Í aflöndum er ekkert skjól Guðmundur Andri Thorsson skrifar 25. apríl 2016 07:00 Ég fæ stundum tölvupóst frá alls konar náungum frá löndum þar sem vandræðaástand hefur ríkt. Þeir eiga erindi við minn verri mann. Þeir eru að biðja mig um að gera bankareikning minn að nokkurs konar aflandi fyrir fé sem þeir vilja koma undan af einhverjum ástæðum sem eru stundum tilgreindar í þessum bréfum með löngum raunasögum og afar ótrúverðugum – gegn myndarlegri þóknun að sjálfsögðu. Þeir eru að biðja mig um að vera þeirra skattaskjól. Þeir eru að bjóða mér hlutdeild í þýfi.Lágkúra group Ég þarf bara fyrst að senda þeim svolítið staðfestingargjald, og öll lykilorðin að öllum mínum reikningum. Þetta eru svindlarar sem reyna að plata mig með því að höfða til míns verri manns. Væri þetta satt – sem það er ekki – væru þeir að bjóða mér hlutdeild í peningum sem ella færu í uppbyggingu í heimalandi þeirra – spítala, skóla, vegi, menntun. Þetta eru náungar sem sjálfsagt eru ekki hátt skrifaðir í stigveldi viðskiptafræðinnar á alþjóðavísu – en ég kem ekki auga á muninn á þeim og svo þeim íslensku „skattasérfræðingum“ sem hjálpa íslenskum auðmönnum við að útbúa skattaskjól í fjarlægum deildum jarðar, með það sjónarmið að leiðarljósi að það sem sé „löglegt“ sé þar með siðlegt, eins og einn þeirra komst að orði í sjónvarpinu. Þetta er á sama siðferðisstigi. Lítilmótlegar brellur og fjárplógsstarfsemi. Samt er það augljóst að upp úr aldamótum hefur ekki verið maður með mönnum hér á landi í íslenskri auðstétt sem ekki geymdi eignir sínar í slíkum skúmaskotum, með flóknu feluneti. Þetta var menningarástand, tákn um auðlegð og ríkidæmi, svona eins og bótox, alveg burtséð frá því hvernig það liti út. Stöðutákn. Til marks um að maður væri á fyrsta farrými þjóðlífsins. En í raun og veru lítilsiglt og lágkúrulegt – fyrst og fremst mjög sjoppulegt. Það að sérhæfa sig í aflandsfélagabrellum er sambærilegt við það í heimi listanna að sérhæfa sig í þriggja-bolla-trikkinu sem gengur út á að bjóða mönnum að giska á undir hvaða bolla boltinn sé núna. Sá sem uppvís verður að því að geyma fé sitt utan við samfélag sitt hefur þar með fyrirgert samfélagslegri sæmd sinni. Og mun ekki endurheimta hana með frekju og ofstopa heldur auðmýkt, raunverulegri iðrun og yfirbót. Þetta var nefnilega aldrei spurning um illt innræti einstakra persóna heldur var þetta útbreiddara en svo; þetta var stefna sem sett var af stjórnmálamönnum og hugmyndafræðingum og fylgt fram af harðfylgi. Þetta háttalag verður til í félagslegu tómarúmi utan við sjálft þjóðlífið sem myndast hefur í viðskipta- og lagadeildum háskólanna, þar sem engin manneskja virðist hafa frétt af siðferðilegum álitamálum (löglegt = siðlegt). Þetta verður til í andrúmslofti þar sem manngildið er algjörlega undir því komið hversu mikil auraráð viðkomandi hefur, peningaleg umsvif, og sýnilegt ríkidæmi – hús, sumarhús, skíðaskálar, snekkjur, veiðiár, bílar – gullkálfaátið allt … en alveg hefur gleymst að hugsa um hvernig þetta myndi allt líta út í augum þjóðarinnar sem borgaði í raun brúsann með verri kjörum, innlánum sínum, okurvöxtum á útlánum, hærra matarverði, tryggingagjöldum: já, krónukjörum. Það sem vinir mínir í VG og Samfó virtust aldrei almennilega skilja í síðustu ríkisstjórn var að Icesave-málið snerist um þetta: að borga ekki skuldir óreiðumannanna, en láta þá sjálfa gera það úr sínum leynireikningum, sem smám saman eru nú að koma í ljós, nú síðast á vegum eigenda þessa blaðs. Við gerum samt greinarmun á fótboltamanninum Messi sem fer um löndin og þénar fúlgur á tásnilli sinni – og svo aftur til dæmis íslensku forsætisráðherrahjónunum sem fengu mikið af auði sínum af því að bílaumboð var selt fyrir milljarða sem lánað var fyrir úr Landsbankanum, án þess að lánið væri nokkru sinni greitt – eignarhaldsfélag látið fara á hausinn og allt afskrifað, en peningarnir komnir til Tortóla; verðmæti orðin til í viðskiptum við íslenskan almenning geymd á leynireikningum, sem enn hvílir leynd yfir.Leynireikningsskapur Þegar fólk starfar meira og minna erlendis, aflar tekna sinna erlendis og býr erlendis, er kannski ekki óeðlilegt að það geymi peningana sína erlendis, hvað sem líður tengslum við land og þjóð. Það er líka ánægjulegt að fólk sé ríkt, hafi það unnið til þess en ekki bara fæðst til þess eða sölsað undir sig almannaeigur, eins og svo margir íslenskir umsvifamenn. Og skiljanlegt að fólk sem efnast af raunverulegum verkum sínum án þess að hafa vit á peningum, fái hjálp frá fagmönnum við að ávaxta þetta fé á skynsamlegan og löglegan máta. Til dæmis listamenn og íþróttamenn. Það er reyndar aldrei gott að eiga aflandsreikninga, vont afspurnar og bara vont yfirleitt, en það er samt hitt fólkið sem við áfellumst og viljum að sé dregið fram í dagsljósið og látið standa (leyni)reikningssskap gjörða sinna svo að því haldist ekki lengur uppi óþokkabrögð sín gagnvart íslensku samfélagi. Íslensku innrásarvíkingarnir sem tæmdu hér gömul og gróin fyrirtæki, bankastofnanir, tryggingafélög, byggingarvöruverslanir, samgöngufyrirtæki – alls konar þjóðþrifafyrirtæki – með sýndarviðskiptum sýndarfélaga sem fóru í sýndargjaldþrot – en auðurinn streymdi til leynireikninga og var meðal annars notaður til að kaupa á slikk kröfur í gjaldþrota íslenska banka... Það er því frumkrafa að við fáum að vita hvaða fólk stendur á bak við félögin sem nú stendur til að gera upp við, áður en lengra er haldið; hvort þar eigi menn unnvörpum í samningaviðræðum við sinn verri mann.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Ég fæ stundum tölvupóst frá alls konar náungum frá löndum þar sem vandræðaástand hefur ríkt. Þeir eiga erindi við minn verri mann. Þeir eru að biðja mig um að gera bankareikning minn að nokkurs konar aflandi fyrir fé sem þeir vilja koma undan af einhverjum ástæðum sem eru stundum tilgreindar í þessum bréfum með löngum raunasögum og afar ótrúverðugum – gegn myndarlegri þóknun að sjálfsögðu. Þeir eru að biðja mig um að vera þeirra skattaskjól. Þeir eru að bjóða mér hlutdeild í þýfi.Lágkúra group Ég þarf bara fyrst að senda þeim svolítið staðfestingargjald, og öll lykilorðin að öllum mínum reikningum. Þetta eru svindlarar sem reyna að plata mig með því að höfða til míns verri manns. Væri þetta satt – sem það er ekki – væru þeir að bjóða mér hlutdeild í peningum sem ella færu í uppbyggingu í heimalandi þeirra – spítala, skóla, vegi, menntun. Þetta eru náungar sem sjálfsagt eru ekki hátt skrifaðir í stigveldi viðskiptafræðinnar á alþjóðavísu – en ég kem ekki auga á muninn á þeim og svo þeim íslensku „skattasérfræðingum“ sem hjálpa íslenskum auðmönnum við að útbúa skattaskjól í fjarlægum deildum jarðar, með það sjónarmið að leiðarljósi að það sem sé „löglegt“ sé þar með siðlegt, eins og einn þeirra komst að orði í sjónvarpinu. Þetta er á sama siðferðisstigi. Lítilmótlegar brellur og fjárplógsstarfsemi. Samt er það augljóst að upp úr aldamótum hefur ekki verið maður með mönnum hér á landi í íslenskri auðstétt sem ekki geymdi eignir sínar í slíkum skúmaskotum, með flóknu feluneti. Þetta var menningarástand, tákn um auðlegð og ríkidæmi, svona eins og bótox, alveg burtséð frá því hvernig það liti út. Stöðutákn. Til marks um að maður væri á fyrsta farrými þjóðlífsins. En í raun og veru lítilsiglt og lágkúrulegt – fyrst og fremst mjög sjoppulegt. Það að sérhæfa sig í aflandsfélagabrellum er sambærilegt við það í heimi listanna að sérhæfa sig í þriggja-bolla-trikkinu sem gengur út á að bjóða mönnum að giska á undir hvaða bolla boltinn sé núna. Sá sem uppvís verður að því að geyma fé sitt utan við samfélag sitt hefur þar með fyrirgert samfélagslegri sæmd sinni. Og mun ekki endurheimta hana með frekju og ofstopa heldur auðmýkt, raunverulegri iðrun og yfirbót. Þetta var nefnilega aldrei spurning um illt innræti einstakra persóna heldur var þetta útbreiddara en svo; þetta var stefna sem sett var af stjórnmálamönnum og hugmyndafræðingum og fylgt fram af harðfylgi. Þetta háttalag verður til í félagslegu tómarúmi utan við sjálft þjóðlífið sem myndast hefur í viðskipta- og lagadeildum háskólanna, þar sem engin manneskja virðist hafa frétt af siðferðilegum álitamálum (löglegt = siðlegt). Þetta verður til í andrúmslofti þar sem manngildið er algjörlega undir því komið hversu mikil auraráð viðkomandi hefur, peningaleg umsvif, og sýnilegt ríkidæmi – hús, sumarhús, skíðaskálar, snekkjur, veiðiár, bílar – gullkálfaátið allt … en alveg hefur gleymst að hugsa um hvernig þetta myndi allt líta út í augum þjóðarinnar sem borgaði í raun brúsann með verri kjörum, innlánum sínum, okurvöxtum á útlánum, hærra matarverði, tryggingagjöldum: já, krónukjörum. Það sem vinir mínir í VG og Samfó virtust aldrei almennilega skilja í síðustu ríkisstjórn var að Icesave-málið snerist um þetta: að borga ekki skuldir óreiðumannanna, en láta þá sjálfa gera það úr sínum leynireikningum, sem smám saman eru nú að koma í ljós, nú síðast á vegum eigenda þessa blaðs. Við gerum samt greinarmun á fótboltamanninum Messi sem fer um löndin og þénar fúlgur á tásnilli sinni – og svo aftur til dæmis íslensku forsætisráðherrahjónunum sem fengu mikið af auði sínum af því að bílaumboð var selt fyrir milljarða sem lánað var fyrir úr Landsbankanum, án þess að lánið væri nokkru sinni greitt – eignarhaldsfélag látið fara á hausinn og allt afskrifað, en peningarnir komnir til Tortóla; verðmæti orðin til í viðskiptum við íslenskan almenning geymd á leynireikningum, sem enn hvílir leynd yfir.Leynireikningsskapur Þegar fólk starfar meira og minna erlendis, aflar tekna sinna erlendis og býr erlendis, er kannski ekki óeðlilegt að það geymi peningana sína erlendis, hvað sem líður tengslum við land og þjóð. Það er líka ánægjulegt að fólk sé ríkt, hafi það unnið til þess en ekki bara fæðst til þess eða sölsað undir sig almannaeigur, eins og svo margir íslenskir umsvifamenn. Og skiljanlegt að fólk sem efnast af raunverulegum verkum sínum án þess að hafa vit á peningum, fái hjálp frá fagmönnum við að ávaxta þetta fé á skynsamlegan og löglegan máta. Til dæmis listamenn og íþróttamenn. Það er reyndar aldrei gott að eiga aflandsreikninga, vont afspurnar og bara vont yfirleitt, en það er samt hitt fólkið sem við áfellumst og viljum að sé dregið fram í dagsljósið og látið standa (leyni)reikningssskap gjörða sinna svo að því haldist ekki lengur uppi óþokkabrögð sín gagnvart íslensku samfélagi. Íslensku innrásarvíkingarnir sem tæmdu hér gömul og gróin fyrirtæki, bankastofnanir, tryggingafélög, byggingarvöruverslanir, samgöngufyrirtæki – alls konar þjóðþrifafyrirtæki – með sýndarviðskiptum sýndarfélaga sem fóru í sýndargjaldþrot – en auðurinn streymdi til leynireikninga og var meðal annars notaður til að kaupa á slikk kröfur í gjaldþrota íslenska banka... Það er því frumkrafa að við fáum að vita hvaða fólk stendur á bak við félögin sem nú stendur til að gera upp við, áður en lengra er haldið; hvort þar eigi menn unnvörpum í samningaviðræðum við sinn verri mann.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. apríl
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun