Lífið

David Gilmour minntist Prince án þess að segja orð

Birgir Olgeirsson skrifar
David Gilmour á tónleikunum í Royal Albert Hall á sunnudag.
David Gilmour á tónleikunum í Royal Albert Hall á sunnudag.
Breski tónlistarmaðurinn David Gilmour heiðraði bandaríska tónlistarmanninn Prince á tónleikum í Royal Albert Hall í Lundúnum síðastliðið sunnudagskvöld. Í stað þess að láta einhver orð falla um Prince, sem lést síðastliðinn fimmtudag, ákvað Gilmour að heiðra hann sem gítarleikara.

Þetta átti sér stað þegar Gilmour var í miðjum flutningi á laginu Comfortably Numb, sem Gilmour samdi ásamt félögum sínum í bresku sveitinni Pink Floyd, lék hann gítarsólóið úr Prince-laginu Purple Rain undir fjólublárri lýsingu.

Þegar hann hafði leikið sólóið úr Purple Rain skipti hann yfir í gítarsóló-ið í Comfortably Numb.

Prince og Gilmour eru sannarlega í hópi bestu gítarleikara sögunnar og þótti þessi gjörningur Gilmour tilkomumikill. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.