérstökum ruslafötum sem að brotna niður í náttúrunni. „Vitandi að við séum að láta gott af okkur leiða í að lágmarka áhrif Secret Solstice á jörðinni er stórt mál fyrir okkur," segir framkvæmdarstjóri Secret Solstice, Friðrik Ólafsson. „Við erum stolt af því að hafa Natural Capital Partners um borð til að hjálpa okkur að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda okkar í fyrsta skipti til að gera hátíðina á þessu ári eins umhverfisvæna og við mögulega getum.” Secret Solstice hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 16. - 19. júní í Reykjavík. Hljómsveitir á borð við Radiohead, Deftones, Of Monsters And Men, Die Antwooed munu koma fram ásamt fjölda annarra listamanna. Miðaverð á hátíðina er 24.900 og hægt að nálgast miða á www.tix.is. Aðstandendur benda einnig áhugasömum á að nú sé opið fyrir umsóknir varðandi sjálfboðastörf í tengslum við hátíðina inn á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um hátíðina eru hvattir til þess að fylgja henni á Snapchat undir notendanafninu SecretSolstice þar sem birtar eru fyrstu fréttir af komandi hljómsveitum og nýjungum á hátíðinni áður en þær birtast á öðrum miðlum.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira