Lífið

Húsráð: Fullkomið avókadó á aðeins 10 mínútum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hver kannast ekki við það að þurfa að búa til guacamole en eina lárperan á heimilinu er grjóthörð og illviðráðanleg?

Nú er engin ástæða til að örvænta lengur því að uppátækjasamir netverjar hafa fundið frábæra leið til að fá hið fullkomna avókadó með lítilli fyrirhöfn.

Nauðsynlegt er að vefja lárperunni í álpappír ef ekki á illa að fara.
Til þess þarf þrennt:

  • Avókadó (eftir þörfum)
  • Álpappír
  • og bakaraofn

Ofninn skal stilla á um 100 gráður. Á meðan ofninn er að hitna er lárperunum vafið í álpappír og því næst settar inn í ofninn í tíu mínútur.

Þegar þær eru teknar út aftur eru þær orðnar dúnmjúkar og fullkomnar til þess að setja í guacamole, salatið eða bara beint í skoltinn.

Einfalt!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.