Matarvagninn verður aftur í Skaftafelli Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 23. apríl 2016 07:00 Fyrirtækið Jöklavagnar, sem starfrækti matarvagn í Skaftafelli síðasta sumar, mun halda rekstri sínum áfram í sumar. Vagninn er undir merkjum Glacier Goodies og leitast við að nota hráefni af nærsvæðinu til þess að tryggja sjálfbærni og ferskleika rétta. Stefán Þór Arnarson yfirkokkur segir stefnuna vera að gera það sem þau eru að gera eins vel og hægt er. „Núna stendur yfir undirbúningur fyrir sumarið. Við erum að setja saman matseðil og hann verður með svipuðu sniði og í fyrra,“ segir Stefán. Vagninn verður í Skaftafelli frá og með miðjum maí fram í september. Viðbrögðin síðasta sumar segir Stefán hafa verið mjög góð. Meirihluta gesta þeirra segir hann hafa verið erlenda ferðamenn en að einnig hafi margir Íslendingar komið við hjá þeim. Stefán segist hissa á því hve margir Íslendingar hafi í raun komið og að margir hafi sérstaklega gert sér ferð til þeirra. „Við fengum gesti sem voru kannski búnir að keyra hérna framhjá en aldrei komið við, sem komu sérstaklega til að borða hjá okkur. Skaftafell er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og trekkir að talsvert mikið af ferðamönnum. Komum þangað hefur fjölgað mikið síðustu ár og má til dæmis nefna að í mars í fyrra komu um 14 þúsund manns í Skaftafell en í mars í ár komu um 24 þúsund manns, segir Elvar Ingþórsson, landvörður í Skaftafelli. Elvar segir að alls hafi komið um 400 þúsund manns í Skaftafell í fyrra, en af þeim fjölda komu tæp 300 þúsund á aðeins fjórum mánuðum, frá maí og fram í ágúst. Elvar segist gera ráð fyrir því að komum ferðamanna fjölgi enn þetta árið. Spurður út í hvort fjölgun ferðamanna muni hafa áhrif á þjónustuna segist Stefán ekki geta sagt til um það. „Við reynum að bjóðum upp á ákveðna upplifunarferðaþjónustu, að vera með rétti úr ríki Vatnajökuls, persónulega þjónustu og heiðarlegan mat. Við viljum að eiginlegt bragð hráefnisins njóti sín sem best og við viljum að gestir bæði komi og fari glaðir.“Glacier Goodies er starfrækt af Stefáni og konu hans, auk frænda hans. Stefán er lærður matreiðslumeistari og á langan feril að baki í veitinga- og hótelgeiranum og hefur unnið á mörgum af bestu hótelum og veitingastöðum landsins. Sér til halds og trausts hefur Stefán aðstoðarkokk og vin sinn, Alexander Alvin, en þeir hafa lengi fylgst að í veitingabransanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Fyrirtækið Jöklavagnar, sem starfrækti matarvagn í Skaftafelli síðasta sumar, mun halda rekstri sínum áfram í sumar. Vagninn er undir merkjum Glacier Goodies og leitast við að nota hráefni af nærsvæðinu til þess að tryggja sjálfbærni og ferskleika rétta. Stefán Þór Arnarson yfirkokkur segir stefnuna vera að gera það sem þau eru að gera eins vel og hægt er. „Núna stendur yfir undirbúningur fyrir sumarið. Við erum að setja saman matseðil og hann verður með svipuðu sniði og í fyrra,“ segir Stefán. Vagninn verður í Skaftafelli frá og með miðjum maí fram í september. Viðbrögðin síðasta sumar segir Stefán hafa verið mjög góð. Meirihluta gesta þeirra segir hann hafa verið erlenda ferðamenn en að einnig hafi margir Íslendingar komið við hjá þeim. Stefán segist hissa á því hve margir Íslendingar hafi í raun komið og að margir hafi sérstaklega gert sér ferð til þeirra. „Við fengum gesti sem voru kannski búnir að keyra hérna framhjá en aldrei komið við, sem komu sérstaklega til að borða hjá okkur. Skaftafell er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og trekkir að talsvert mikið af ferðamönnum. Komum þangað hefur fjölgað mikið síðustu ár og má til dæmis nefna að í mars í fyrra komu um 14 þúsund manns í Skaftafell en í mars í ár komu um 24 þúsund manns, segir Elvar Ingþórsson, landvörður í Skaftafelli. Elvar segir að alls hafi komið um 400 þúsund manns í Skaftafell í fyrra, en af þeim fjölda komu tæp 300 þúsund á aðeins fjórum mánuðum, frá maí og fram í ágúst. Elvar segist gera ráð fyrir því að komum ferðamanna fjölgi enn þetta árið. Spurður út í hvort fjölgun ferðamanna muni hafa áhrif á þjónustuna segist Stefán ekki geta sagt til um það. „Við reynum að bjóðum upp á ákveðna upplifunarferðaþjónustu, að vera með rétti úr ríki Vatnajökuls, persónulega þjónustu og heiðarlegan mat. Við viljum að eiginlegt bragð hráefnisins njóti sín sem best og við viljum að gestir bæði komi og fari glaðir.“Glacier Goodies er starfrækt af Stefáni og konu hans, auk frænda hans. Stefán er lærður matreiðslumeistari og á langan feril að baki í veitinga- og hótelgeiranum og hefur unnið á mörgum af bestu hótelum og veitingastöðum landsins. Sér til halds og trausts hefur Stefán aðstoðarkokk og vin sinn, Alexander Alvin, en þeir hafa lengi fylgst að í veitingabransanum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira