Margföld uppgefin mengun er sláandi Finnur Thorlacius skrifar 22. apríl 2016 10:34 Peugeot 3008 reyndist með þrettánfalt uppgefið magn nituroxíðs. Samkvæmt nýrri breskri könnun sem kom út í dag standast dísilbílar engan veginn þá mengunarstaðla sem þeir eru gefnir út fyrir. Samgöngustofan í Bretlandi prófaði við eðlilegar aðstæður 37 nýja bíla til að sjá hvort að þeir myndu standast mengunarkröfur um magn nituroxíðs (NOx) sem þeir standast við mælingar í rannsóknarstofum. Skemmst er frá að segja að enginn þessara 37 bíla náði að fara undir hámarkið sem leyft er á rannsóknarstofu sem var 180 mg/km en allir eru þeir með svokallaðan Euro5 staðal. Sá bíll sem stóð sig sýnu verst var Opel Insignia en hann mengaði meira en tífalt hámark, eða meira en 1.800 mg/km og sá bíll sem stóð sig best mengaði samt þrisvar sinnum löglegt hámark, en það var Citroen C4. Samkvæmt rannsókninni var enginn prófunarbílanna búinn hugbúnaði líkum þeim sem VW notaði en allir bílar nota hins vegar tölvubúnað sem að minnkar hættu á vélarskemmdum við kaldari aðstæður, en það hefur áhrif til hækkunar mengunargilda. Bílar sem eiga að standast nýja Euro6 staðalinn mega ekki hafa meira en 80 mg/km af nituroxíði í útblæstri sínum, en samkvæmt raunakstri í 90 mínútur á venjulegum vegum var meðaltalið sexfalt það lágmark. Sá bíll sem stóð sig verst í þessum flokki var Peugeot 3008 með um það bil þrettánfalt magn nituroxíðs. Raunprófanir á eyðslu og mengun bíla munu hefjast á næsta ári en það mun þýða að mengunargildi munu hækka þar sem að bílar ná alls ekki sömu niðurstöðum við raunaðstæður eins og í tilraunastofum, líkt og þessi rannsókn sýnir fram á. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent
Samkvæmt nýrri breskri könnun sem kom út í dag standast dísilbílar engan veginn þá mengunarstaðla sem þeir eru gefnir út fyrir. Samgöngustofan í Bretlandi prófaði við eðlilegar aðstæður 37 nýja bíla til að sjá hvort að þeir myndu standast mengunarkröfur um magn nituroxíðs (NOx) sem þeir standast við mælingar í rannsóknarstofum. Skemmst er frá að segja að enginn þessara 37 bíla náði að fara undir hámarkið sem leyft er á rannsóknarstofu sem var 180 mg/km en allir eru þeir með svokallaðan Euro5 staðal. Sá bíll sem stóð sig sýnu verst var Opel Insignia en hann mengaði meira en tífalt hámark, eða meira en 1.800 mg/km og sá bíll sem stóð sig best mengaði samt þrisvar sinnum löglegt hámark, en það var Citroen C4. Samkvæmt rannsókninni var enginn prófunarbílanna búinn hugbúnaði líkum þeim sem VW notaði en allir bílar nota hins vegar tölvubúnað sem að minnkar hættu á vélarskemmdum við kaldari aðstæður, en það hefur áhrif til hækkunar mengunargilda. Bílar sem eiga að standast nýja Euro6 staðalinn mega ekki hafa meira en 80 mg/km af nituroxíði í útblæstri sínum, en samkvæmt raunakstri í 90 mínútur á venjulegum vegum var meðaltalið sexfalt það lágmark. Sá bíll sem stóð sig verst í þessum flokki var Peugeot 3008 með um það bil þrettánfalt magn nituroxíðs. Raunprófanir á eyðslu og mengun bíla munu hefjast á næsta ári en það mun þýða að mengunargildi munu hækka þar sem að bílar ná alls ekki sömu niðurstöðum við raunaðstæður eins og í tilraunastofum, líkt og þessi rannsókn sýnir fram á.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent