Farþegar í flugferð WOW air sem átti að fljúga frá Varsjá í Póllandi í gærkvöldi geta átt von á upplýsingum frá flugfélaginu um áætlaðan brottfarartíma á næstunni. Búist er við því að brottför geti orðið á allra næstu klukkustundum.
„Það tók skemmri tíma en búist var við að fá þennan varahlut til að gera við vélina,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, en minniháttar skemmdir urðu á hreyfli vélarinnar í gær. Talið er að fugl hafi flogið í hreyfilinn.
Farþegarnir gistu á hóteli í Varsjá í nótt. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá farþega á staðnum í gær áttu um 130 manns að fljúga með vélinni og er mikið um hópa af vinnustöðum í skemmtiferð.
Búist við brottför frá Varsjá á allra næstu tímum

Tengdar fréttir

Flug WOW frá Varsjá í kvöld frestast líklega vegna ævintýragjarns fugls
Farþegar eru komnir á hótel.