„Vonandi verður þessi gæra næsta fórnarlamb Bill Cosby“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 11:30 Bandarískur hópur sem kallar sig Just Not Sports hefur hafið átak vestanhafs undir kassamerkinu #MoreThanMean til að vekja athygli á og reyna að stöðva árásir sem bandarískar íþróttafréttakonur verða fyrir á netinu. Á hverjum degi þurfa íþróttafréttakonur í Bandaríkjunum að lesa viðurstyggileg skilaboð og svör við færslum sínum á Twitter og Facebook og fleiri samfélagsmiðlum. Slagorð átaksins er að enginn myndi segja svona ljóta hluti fyrir framan konurnar og því á ekki að skrifa svona hluti á internetinu. Julie DiCaro og Sarah Spain, tveir af allra færustu íþróttafréttamönnum Bandaríkjanna hvort sem talað um karla eða konur, tóku þátt í myndbandi sem Just Not Sports gerði fyrir átakið.Byrjar rólega Þar voru karlmenn látnir lesa Twitter-færslur um konurnar fyrir framan þær. DiCaro og Spain voru búnar að sjá hvað yrði sagt en karlmennirnir, sem skrifuðu þær ekki sjálfir, voru að sjá þær í fyrsta sinn. Þetta byrjaði rólega: „Sara Spain hljómar eins og nöldrandi eiginkona í sjónvarpinu í dag,“ sagði sá fyrsti og hló aðeins enda héldu karlmennirnir að þeir væru mættir til að lesa nokkuð hressar færslur eins og tíðkast í kvöldþætti Jimmy Kimmel. „Julie DiCaro er meðalmaður í fréttamennsku. Ekkert frábær. Hún er bara þarna,“ var önnur færsla en svo fór þetta að verða mun alvarlegra. „Einn af leikmönnunum ætti að berja þig til dauða eins og hóran sem þú ert,“ var skrifað til Julie DiCaro. Það var um þetta leyti sem karlmönnunum var hætt að standa á sama og langaði þeim ekki að lesa lengra. Sumir voru nálægt því að tárast.Vona að kærastinn berji þig „Þetta er ástæðan fyrir því að við ráðum ekki kvenmenn nema við þurfum að láta sjúga á okkur liminn eða elda fyrir okkur mat,“ sagði einn og annar: „Ég vona að hundurinn þinn verði fyrir bíl tíkin þín.“ Færslunar urðu hver annarri ljótari: „Vonandi verður þessi gæra Julie Dicaro næsta fórnarlamb Bill Cosby. Það væri klassík,“ stóð í einni Twitter-færslunni og í þeirr næstu: „Ég vona að kærastinn þinn berji þig.“ Karlmaðurinn sem las hana upp bað Söru Spain afsökunar þrátt fyrir að hafa ekki skrifað þetta sjálfur.Vonandi verður þér nauðgað aftur „Af hverju talarðu um eigin nauðgun í frétt. Er það til að svara þeim sem hafa sagt að þú getir ekki náð þér í mann,“ var sagt við Julie DiCaro og baðst sá sem las þá færslu einnig afsökunar. „Verð ég að lesa þetta allt?“ sagði einn og fékk greinilega já frá leikstjórna myndbandins. Hikandi las hann færslu sem í stóð: „Ég vona að þér verði nauðgað aftur.“ Julie DiCaro birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði síðar í ummælakerfinu: „Ég vil koma því á framfæri að ég elska alla strákana í þessu myndbandi. Þeir héldu að þeir væru komnir til að lesa tíst eins og hjá Jimmy Kimmel en þurftu á endanum að lesa þetta sorp. Þeir endurvöktu trú mína á mannkyninu.“ Þetta magnaða myndband má sjá hér að ofan. Aðrar íþróttir Bill Cosby Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Bandarískur hópur sem kallar sig Just Not Sports hefur hafið átak vestanhafs undir kassamerkinu #MoreThanMean til að vekja athygli á og reyna að stöðva árásir sem bandarískar íþróttafréttakonur verða fyrir á netinu. Á hverjum degi þurfa íþróttafréttakonur í Bandaríkjunum að lesa viðurstyggileg skilaboð og svör við færslum sínum á Twitter og Facebook og fleiri samfélagsmiðlum. Slagorð átaksins er að enginn myndi segja svona ljóta hluti fyrir framan konurnar og því á ekki að skrifa svona hluti á internetinu. Julie DiCaro og Sarah Spain, tveir af allra færustu íþróttafréttamönnum Bandaríkjanna hvort sem talað um karla eða konur, tóku þátt í myndbandi sem Just Not Sports gerði fyrir átakið.Byrjar rólega Þar voru karlmenn látnir lesa Twitter-færslur um konurnar fyrir framan þær. DiCaro og Spain voru búnar að sjá hvað yrði sagt en karlmennirnir, sem skrifuðu þær ekki sjálfir, voru að sjá þær í fyrsta sinn. Þetta byrjaði rólega: „Sara Spain hljómar eins og nöldrandi eiginkona í sjónvarpinu í dag,“ sagði sá fyrsti og hló aðeins enda héldu karlmennirnir að þeir væru mættir til að lesa nokkuð hressar færslur eins og tíðkast í kvöldþætti Jimmy Kimmel. „Julie DiCaro er meðalmaður í fréttamennsku. Ekkert frábær. Hún er bara þarna,“ var önnur færsla en svo fór þetta að verða mun alvarlegra. „Einn af leikmönnunum ætti að berja þig til dauða eins og hóran sem þú ert,“ var skrifað til Julie DiCaro. Það var um þetta leyti sem karlmönnunum var hætt að standa á sama og langaði þeim ekki að lesa lengra. Sumir voru nálægt því að tárast.Vona að kærastinn berji þig „Þetta er ástæðan fyrir því að við ráðum ekki kvenmenn nema við þurfum að láta sjúga á okkur liminn eða elda fyrir okkur mat,“ sagði einn og annar: „Ég vona að hundurinn þinn verði fyrir bíl tíkin þín.“ Færslunar urðu hver annarri ljótari: „Vonandi verður þessi gæra Julie Dicaro næsta fórnarlamb Bill Cosby. Það væri klassík,“ stóð í einni Twitter-færslunni og í þeirr næstu: „Ég vona að kærastinn þinn berji þig.“ Karlmaðurinn sem las hana upp bað Söru Spain afsökunar þrátt fyrir að hafa ekki skrifað þetta sjálfur.Vonandi verður þér nauðgað aftur „Af hverju talarðu um eigin nauðgun í frétt. Er það til að svara þeim sem hafa sagt að þú getir ekki náð þér í mann,“ var sagt við Julie DiCaro og baðst sá sem las þá færslu einnig afsökunar. „Verð ég að lesa þetta allt?“ sagði einn og fékk greinilega já frá leikstjórna myndbandins. Hikandi las hann færslu sem í stóð: „Ég vona að þér verði nauðgað aftur.“ Julie DiCaro birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði síðar í ummælakerfinu: „Ég vil koma því á framfæri að ég elska alla strákana í þessu myndbandi. Þeir héldu að þeir væru komnir til að lesa tíst eins og hjá Jimmy Kimmel en þurftu á endanum að lesa þetta sorp. Þeir endurvöktu trú mína á mannkyninu.“ Þetta magnaða myndband má sjá hér að ofan.
Aðrar íþróttir Bill Cosby Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira