Auðvelt er að færa rök fyrir því að íslenskt rapp sé á blómaskeiði. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA tekur rappara Reykjavíkur tali í heimildarþáttunum Rapp í Reykjavík sem hefja göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöld. „Undanfarin ár hefur eitthvað rosalegt verið að grassera sem svo sprakk út árið 2015. Við vildum bara heyra í þessu liði. Taka púlsinn. Þetta eru miklir listamenn, fjöllistamenn, ekki bara rapparar og söngvarar og tónlistarmenn heldur leikstjórar, hönnuðir og gjörningalistamenn. Þeir eru geggjað dót. Íslenskt rapp er svo stórt og geggjað núna – ekki bara eitthvað sem maður heyrir heldur sér,“ segir Dóri.„Gísli Pálmi finnst mér bilaður – svo Emmsjé Gauti og Arnar úr Úlfur Úlfur. Blær úr Reykjavíkurdætrum er líka með þeim nettari – Salka og Jóhanna geggjaðar. Ég hlusta líka á allt sem Alexander Jarl gefur út. Erpur og Bent verða bara betri og betri. Hr. Hnetusmjör og Joe Frazier er líka drullu geggjaðir. GKR. Æ, vá, ég nefni eiginlega alla. Ég dýrka þetta. Íslenskt rapp í dag er hlaðborð og veisla, ólíkir listamenn, ólík tónlist og endalaus uppspretta af gulli.“Sjá einnig:Fyrsta stiklan úr Rapp í Reykjavík Dóri DNA var ungur þegar hann hóf ferilinn í rappi, 12 ára rappaði hann ásamt lúðrasveit Mosfellsbæjar á alþjóðlegu lúðrasveitarmóti í Gautaborg. Síðan lenti hann í þriðja sæti á Rímnaflæði árið 2000 með rapphljómsveitinni Lyrical Science Crew. Dóri kynntist svo Daníel Ólafssyni, betur þekktum sem Danna Deluxe, sem var vinur strákanna í XXX Rottweiler hundum og í Afkvæmum guðanna. Þeir stofnuðu Bæjarins bestu og má kalla það hátind ferils Dóra. Síðan hafa margir bæst í rappflóruna. En hvernig er tilfinningin að vera svona hálfgerður pabbi rapp í þáttunum? „Hún er fín. Ég er faðir Halldór. Ég var mjög ungur á sínum tíma þegar ég byrjaði í rappi, gaf út plötu 17 ára. Er núna þrítugur svo mér líður ekkert eins og einhverjum Bítli innan um þetta lið,“ segir Dóri og hlær. „Þetta er fólk á minni bylgjulengd, með sömu hugðarefni. Allir skemmtilegir. Hvort sem það er að láta Alexander Jarl pakka mér saman í jiu jitsu í Mjölni, eða tsjilla með Blævi úr Reykjavíkurdætrum baksviðs í Borgarleikhúsinu.“ Hvernig hefur senan breyst síðan þú varst á hátindi ferilsins? „Þetta er svalara, á sér breiðari hlustendahóp, fylgir alþjóðlegu trendi og æ, mér finnst þetta almennt miklu geggjaðra. Svo er þetta orðið svo sjónrænt. Einu sinni var svo mikið vesen að gera myndband, hvað þá flott myndband. Núna geta allir hent í eitthvað. Mér finnst líka menn orðnir færari í því að rappa á íslensku. Búnir að finna ryþmann betur og það á líka við um menn eins og Bent og Erp sem eru enn þá að.“ Dóri segist hlusta mikið á íslenskt rapp, en er sjálfur hættur. „Já, ég vaknaði upp einn daginn, fljótlega eftir að Gísli Pálmi gaf út Set mig í gang. Horfði í spegil og hugsaði: Ég er ekkert þarna lengur. Þá var líka uppistandið og leikhúsið farið að freista mín. Ég valdi rétt.“Gísli Pálmi breytti senunniGísli Pálmi hefur verið þekktur í íslensku rappsenunni síðan lagið Set mig í gang kom út árið 2011. Þar stóð Gísli Pálmi ber að ofan fyrir framan Range Rover-jeppa og rappaði. Síðan fylgdu fleiri lög og myndbönd og síðar plata, sem kom út í fyrra. „Ég man varla eftir öðru eins,“ sagði Ásmundur Jónsson, eigandi plötuútgáfunnar og verslunarinnar Smekkleysu, um söluna á plötu rapparans í viðtali.Sjá einnig:Í flokki með Sigur Rós í sölu Það varð brátt ljóst að Gísli Pálmi hafði breytt íslensku rappsenunni. Textar hans vekja gjarnan eftirtekt, en þeir fjalla oft á tíðum um eiturlyf og ýmislegt sem gæti flokkast undir misferli. Í viðtali við Rokkland á Rás 2 sagði Gísli: „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum.Senan er á heimsmælikvarða„Hip hop er alls ataðar að verða vinsælla. Það sem er að gerast á Íslandi er að öll framleiðsla er komin á heimsmælikvarða. Allt í einu er hægt að bera íslensku senuna saman við útlönd,“ segir Arnar Guðni Jónsson, betur þekktur sem Prince Puffin úr Shades of Reykjavík. Allt frá því að Shades of Reykjavík sendi frá sér sitt fyrsta lag, fyrir um fimm árum, hafa þeir farið frumlegar leiðir og vakið athygli. „Það hefur ekki síst að gera með tæknina. Okkar fyrstu lög voru gerð í stofunni heima.“ Hann segir íslensku senuna hafa breyst. „Einu sinni snerist rapp um að segja frá lífi þínu, sem er alveg enn þá en lögin snúast miklu meira um væb. Þú þarft ekkert að skilja allt. Þess vegna eru t.d. gæjar frá Niepye-Kóreu að slá í gegn í Bandaríkjunum, en rappa samt á kóresku. Það er verið að leita að flæði. Bítin og taktarnir á Íslandi eru á heimsmælikvarða,“ útskýrir Arnar, sem er á leið til BNA í tónleikaferðalag. „Það voru einhverjir amerískir gæjar sem fundu okkur á Youtube og Emmi Beats, úr Shades of Reykjavík, endaði á því að pródúsera hálfa plötuna þeirra!“ Arnar segist hafa ástríðu fyrir rappi . „Mann langar til þess að búa til eitthvað sem lifir með fólki. Hjá okkur snýst þetta ekki um peninga, heldur hvað þú gerir og hvernig manneskja þú ert.“Alltaf vitað að rapp er nett„Ég var byrjaður að hlusta á rapp, en þegar Rottweiler unnu Músíktilraunir fer ég að semja sjálfur. Þá hugsaði ég, þetta er alveg hægt á íslensku. Ég hafði prófað að semja á ensku, þegar ég var 11 ára, djúpa og flotta enska texta. Sem betur fer fór það aldrei á netið,“ segir Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti.Emmsjé Gauti.Vísir/PjeturHann hóf ferilinn um 2002 og hefur verið rappandi meirihluta ævi sinnar, en hann er fæddur 1989. Gauti hefur gefið út tvær plötur, Bara ég, og Þeyr, en sú þriðja er væntanleg. „Senan varð kúl með Rottweiler en síðan kom aftur lægð. Þetta kemur í bylgjum. Rapp hætti að vera nett, en það verður að gerast stundum til að sigta út lúðana sem eru að rappa því öðrum finnst það nett. Svo sprakk þetta aftur út 2013.“ Gauti nefnir Gísla Pálma og Úlf Úlf. „Þessir gaurar eru með risa tónleika og það er uppselt. Andri Snær býður sig fram til forseta og vill Úlf Úlf til að spila fyrir sig. Gísli Marteinn er farinn að segja, bara ég og strákarnir,“ segir Gauti hlæjandi og vísar í eitt vinsælasta lag sitt sem heitir einmitt Strákarnir. „Fólk er búið að átta sig á því sem ég hef alltaf vitað. Rapp er nett.“Við erum ennþá aðalgaurarnirÁgúst Bent, betur þekktur sem Bent, er hluti af rappsveitinni XXX-Rottweiler. Hann hefur einnig gefið út tónlist sjálfur, undir nafninu Bent. Hann segir mikið hafa breyst í rappsenunni undanfarið. Allt sé miklu skemmtilegra í dag. „Melódískara og léttara í lund. Krakkar í dag þora að dansa, ég elska það.“ Voru Rottweiler frumkvöðlar í rappsenunni sem ruddu brautina fyrir það sem síðar kom? „Já.“ Eru ungu rappararnir betri en þið, sem voruð aðalgaurarnir? „Við erum enn þá aðalgaurarnir, ekki rífa kjaft.“Upp úr sauð milli Móra og ErpsRappararnir Móri og Erpur, betur þekktur sem Blaz Roca, áttu í opinberum deilum í fjölmiðlum árið 2010. Deilan snerist aðallega um hvor þeirra væri meiri frumkvöðull í rappi.Til stóð að Móri og Erpur græfu stríðsöxina í þættinum Harmageddon á X-inu. Móri mætti í viðtalið vopnaður hníf og rafbyssu, með Doberman-hund. Upp úr sauð. Erpur átti fótum fjör að launa. Málið velktist um í réttarkerfinu, en endaði með ákæru á hendur Móra fyrir að hóta Erpi með hnífnum. Þá var hann ákærður fyrir vopnalagabrot vegna rafbyssunnar sem hann hafði á sér. Móri játaði sök fyrir dómi 2013. Erpur sagði um árásina í viðtali. „Hann [Móri] ýtir í mig og fer að þenja sig. Ég gríp þá í hann og keyri á hann. Hann dettur og fer að kýla mig. Þegar ég held honum niðri dregur hann upp hníf og byrjar að sveifla honum á fullu. Ég hleyp í burtu og hann reynir að stinga mig. Ég tek þá moppu og lem hann í hausinn. Þessi hundur var latasti hundur sem ég hef séð. Ég þakka fyrir það.“Rappið tók krúttkynslóðina yfir„Ég get ekki heyrt á krúttkynslóðina minnst, ég er ólétt og meika það ekki. Ég held að við eigum að gleyma þessari kynslóð og þess vegna er gott að rappið hafi tekið yfir. En þetta er meira en kynslóð, því Erpur er t.d. mjög gamall, fæddur um 1940, og ég er mjög ung eins og Herra Hnetusmjör,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, betur þekkt sem Kylfan, meðlimur Reykjavíkurdætra. Reykjavíkurdætur komu líkt og ferskur, femínískur blær inn í rappmenningu með fyrsta lagi sínu, sem heitir einfaldlega Reykjavíkurdætur. Lagið var frumflutt á Vísi í desember 2013. Síðan hefur sveitin sent frá sér fjölda laga, stundum skipta þær sér upp í minni hópa og stundum koma nýjar inn og aðrar detta út.Sjá einnig:Þú gætir fengið femínistablæti ef þú horfir á þetta vídjó Þær koma oftast fram í stórum hópum og eru þekktar fyrir ögrandi sviðsframkomu. Fræg er innkoma þeirra í þátt Gísla Marteins, þar sem Ágústu Evu Erlendsdóttur, gesti í þættinum, ofbauð framkoma þeirra og lét hún sig hverfa úr útsendingu. Þá varð mikið fjölmiðlamál þegar púað var á Reykjavíkurdætur sem svöruðu í sömu mynt á grunnskólahátíð í Hafnarfirði í febrúar í fyrra. Umdeildar, en klárlega mikilvægt innlegg í rappsenuna á Íslandi.FL með live hljómsveitForgotten Lores kemur að mestu úr Árbænum og var skipuð Didda Fel (Kristinn H. Sævarsson), Class B (Baldvin Þór Magnússon), Byrki B (Birkir Björns Halldórsson), Introbeats (Ársæll Þór Ingvason) og B-Ruff (Benedikt Freyr Jónsson). FL, eins og þeir voru kallaðir, gáfu út tvær plötur: Týndi Hlekkurinn (2003) og Að heimsenda (2006). Fyrst röppuðu þeir á ensku en skiptu svo í íslensku. FL kom lengi vel fram með live hljómsveit, sem fáar rappsveitir hafa leikið eftir hér á landi.Fyrsta „alvöru“ rappsveitinSubterranean var fyrsta „alvöru“ rapphljómsveitin til að gefa út plötu á Íslandi en margir rapphausar telja ekki Quarashi EP-plötuna sem kom út sama ár með, mögulega vegna þess að á henni heyrðist í rafmagnsgíturum. Central Magnetizm heitir platan og er stórmerkileg í raun og veru; þarna gáfu nokkrir unglingar út frekar heilsteypta rappplötu þegar það var í raun engin sena fyrir og auk þess var stelpa að rappa, eitthvað sem hefur því miður ekki farið mikið fyrir á Íslandi þó að það séu næstum 20 ár síðan platan kom út. Cell 7 (Ragna Kjartansdóttir) er enn að rappa og Magse (Magnús Jónsson) er núna að gera reggae með AmabAdamA.Meikuðu þaðQuarashi er ein af fyrstu rappsveitum á Íslandi og gaf út plötu 1997 þegar rapp var ekkert sérstaklega vinsælt. Þeir rappa á ensku og „meikuðu það“, hafa spilað um allan heim og urðu stórir í Japan eins og frægt er.Sjá einnig:Eðlilegt að tjilla með Eminem Að vissu leyti hefur Quarashi staðið fyrir utan íslensku rappsenuna, mögulega vegna vinsælda sinna og rokkáherslna. Í Quarashi hafa orðið nokkrar mannabreytingar en Sölvi Blöndal og Steinar Orri Fjeldsted hafa verið hjarta bandsins gegnum tíðina en auk þeirra voru þarna Höskuldur Ólafsson, Omar Swarez og Tiny að rappa auk ýmissa hljóðfæraleikara.Sjúkari en myndarlegur kvenmaður að kúkaArnar Freyr og Helgi Sæmundur eru báðir frá Sauðárkróki og skipa Úlf Úlf. Báðir hafa þeir verið lengi að þrátt fyrir að hafa ekki stofnað Úlf Úlf fyrr en 2011. Helgi rappaði sem Evilmind og sigraði í Rímnaflæði 2002, Arnar var Talandi Tungu og gerði allt vitlaust með laginu Talandi Tungum 2004 þar sem hann rappaði hratt og sagðist m.a. vera „sjúkari en myndarlegur kvenmaður að kúka“. Þeir hafa gefið út tvær plötur, Föstudaginn langa og Tvær plánetur, og eru í dag ein vinsælasta hljómsveit á landinu.Uppreisn snípsins og allt þaðKött Grá Pjé er dularfullur rappari og skáld frá Akureyri sem trónaði á toppi vinsældalista Rásar 2 heilt sumar og á vers aldarinnar í laginu Brennum allt með Úlfi Úlfi. „Íslenskt rapp er ennþá óttalegur búningsklefi, kynjahlutföllin eru þannig að afgerandi hallar á stelpur. Reykjavíkurdætur eru náttúrulega samfélagstilraun út af fyrir sig en eru þrátt fyrir allt bara eitt band. En áhrifin verða naumast ofmetin, dildóarnir og sjónarhornið sem allt í einu varð til, aftan á karlpung á fjórum fótum. En rétt undir yfirborðinu er líka slæðingur af stelpum að gera dót sem ekki er komið alla leið í útvarp en er á leiðinni. Krakk&Spaghettí, Alvia og fleiri. Ég er hrifinn af trukkinu, offorsinu, greddunni. Uppreisn snípsins og allt það. Þessir hlutir eru að breytast hratt.“Hreinskilinn ljúflingur GKR er nýliði í íslensku rappi, hreinskilinn ljúflingur sem útskrifaðist úr Myndlistaskólanum og rappaði sig svo inn í hjörtu allra með lagi um að borða morgunmat.Ráðherrasonur Herra Hnetusmjör gaf út sitt fyrsta lag, Elías, 2014. Síðan hefur rapparinn, ráðherrasonur úr Kópavogi, unnið með öðrum á borð við Blaz Roca, Joe Frazier og Helga Sæmundi úr Úlfi Úlfi.Tónlist, föt og fleira Sturla Atlas er annað nafn Sigurbjarts Sturlu Atlasonar en líka fjöllistahópur sem, ásamt Sturlu, er skipaður Loga Pedro Stefánssyni og Jóhanni Kristófer Stefánssyni. Þeir gera tónlist, selja föt og ljósmyndir. Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið
Auðvelt er að færa rök fyrir því að íslenskt rapp sé á blómaskeiði. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA tekur rappara Reykjavíkur tali í heimildarþáttunum Rapp í Reykjavík sem hefja göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöld. „Undanfarin ár hefur eitthvað rosalegt verið að grassera sem svo sprakk út árið 2015. Við vildum bara heyra í þessu liði. Taka púlsinn. Þetta eru miklir listamenn, fjöllistamenn, ekki bara rapparar og söngvarar og tónlistarmenn heldur leikstjórar, hönnuðir og gjörningalistamenn. Þeir eru geggjað dót. Íslenskt rapp er svo stórt og geggjað núna – ekki bara eitthvað sem maður heyrir heldur sér,“ segir Dóri.„Gísli Pálmi finnst mér bilaður – svo Emmsjé Gauti og Arnar úr Úlfur Úlfur. Blær úr Reykjavíkurdætrum er líka með þeim nettari – Salka og Jóhanna geggjaðar. Ég hlusta líka á allt sem Alexander Jarl gefur út. Erpur og Bent verða bara betri og betri. Hr. Hnetusmjör og Joe Frazier er líka drullu geggjaðir. GKR. Æ, vá, ég nefni eiginlega alla. Ég dýrka þetta. Íslenskt rapp í dag er hlaðborð og veisla, ólíkir listamenn, ólík tónlist og endalaus uppspretta af gulli.“Sjá einnig:Fyrsta stiklan úr Rapp í Reykjavík Dóri DNA var ungur þegar hann hóf ferilinn í rappi, 12 ára rappaði hann ásamt lúðrasveit Mosfellsbæjar á alþjóðlegu lúðrasveitarmóti í Gautaborg. Síðan lenti hann í þriðja sæti á Rímnaflæði árið 2000 með rapphljómsveitinni Lyrical Science Crew. Dóri kynntist svo Daníel Ólafssyni, betur þekktum sem Danna Deluxe, sem var vinur strákanna í XXX Rottweiler hundum og í Afkvæmum guðanna. Þeir stofnuðu Bæjarins bestu og má kalla það hátind ferils Dóra. Síðan hafa margir bæst í rappflóruna. En hvernig er tilfinningin að vera svona hálfgerður pabbi rapp í þáttunum? „Hún er fín. Ég er faðir Halldór. Ég var mjög ungur á sínum tíma þegar ég byrjaði í rappi, gaf út plötu 17 ára. Er núna þrítugur svo mér líður ekkert eins og einhverjum Bítli innan um þetta lið,“ segir Dóri og hlær. „Þetta er fólk á minni bylgjulengd, með sömu hugðarefni. Allir skemmtilegir. Hvort sem það er að láta Alexander Jarl pakka mér saman í jiu jitsu í Mjölni, eða tsjilla með Blævi úr Reykjavíkurdætrum baksviðs í Borgarleikhúsinu.“ Hvernig hefur senan breyst síðan þú varst á hátindi ferilsins? „Þetta er svalara, á sér breiðari hlustendahóp, fylgir alþjóðlegu trendi og æ, mér finnst þetta almennt miklu geggjaðra. Svo er þetta orðið svo sjónrænt. Einu sinni var svo mikið vesen að gera myndband, hvað þá flott myndband. Núna geta allir hent í eitthvað. Mér finnst líka menn orðnir færari í því að rappa á íslensku. Búnir að finna ryþmann betur og það á líka við um menn eins og Bent og Erp sem eru enn þá að.“ Dóri segist hlusta mikið á íslenskt rapp, en er sjálfur hættur. „Já, ég vaknaði upp einn daginn, fljótlega eftir að Gísli Pálmi gaf út Set mig í gang. Horfði í spegil og hugsaði: Ég er ekkert þarna lengur. Þá var líka uppistandið og leikhúsið farið að freista mín. Ég valdi rétt.“Gísli Pálmi breytti senunniGísli Pálmi hefur verið þekktur í íslensku rappsenunni síðan lagið Set mig í gang kom út árið 2011. Þar stóð Gísli Pálmi ber að ofan fyrir framan Range Rover-jeppa og rappaði. Síðan fylgdu fleiri lög og myndbönd og síðar plata, sem kom út í fyrra. „Ég man varla eftir öðru eins,“ sagði Ásmundur Jónsson, eigandi plötuútgáfunnar og verslunarinnar Smekkleysu, um söluna á plötu rapparans í viðtali.Sjá einnig:Í flokki með Sigur Rós í sölu Það varð brátt ljóst að Gísli Pálmi hafði breytt íslensku rappsenunni. Textar hans vekja gjarnan eftirtekt, en þeir fjalla oft á tíðum um eiturlyf og ýmislegt sem gæti flokkast undir misferli. Í viðtali við Rokkland á Rás 2 sagði Gísli: „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum.Senan er á heimsmælikvarða„Hip hop er alls ataðar að verða vinsælla. Það sem er að gerast á Íslandi er að öll framleiðsla er komin á heimsmælikvarða. Allt í einu er hægt að bera íslensku senuna saman við útlönd,“ segir Arnar Guðni Jónsson, betur þekktur sem Prince Puffin úr Shades of Reykjavík. Allt frá því að Shades of Reykjavík sendi frá sér sitt fyrsta lag, fyrir um fimm árum, hafa þeir farið frumlegar leiðir og vakið athygli. „Það hefur ekki síst að gera með tæknina. Okkar fyrstu lög voru gerð í stofunni heima.“ Hann segir íslensku senuna hafa breyst. „Einu sinni snerist rapp um að segja frá lífi þínu, sem er alveg enn þá en lögin snúast miklu meira um væb. Þú þarft ekkert að skilja allt. Þess vegna eru t.d. gæjar frá Niepye-Kóreu að slá í gegn í Bandaríkjunum, en rappa samt á kóresku. Það er verið að leita að flæði. Bítin og taktarnir á Íslandi eru á heimsmælikvarða,“ útskýrir Arnar, sem er á leið til BNA í tónleikaferðalag. „Það voru einhverjir amerískir gæjar sem fundu okkur á Youtube og Emmi Beats, úr Shades of Reykjavík, endaði á því að pródúsera hálfa plötuna þeirra!“ Arnar segist hafa ástríðu fyrir rappi . „Mann langar til þess að búa til eitthvað sem lifir með fólki. Hjá okkur snýst þetta ekki um peninga, heldur hvað þú gerir og hvernig manneskja þú ert.“Alltaf vitað að rapp er nett„Ég var byrjaður að hlusta á rapp, en þegar Rottweiler unnu Músíktilraunir fer ég að semja sjálfur. Þá hugsaði ég, þetta er alveg hægt á íslensku. Ég hafði prófað að semja á ensku, þegar ég var 11 ára, djúpa og flotta enska texta. Sem betur fer fór það aldrei á netið,“ segir Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti.Emmsjé Gauti.Vísir/PjeturHann hóf ferilinn um 2002 og hefur verið rappandi meirihluta ævi sinnar, en hann er fæddur 1989. Gauti hefur gefið út tvær plötur, Bara ég, og Þeyr, en sú þriðja er væntanleg. „Senan varð kúl með Rottweiler en síðan kom aftur lægð. Þetta kemur í bylgjum. Rapp hætti að vera nett, en það verður að gerast stundum til að sigta út lúðana sem eru að rappa því öðrum finnst það nett. Svo sprakk þetta aftur út 2013.“ Gauti nefnir Gísla Pálma og Úlf Úlf. „Þessir gaurar eru með risa tónleika og það er uppselt. Andri Snær býður sig fram til forseta og vill Úlf Úlf til að spila fyrir sig. Gísli Marteinn er farinn að segja, bara ég og strákarnir,“ segir Gauti hlæjandi og vísar í eitt vinsælasta lag sitt sem heitir einmitt Strákarnir. „Fólk er búið að átta sig á því sem ég hef alltaf vitað. Rapp er nett.“Við erum ennþá aðalgaurarnirÁgúst Bent, betur þekktur sem Bent, er hluti af rappsveitinni XXX-Rottweiler. Hann hefur einnig gefið út tónlist sjálfur, undir nafninu Bent. Hann segir mikið hafa breyst í rappsenunni undanfarið. Allt sé miklu skemmtilegra í dag. „Melódískara og léttara í lund. Krakkar í dag þora að dansa, ég elska það.“ Voru Rottweiler frumkvöðlar í rappsenunni sem ruddu brautina fyrir það sem síðar kom? „Já.“ Eru ungu rappararnir betri en þið, sem voruð aðalgaurarnir? „Við erum enn þá aðalgaurarnir, ekki rífa kjaft.“Upp úr sauð milli Móra og ErpsRappararnir Móri og Erpur, betur þekktur sem Blaz Roca, áttu í opinberum deilum í fjölmiðlum árið 2010. Deilan snerist aðallega um hvor þeirra væri meiri frumkvöðull í rappi.Til stóð að Móri og Erpur græfu stríðsöxina í þættinum Harmageddon á X-inu. Móri mætti í viðtalið vopnaður hníf og rafbyssu, með Doberman-hund. Upp úr sauð. Erpur átti fótum fjör að launa. Málið velktist um í réttarkerfinu, en endaði með ákæru á hendur Móra fyrir að hóta Erpi með hnífnum. Þá var hann ákærður fyrir vopnalagabrot vegna rafbyssunnar sem hann hafði á sér. Móri játaði sök fyrir dómi 2013. Erpur sagði um árásina í viðtali. „Hann [Móri] ýtir í mig og fer að þenja sig. Ég gríp þá í hann og keyri á hann. Hann dettur og fer að kýla mig. Þegar ég held honum niðri dregur hann upp hníf og byrjar að sveifla honum á fullu. Ég hleyp í burtu og hann reynir að stinga mig. Ég tek þá moppu og lem hann í hausinn. Þessi hundur var latasti hundur sem ég hef séð. Ég þakka fyrir það.“Rappið tók krúttkynslóðina yfir„Ég get ekki heyrt á krúttkynslóðina minnst, ég er ólétt og meika það ekki. Ég held að við eigum að gleyma þessari kynslóð og þess vegna er gott að rappið hafi tekið yfir. En þetta er meira en kynslóð, því Erpur er t.d. mjög gamall, fæddur um 1940, og ég er mjög ung eins og Herra Hnetusmjör,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, betur þekkt sem Kylfan, meðlimur Reykjavíkurdætra. Reykjavíkurdætur komu líkt og ferskur, femínískur blær inn í rappmenningu með fyrsta lagi sínu, sem heitir einfaldlega Reykjavíkurdætur. Lagið var frumflutt á Vísi í desember 2013. Síðan hefur sveitin sent frá sér fjölda laga, stundum skipta þær sér upp í minni hópa og stundum koma nýjar inn og aðrar detta út.Sjá einnig:Þú gætir fengið femínistablæti ef þú horfir á þetta vídjó Þær koma oftast fram í stórum hópum og eru þekktar fyrir ögrandi sviðsframkomu. Fræg er innkoma þeirra í þátt Gísla Marteins, þar sem Ágústu Evu Erlendsdóttur, gesti í þættinum, ofbauð framkoma þeirra og lét hún sig hverfa úr útsendingu. Þá varð mikið fjölmiðlamál þegar púað var á Reykjavíkurdætur sem svöruðu í sömu mynt á grunnskólahátíð í Hafnarfirði í febrúar í fyrra. Umdeildar, en klárlega mikilvægt innlegg í rappsenuna á Íslandi.FL með live hljómsveitForgotten Lores kemur að mestu úr Árbænum og var skipuð Didda Fel (Kristinn H. Sævarsson), Class B (Baldvin Þór Magnússon), Byrki B (Birkir Björns Halldórsson), Introbeats (Ársæll Þór Ingvason) og B-Ruff (Benedikt Freyr Jónsson). FL, eins og þeir voru kallaðir, gáfu út tvær plötur: Týndi Hlekkurinn (2003) og Að heimsenda (2006). Fyrst röppuðu þeir á ensku en skiptu svo í íslensku. FL kom lengi vel fram með live hljómsveit, sem fáar rappsveitir hafa leikið eftir hér á landi.Fyrsta „alvöru“ rappsveitinSubterranean var fyrsta „alvöru“ rapphljómsveitin til að gefa út plötu á Íslandi en margir rapphausar telja ekki Quarashi EP-plötuna sem kom út sama ár með, mögulega vegna þess að á henni heyrðist í rafmagnsgíturum. Central Magnetizm heitir platan og er stórmerkileg í raun og veru; þarna gáfu nokkrir unglingar út frekar heilsteypta rappplötu þegar það var í raun engin sena fyrir og auk þess var stelpa að rappa, eitthvað sem hefur því miður ekki farið mikið fyrir á Íslandi þó að það séu næstum 20 ár síðan platan kom út. Cell 7 (Ragna Kjartansdóttir) er enn að rappa og Magse (Magnús Jónsson) er núna að gera reggae með AmabAdamA.Meikuðu þaðQuarashi er ein af fyrstu rappsveitum á Íslandi og gaf út plötu 1997 þegar rapp var ekkert sérstaklega vinsælt. Þeir rappa á ensku og „meikuðu það“, hafa spilað um allan heim og urðu stórir í Japan eins og frægt er.Sjá einnig:Eðlilegt að tjilla með Eminem Að vissu leyti hefur Quarashi staðið fyrir utan íslensku rappsenuna, mögulega vegna vinsælda sinna og rokkáherslna. Í Quarashi hafa orðið nokkrar mannabreytingar en Sölvi Blöndal og Steinar Orri Fjeldsted hafa verið hjarta bandsins gegnum tíðina en auk þeirra voru þarna Höskuldur Ólafsson, Omar Swarez og Tiny að rappa auk ýmissa hljóðfæraleikara.Sjúkari en myndarlegur kvenmaður að kúkaArnar Freyr og Helgi Sæmundur eru báðir frá Sauðárkróki og skipa Úlf Úlf. Báðir hafa þeir verið lengi að þrátt fyrir að hafa ekki stofnað Úlf Úlf fyrr en 2011. Helgi rappaði sem Evilmind og sigraði í Rímnaflæði 2002, Arnar var Talandi Tungu og gerði allt vitlaust með laginu Talandi Tungum 2004 þar sem hann rappaði hratt og sagðist m.a. vera „sjúkari en myndarlegur kvenmaður að kúka“. Þeir hafa gefið út tvær plötur, Föstudaginn langa og Tvær plánetur, og eru í dag ein vinsælasta hljómsveit á landinu.Uppreisn snípsins og allt þaðKött Grá Pjé er dularfullur rappari og skáld frá Akureyri sem trónaði á toppi vinsældalista Rásar 2 heilt sumar og á vers aldarinnar í laginu Brennum allt með Úlfi Úlfi. „Íslenskt rapp er ennþá óttalegur búningsklefi, kynjahlutföllin eru þannig að afgerandi hallar á stelpur. Reykjavíkurdætur eru náttúrulega samfélagstilraun út af fyrir sig en eru þrátt fyrir allt bara eitt band. En áhrifin verða naumast ofmetin, dildóarnir og sjónarhornið sem allt í einu varð til, aftan á karlpung á fjórum fótum. En rétt undir yfirborðinu er líka slæðingur af stelpum að gera dót sem ekki er komið alla leið í útvarp en er á leiðinni. Krakk&Spaghettí, Alvia og fleiri. Ég er hrifinn af trukkinu, offorsinu, greddunni. Uppreisn snípsins og allt það. Þessir hlutir eru að breytast hratt.“Hreinskilinn ljúflingur GKR er nýliði í íslensku rappi, hreinskilinn ljúflingur sem útskrifaðist úr Myndlistaskólanum og rappaði sig svo inn í hjörtu allra með lagi um að borða morgunmat.Ráðherrasonur Herra Hnetusmjör gaf út sitt fyrsta lag, Elías, 2014. Síðan hefur rapparinn, ráðherrasonur úr Kópavogi, unnið með öðrum á borð við Blaz Roca, Joe Frazier og Helga Sæmundi úr Úlfi Úlfi.Tónlist, föt og fleira Sturla Atlas er annað nafn Sigurbjarts Sturlu Atlasonar en líka fjöllistahópur sem, ásamt Sturlu, er skipaður Loga Pedro Stefánssyni og Jóhanni Kristófer Stefánssyni. Þeir gera tónlist, selja föt og ljósmyndir.