Leikjavísir

Nýtt sýndarveruleikaverkefni kynnt á Fanfest

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/CCP
Leikjafyrirtækið CCP kynnir nú á EVE Fanfest nýtt verkefni sem heitir Project Arena. Um nokkurs konar sýndarveruleikaíþrótt er að ræða. Tveir keppendur kasta diskum í hvern annan og reyna að verja sig í senn.

Verkefnið byggir á öðru verkefni sem kynnt var á Fanfest í fyrra. Líkja má Project Arena við diskastríðin í Tron: Legacy frá 2010, eins og sjá mér hér að neðan.

Á vef Polygon kemur fram að CCP sé að vinna að því að spilarar geti spilað Project Arena á netinu við andstæðinga um allan heim. Sýningu fyrirtækisins frá því hvernig PA virkar má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

EVE Fanfest er hafið

Þetta er í tólfta sinn sem Fanfest er haldið og er búist við um 3.000 gestum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.