Lífið

Þegar Prince skutlaði Kim Kardashian af sviðinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eftir fráfall tónlistarmannsins Prince er internetið stútfullt af eftirminnilegum atvikum og sögum af Prince. Eitt af því sem rifjað hefur verið upp eru tónleikar Prince í Madison Square Garden sem haldnir voru árið 2011.

Prince var mjög afkastamikill og ferðaðist grimmt á tónleikaferðalögum síðustu ár. Á áðurnefndum tónleikum kallaði hann raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian upp á svið og vildi Prince að hún myndi dansa við sig.

Kim virðist ekki alveg hafa höndlað athyglina frá Prince og stóð upp á sviði eins og illa gerður hlutur þangað til að Prince ýtti henni af sviðinu með orðunum: Farðu af sviðinu!

Atvikið má sjá hér fyrir neðan en Kim sjálf minntist þess á Twitter fyrr í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.