Mitsubishi viðurkennir að hafa falsað eyðslutölur síðan 1991 Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2016 09:39 Mitsubishi Lancer Evolution. worldcarfans Þær halda áfram játningar bílaframleiðenda um falsaðar eyðslutölur og lítið lát virðist vera á slíkum fréttum þessa dagana. Í síðustu viku viðurkenndi Mitsubishi bílaframleiðandinn að hafa falsað eyðslutölur fjögurra bíltegunda fyrir Japansmarkað, en tveir af þessum bílum voru einnig seldir undir merkjum Nissan. Í fyrradag viðurkenndi svo Mitsubishi að hafa síðan 1991 notast við eigið eyðslumælingarpróf sem að skilaði hagstæðari tölum en það sem var viðurkennt af japanska ríkinu. Mitsubishi hefur einnig viðurkennt að innanhúspróf frá 2001 hafi leitt í ljós 2,3% mun á prófunum þeirra og japanska ríkisins og að þrátt fyrir að í handbók fyrirtækisins frá 2007 segi að notast eigi við viðurkennda prófið, hafi það ekki verið gert. Mitsubishi hefur sett á fót sérstaka nefnd til að skoða betur málið, og þá einnig bíla fyrir markaði utan Japan með sérstaka áherslu á Bandaríkjamarkað. Það er bílavefurinn billinn.is sem greinir frá þessu. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Þær halda áfram játningar bílaframleiðenda um falsaðar eyðslutölur og lítið lát virðist vera á slíkum fréttum þessa dagana. Í síðustu viku viðurkenndi Mitsubishi bílaframleiðandinn að hafa falsað eyðslutölur fjögurra bíltegunda fyrir Japansmarkað, en tveir af þessum bílum voru einnig seldir undir merkjum Nissan. Í fyrradag viðurkenndi svo Mitsubishi að hafa síðan 1991 notast við eigið eyðslumælingarpróf sem að skilaði hagstæðari tölum en það sem var viðurkennt af japanska ríkinu. Mitsubishi hefur einnig viðurkennt að innanhúspróf frá 2001 hafi leitt í ljós 2,3% mun á prófunum þeirra og japanska ríkisins og að þrátt fyrir að í handbók fyrirtækisins frá 2007 segi að notast eigi við viðurkennda prófið, hafi það ekki verið gert. Mitsubishi hefur sett á fót sérstaka nefnd til að skoða betur málið, og þá einnig bíla fyrir markaði utan Japan með sérstaka áherslu á Bandaríkjamarkað. Það er bílavefurinn billinn.is sem greinir frá þessu.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent