Tónlistarkonan fer yfir ýmis mál á Lemonade. Við fyrstu hlustun og áhorf blasa við uppgjör um svik, og hafa slúðurmiðlar talað um að þetta fjalli um framhjáhald Jay Z meðal annars með fatahönnuðinum Rachel Roy sem ber ekki að rugla saman við sjónvarpskokkinn Rachel Ray, sem hefur lent í því óláni að fá yfir sig miklar óverðskuldaðar gusur á twitter.
Beyoncé heldur áfram að fjalla um stöðu þeldökkra, og ekki síst svartra kvenna, og heldur áfram með þau þemu sem hún byrjaði á með Formation.
Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona, Tinna Sigurðadóttir leikkona, Sunna Ben listakona, Anna Marsibil Clausen blaðamaður og Lovísa Arnardóttir stjórnmála- og mannréttindafræðingur rýna í plötuna og það sem býr að baki. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
