Af hverju eru svona margar stórstjörnur að deyja? Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. apríl 2016 12:31 Það hefur verið heilmikið um stjörnuhröp í ár. Vísir Þó að einn þriðji af árinu sé ekki liðin er nú þegar talað um dökkt ár í skemmtanaiðnaðinum vegna dauðsfalla. Á rúmum þremur mánuðum hafa skemmtikraftarnir David Bowie, Alan Rickman, Glenn Frey úr Eagles, Keith Emerson, Natalie Cole, Nancy Reagan fyrrum forsetafrú og leikkona og nú síðast Prince farið yfir móðuna miklu. Nöfnin eru það þekkt á meðal almennings að talað er um aukna tíðni dauðsfalla stórstjarna. Fréttastofa BBC gefur þeirri kenningu byr undir báða vængi í nýrri grein og bendir á að í ár hafa nær helmingi fleiri minningargreinar fyrir þekkta einstaklinga verið birtar en á sama tíma síðustu fimm ár. Það virðist því vera einhver stoð fyrir því að fleiri frægir séu að deyja þessa dagana en áður. En er það virkilega svo? Og eru þá einhverjar ástæður fyrir því. Ein ástæðan gæti verið þróun fjölmiðla síðastliðin 50 ár eða svo. Með komu sjónvarps og Internetsins eru einfaldlega mun fleiri frægir en voru áður. Í kringum 1960 og á árunum eftir það varð sprengja í poppmenningu þar sem mörg ný fersk andlit ruddu sér upp á yfirborðið. Þeir sem voru ungir þá eru í dag ýmist orðnir 70 ára eða eru nálægt því og því sé ekkert undarlegt að fleiri þekktir séu að deyja en áður.Hvað segir sálfræðin?En það geta líka verið aðrar ástæður fyrir þeirri tilfinningu fólks að tíðni dauðsfalla hjá frægum fari vaxandi. Samkvæmt sálfræðinni væri hægt að skýra þetta út frá tiltækisreglunni. Þar er átt við nokkurs konar þumalputtareglu sem útskýrir flýtileiðir hugans í að flokka niður upplýsingar. Samkvæmt tiltækisreglunni eru líkur á atburðum metnar út frá aðgengi í minnum fólks. Þegar tvær eða þrjár stórstjörnur deyja með stuttu millibili eru dauðsföll einhvers frægs í svo fersku minni þegar annar frægur deyr að við drögum þá ályktun að fleiri séu að deyja en áður. Hér gæti frægð viðkomandi því skipt töluverðu máli en erfitt er að átta sig á því hvernig ætti að mæla frægðarsól þekktra einstaklinga.Vefsíðan deathlist.com spáir þessum ekki líf út árið.VísirHverjir eru næstir?Hafi einhver ánægju af því að spá fyrir um komandi dauðsföll frægra í ár er viðkomandi bent á vefinn deathlist.net sem árlega leggur fram spá yfir þá 50 þekktu einstaklinga sem líklegast þykja til að hrökkva upp af það árið. Samkvæmt þeim lista eru þó nokkrir frægir þegar komnir með annan fótinn í gröfina. Þar má nefna Zsa Zsa Gabor leikkonu (99 ára), Kirk Douglas leikara (99 ára), Mary Tyler Moore leikkonu (80 ára), Jimmy Carter fyrrum Bandaríkjaforseta (92 ára), Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna (93 ára), George Bush eldri fyrrum Bandaríkjaforseta (92 ára), Fídel Castro fyrrum Kúbuforseta (90 ára), Fats Domino tónlistarmann (88 ára), Desmond Tutu erkibiskup (84 ára), Glen Campbell tónlistarmann (80 ára), Stan Lee myndasöguhöfund (94 ára), Muhammad Ali hnefaleikakappa (74 ára), Jacques Chirac fyrrum Frakklandsforseta (84 ára), Stephen Hawking vísindamann (74 ára) og fótboltamanninn Paul Gascoigne (49 ára). Tengdar fréttir Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44 Prince látinn 57 ára að aldri Tónlistarmaðurinn Prince fannst látinn á heimili sínu í Minnestota fyrir stundu. 21. apríl 2016 17:18 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira
Þó að einn þriðji af árinu sé ekki liðin er nú þegar talað um dökkt ár í skemmtanaiðnaðinum vegna dauðsfalla. Á rúmum þremur mánuðum hafa skemmtikraftarnir David Bowie, Alan Rickman, Glenn Frey úr Eagles, Keith Emerson, Natalie Cole, Nancy Reagan fyrrum forsetafrú og leikkona og nú síðast Prince farið yfir móðuna miklu. Nöfnin eru það þekkt á meðal almennings að talað er um aukna tíðni dauðsfalla stórstjarna. Fréttastofa BBC gefur þeirri kenningu byr undir báða vængi í nýrri grein og bendir á að í ár hafa nær helmingi fleiri minningargreinar fyrir þekkta einstaklinga verið birtar en á sama tíma síðustu fimm ár. Það virðist því vera einhver stoð fyrir því að fleiri frægir séu að deyja þessa dagana en áður. En er það virkilega svo? Og eru þá einhverjar ástæður fyrir því. Ein ástæðan gæti verið þróun fjölmiðla síðastliðin 50 ár eða svo. Með komu sjónvarps og Internetsins eru einfaldlega mun fleiri frægir en voru áður. Í kringum 1960 og á árunum eftir það varð sprengja í poppmenningu þar sem mörg ný fersk andlit ruddu sér upp á yfirborðið. Þeir sem voru ungir þá eru í dag ýmist orðnir 70 ára eða eru nálægt því og því sé ekkert undarlegt að fleiri þekktir séu að deyja en áður.Hvað segir sálfræðin?En það geta líka verið aðrar ástæður fyrir þeirri tilfinningu fólks að tíðni dauðsfalla hjá frægum fari vaxandi. Samkvæmt sálfræðinni væri hægt að skýra þetta út frá tiltækisreglunni. Þar er átt við nokkurs konar þumalputtareglu sem útskýrir flýtileiðir hugans í að flokka niður upplýsingar. Samkvæmt tiltækisreglunni eru líkur á atburðum metnar út frá aðgengi í minnum fólks. Þegar tvær eða þrjár stórstjörnur deyja með stuttu millibili eru dauðsföll einhvers frægs í svo fersku minni þegar annar frægur deyr að við drögum þá ályktun að fleiri séu að deyja en áður. Hér gæti frægð viðkomandi því skipt töluverðu máli en erfitt er að átta sig á því hvernig ætti að mæla frægðarsól þekktra einstaklinga.Vefsíðan deathlist.com spáir þessum ekki líf út árið.VísirHverjir eru næstir?Hafi einhver ánægju af því að spá fyrir um komandi dauðsföll frægra í ár er viðkomandi bent á vefinn deathlist.net sem árlega leggur fram spá yfir þá 50 þekktu einstaklinga sem líklegast þykja til að hrökkva upp af það árið. Samkvæmt þeim lista eru þó nokkrir frægir þegar komnir með annan fótinn í gröfina. Þar má nefna Zsa Zsa Gabor leikkonu (99 ára), Kirk Douglas leikara (99 ára), Mary Tyler Moore leikkonu (80 ára), Jimmy Carter fyrrum Bandaríkjaforseta (92 ára), Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna (93 ára), George Bush eldri fyrrum Bandaríkjaforseta (92 ára), Fídel Castro fyrrum Kúbuforseta (90 ára), Fats Domino tónlistarmann (88 ára), Desmond Tutu erkibiskup (84 ára), Glen Campbell tónlistarmann (80 ára), Stan Lee myndasöguhöfund (94 ára), Muhammad Ali hnefaleikakappa (74 ára), Jacques Chirac fyrrum Frakklandsforseta (84 ára), Stephen Hawking vísindamann (74 ára) og fótboltamanninn Paul Gascoigne (49 ára).
Tengdar fréttir Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44 Prince látinn 57 ára að aldri Tónlistarmaðurinn Prince fannst látinn á heimili sínu í Minnestota fyrir stundu. 21. apríl 2016 17:18 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira
Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44
Prince látinn 57 ára að aldri Tónlistarmaðurinn Prince fannst látinn á heimili sínu í Minnestota fyrir stundu. 21. apríl 2016 17:18